Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 55
RITMENNT
GADDHESTAR OG GULL í LÓFA
eða jafnvel hvaða mynd býr undir þeim lílcingum sem skáldið
notar til að lýsa konunginum.2
Hvernig væri nú að henda ofangreinda reglu á lofti og beita
henni á ritsmíðar skálda og stjórnmálamanna á 20. öld? Sú
tegund ritaðs máls sem svarar einna best til þeirra kvæða sem
Snorri nefnir eru ekki minningargreinar eða endurminningar,
heldur afmæliskveðjur, þar sem skáldin og stjórnmálamennirn-
ir bera hver annan lofi að þeirn sjálfum viðstöddum, beint eða
óbeint. Samkvæmt reglunni ættum við að finna þarna einhvern
sannleika um stjórnmálamanninn en ekki oflof eða báð. Skyldi
mega lesa ákveðnar manngerðir út úr afmælisræðum og grein-
um stjórnmálamanna og skálda? Segja þessar ræður eitthvað urn
gildismat höfundanna og þá jafnframt þeirra sem aðhylltust þá
stjórnmálastefnu sem skáldin fylgdu? Kemur þetta eitthvað upp
um afstöðu þeirra til stjórnmálamannanna? Hér á eftir verða
teknar til athugunar tvær afmæliskveðjur Halldórs Laxness,
önnur til Kristins E. Andréssonar, hin til Brynjólfs Bjarnasonar.
í samanburðarskyni væri elcki úr vegi að skoða hvað stjórn-
málamenn segja um skáld þegar þeir bera lof á þau einhverra
hluta vegna. Hér verður lítillega staldrað við hvernig Brynjólfur
Bjarnason ávarpar Jóhannes úr Kötlum.
Halldór Laxness um Brynjólf Bfarnason
Halldór Laxness sendi Brynjólfi Bjarnasyni afmæliskveðju á
fimmtugsafmæli hans árið 1948.3 Halldór virðist ekki hafa lesið
kveðjuna upp í afmælisveislu, heldur einungis ætlast til þess
að Brynjólfur læsi hana prentaða. Kveðjan er stutt, aðeins tvær
efnisgreinar, hin fyrri tvær málsgreinar, hin síðari þrjár. Samt er
ýmislegt forvitnilegt í þessari stuttu ritsmíð.4
2 Þessi athugun varð til sem útúrdúr í námskeiði okkar Guðmundar Odds
Magnússonar prófessors í Listaháskóla íslands, Myndmál og stjórnmál, sem
snerist um pólitískt myndmál í plakötum og, að hluta til, ljósmyndum á tutt-
ugustu öld.
3 Halldór Laxness, „Afmæliskveðja til Brynjólfs Bjarnasonar", Reisubókarkoin,
Reykjavík, Helgafell, 1950, bls. 131.
4 Fræðilegur grundvöllur þessarar athugunar er, eins og sjá má, sóttur til kenn-
inga Romans Jakobson og aðferðin felst í meginatriðum í því að bera saman
„tengiásinn" og „valásinn", lruga að mögulegu samræmi og ósamræmi þar í
milli, og skoða valin orð sem annars stigs tálcnkerfi.
51