Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 64
GUNNAR HARÐARSON
RITMENNT
Brynjólfm Bjarnason um Jóhannes úr Kötlum
Sökum þess að hér hefur verið reynt að rýna í tvær afmælis-
kveðjur sem rithöfundur í fremstu röð sendi pólitískum sam-
ferðamönnum, væri ekki úr vegi að athuga, þó ekki nema til
samanburðar, hvernig stjórnmálaforingi lýsir skáldi. í Tímariti
Máls og menningar 1949, ári eftir fyrri afmæliskveðju Halldórs,
birtist ræða sem Brynjólfur Bjarnason flutti í tilefni af fimmtugs-
afmæli Jóhannesar úr Kötlum 4. nóvember sama ár.8 Brynjólfur
hefur mál sitt á því að þaldta Jóhannesi fyrir framlag hans til
Sósíalistaflokksins og fyrir kraft, kynngi og snilld sem lionum
er gefin umfram hina. En síðan sltellir liann á Jóhannes drótt-
kvæöri vísu, segir reyndar að fátældega hugsun eigi að fella í
rím (er hann þar kannski að tala um Jóhannes sjálfan?), og vísan
er svona:
Ætla ég einn úr Kötlum,
óðarsmiðurinn góði,
hálfa öld, heimsins skelfir,
hefur lifað og gefið
þjóð sinni kraft í kvæðum,
kynngi listar, sem yngir.
Veittu honum landsins vættir
vald hins hvíta galdurs.9
Brynjólfur hefur hér endasldpti á hinum fornlielgu hlutverkum
skáldsins og konungsins. Hér er það konungurinn, stjórnmála-
foringinn Brynjólfur Bjarnason, sem flytur lrirðskáldi sínu,
Jóhannesi úr Kötlum, dróttkvætt lof. En Brynjólfur er auðvitað
lílta að gefa í skyn að hann sjálfur geti nú alveg ort upp á gamla
mátann og auk þess er full hugsun í kvæðinu, en ekki fátækleg,
eins og hann hefur að yfirvarpi. Þetta er því ekki bara lof, heldur
einnig tvöföld yfirlýsing: „Eg kann lílca að yrkja! Ég hef vit á
skáldskap!" Þótt vísan sé dróttkvæð bendir stíllinn og orðalagið
8 „Jóhannes úr Kötlum. Ræða flutt í tilefni af fimmtugsafmæli skáldsins 4. nóv.
s.l. [1949]", endurprentað í Brynjólfur Bjarnason, Meó storminn í fangió I,
Reykjavík, Mál og menning, 1973, bls. 255-258.
9 Með storminn í fangið I, bls. 255.
60