Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 16

Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 16
AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR RITMENNT KVENNABLAÐIÐ. FYRSTA ÁR. BRÍET BJARNHJEÐINSDÓTTIR. S K Y K Í k V'l K. riKNTlD I rjXLA0NrRENTHNIB4CNK!. !•»«. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hóf útgáfu Kvennablaðsins 1895. Vafalítið hefur það verið fyrir hvatningu og tilstuðlan húsbænd- anna að Bríet fór haustið 1880 í Laugalandsskóla. Hún dvaldist þar einn vetur en lauk báðum deildum og varð efst á prófum. Hannes Hafstein hélt til Kaupmannahafnar að loknu stúdents- prófi til frekara náms og í framhaldi af því til góðra embætta á Islandi. Bríet hafði hins vegar fengið þá hámarksskólagöngu sem bauðst íslenskum stúlkum. Hún vann fyrir sér með saumaskap, kaupavinnu og barnakennslu. Hún hlaut aðeins helming í laun af því sem karlmenn fengu fyrir kennsluna auk þess sem hún varð að sinna heimilisverkum, saurna fyrir móður barnanna sem hún kenndi og sitja með þeim í undirbúningstímum. Karlmaður í sömu stöðu gat fleygt sér á bekk milli kennslustunda, gluggað í bók og jafnvel drepið tíma við að yrkja ljóð. Þrátt fyrir erfiðan kost og litla möguleika náði Bríet að skapa sér nafn undir árslok árið 1887. Þá hélt hún fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík sem hún nefndi „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna", fyrsta opinbera fyrirlestur kven- manns á íslandi eins og hann var kynntur. Góðtemplarahúsið fylltist af fólki og góður rómur var gerður að máli Bríetar. Þá var Hannes Hafstein kominn til landsins og tekinn til við að gegna embættisstörfum. Hannes las fyrirlestur Bríetar yfir skömmu áður en hún flutti hann og vildi engar athugasemdir gera.5 Bríet bjó þá í sama húsi og Hannes og móðir hans Kristjana, sem þá var flutt suður með yngri hörn sín. Ekki er vitað um samskipti Bríetar og Hannesar fyrir þennan tíma. Bríet var þó meir en mál- kunnug Kristjönu og móðurfólki Hannesar. Nú varð hlé á samskiptum þeirra Hannesar og Bríetar um nokkurra ára skeið, enda bæði upptekin af öðru. Þau stofnuðu fjölskyldur, en meðan Hannes tók við embættum sinnti Bríet heimilishaldi og aðstoðaði mann sinn við útgáfustörf auk þess sem hún hóf útgáfu Kvennablaðsins árið 1895 fyrir áeggjan og með stuðningi manns síns. Á árinu 1904 dró hins vegar til mik- illa tíðinda í lífi beggja. Hannes varð fyrsti ráðherra landsins, val- inn af danska konunginum til að gegna því embætti. Bríet hafði misst mann sinn árið 1902. Samkvæmt lögum frá árinu 1882 máttu ekkjur og ógiftar konur sem stóðu fyrir búi eða réðu sér á 5 Sjá Sigríði Th. Erlendsdóttur, Veröld sem ég vil, bls. 44. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.