Ritmennt - 01.01.2005, Page 16
AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR
RITMENNT
KVENNABLAÐIÐ.
FYRSTA ÁR.
BRÍET BJARNHJEÐINSDÓTTIR.
S K Y K Í k V'l K.
riKNTlD I rjXLA0NrRENTHNIB4CNK!.
!•»«.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir hóf
útgáfu Kvennablaðsins 1895.
Vafalítið hefur það verið fyrir hvatningu og tilstuðlan húsbænd-
anna að Bríet fór haustið 1880 í Laugalandsskóla. Hún dvaldist
þar einn vetur en lauk báðum deildum og varð efst á prófum.
Hannes Hafstein hélt til Kaupmannahafnar að loknu stúdents-
prófi til frekara náms og í framhaldi af því til góðra embætta á
Islandi. Bríet hafði hins vegar fengið þá hámarksskólagöngu sem
bauðst íslenskum stúlkum. Hún vann fyrir sér með saumaskap,
kaupavinnu og barnakennslu. Hún hlaut aðeins helming í laun
af því sem karlmenn fengu fyrir kennsluna auk þess sem hún
varð að sinna heimilisverkum, saurna fyrir móður barnanna sem
hún kenndi og sitja með þeim í undirbúningstímum. Karlmaður
í sömu stöðu gat fleygt sér á bekk milli kennslustunda, gluggað
í bók og jafnvel drepið tíma við að yrkja ljóð.
Þrátt fyrir erfiðan kost og litla möguleika náði Bríet að
skapa sér nafn undir árslok árið 1887. Þá hélt hún fyrirlestur
í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík sem hún nefndi „Fyrirlestur
um hagi og rjettindi kvenna", fyrsta opinbera fyrirlestur kven-
manns á íslandi eins og hann var kynntur. Góðtemplarahúsið
fylltist af fólki og góður rómur var gerður að máli Bríetar. Þá var
Hannes Hafstein kominn til landsins og tekinn til við að gegna
embættisstörfum. Hannes las fyrirlestur Bríetar yfir skömmu
áður en hún flutti hann og vildi engar athugasemdir gera.5 Bríet
bjó þá í sama húsi og Hannes og móðir hans Kristjana, sem þá
var flutt suður með yngri hörn sín. Ekki er vitað um samskipti
Bríetar og Hannesar fyrir þennan tíma. Bríet var þó meir en mál-
kunnug Kristjönu og móðurfólki Hannesar.
Nú varð hlé á samskiptum þeirra Hannesar og Bríetar um
nokkurra ára skeið, enda bæði upptekin af öðru. Þau stofnuðu
fjölskyldur, en meðan Hannes tók við embættum sinnti Bríet
heimilishaldi og aðstoðaði mann sinn við útgáfustörf auk þess
sem hún hóf útgáfu Kvennablaðsins árið 1895 fyrir áeggjan og
með stuðningi manns síns. Á árinu 1904 dró hins vegar til mik-
illa tíðinda í lífi beggja. Hannes varð fyrsti ráðherra landsins, val-
inn af danska konunginum til að gegna því embætti. Bríet hafði
misst mann sinn árið 1902. Samkvæmt lögum frá árinu 1882
máttu ekkjur og ógiftar konur sem stóðu fyrir búi eða réðu sér á
5 Sjá Sigríði Th. Erlendsdóttur, Veröld sem ég vil, bls. 44.
12