Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 126
BENEDIKT S. BENEDIKZ
RITMENNT
leyti gerðist meðlimur þess George Wilson,
sonur George Wilson lyfsala í St Pauls sókn
Covent Garden (sem er auðvitað á næstu
grösurn við Seven Dials og Holborn, sem
vér höfum verið um að ræða). Sá George var
14 ára strákur sem hélt leigunni á húsnæði
í Inner Temple fram að 1797 er hann seldi
afganginn af leigusamningi sínum og hvarf
um leið úr skjölum laganema. Dr Rider
stakk þá uppá því, og við urðum sammála
um það að Charles Wilson hafi notið þess
að frændi hans bjó þar og gefið sér Templara
nafn eftir heimilisfangi hans. Nú er það víst
að tvö af bréfum Gríms til George Wilson
eru stíluð á Great Andrew Street og einhver
hefir því frændsemi verið milli Charles og
George þess sem Grímur skrifaði bréfin
þrjú. Berast böndin að George eldri, föður
laganemans, sem hlýtur að hafa verið á
aldur við Grím sjálfan. Það samband er vel
skiljanlegt, og annarhvor sá sem bar nafnið
virðist hafa reynst Grími góð hjálparhella
með enskan stíl, en skrítið er nú samt að
hann leitaði til apótekara eða til skóladrengs
nýbyrjuðum í lögfræðingalærdómi til hand-
leiðslu heldur en til manns sem hafði þegar
sýnt sig fullreyndan sem höfundur prent-
aðra rita. Það getur nú verið að hólinu um
hjálpina við lofsönginn um Friðrik krón-
prins hafi verið beint til Charles, en úr því
verður líklega ekki ráðið héðan af.
Um Andreas Feldborg er það helst að
segja að æviþráður hans er rakinn í Danslc
Biografisk Leksikon og er hann þar sagð-
ur gáfaður en ógæfumaður lengi framan af
ævi. Því er merkilegt að sjá að hann ving-
aðist hinum höfðingjaelskandi íslendingi,
sem kaus sér að klífa björg stéttanna í
Danmörku heldur en að snúa heim eftir
skólaveru og gerast sýslumaður einhvers
staðar á föðurlandi sínu upp á von eða óvon
um æðri embætti þar (því þó að hann hefði
verið skjólstæðingur Ólafs stiftamtmanns
þá myndi það mega sín lítt á móti heimt-
unum sona og náfrænda stiftamtmannsins
um embætti). Því mun Grímur hafa kjörið
að setjast að í höfuðborg ríkisins, og þegar
hann var svo heppinn að ná þar náð hins
virkilega þjóðhöfðingja, Friðriks krónprins,
þá var hann skiljanlega alla ævi þakklátur
hágöfginni, og það var jafnmikið af þeirri
tilfinningu að hann svaraði því, er hann var
spurður hví hann hefði ekki farið heim að
lærdómslokum, að hann þakkaði guði og
konunginum fyrir að forða sér frá því.16
Samt sem áður hefir leynst að hurðarbalci
góðmennslca í garð þeirra, sem elcki höfðu
hlotið náð fyrir augum hans, sem má sjá á
bréfi hans til Feldborg, þar sem hann gefur
honum tækifæri að ná fundi þess Breta sem
hann vissi æðstan, og það með von um að
fá góða áheyrn.
Grímur Thorkelin hefir yfirleitt ekki
fengið góðan vitnisburð hjá samlöndum
sínum, en í Benediktssafni hefir leynst
þetta sýnishorn annarrar hliðar skaps-
muna hans. Höfðingjaelskandinn var auð-
sýnilega ekki frásnúinn öllum frjálslyndis-
hugmyndum, nurlarinn sem kallaður var í
háði Marskandisernes Oldermand gat verið
rausnarlegur þegar hann vildi. Sá sem þetta
ritar varð þess snemma var, að á íslandi var
16 Sjá Jón Helgason: Finnur Magnússon. Ritgerðakorn
og ræðustúfar, Reykjavik 1959, bls. 171-96.
122