Ritmennt - 01.01.2005, Síða 110
BIRGIR ÞÓRÐARSON
RITMENNT
4. Ellefu vistir auðnuðust mér
og allstaðar nóg að gera.
Svo lifir hver sem lyntur er.
Látum það svona vera.
í Eyjafjörð átti eg leið;
öll var sú reisan greið.
Fylgdu mér fjórir menn;
flestir lifa þeir enn.
Þessir máttu mig þéra.
Og síðan kemur vísan sem nefnd er í upphafi
þessa þáttar.
5. Framandi kom eg fyrst að Grund;
fallegur var sá staður.
Þórarinn ber mjög þæga lund;
það var blessaður maður.
Hann gaf mér hveitibrauð,
hangið kjöt líka af sauð;
setti á sessu ver;
svona lét hann að mér.
Líkaminn gerðist glaður.
Nokkrir eldri Eyfirðingar hafa kann-
ast við þessa vísu þótt þeir þekki ekki til
Gunnvararsálms að öðru leyti. Sltýringuna
á því er líklega að finna í grein eftir Kristleif
Þorsteinsson í tímaritinu Helgafelli,43 en
þar fjallar Kristleifur um það fyrirbrigói í
vísnagerð sem kallaðist druslur. Það voru
vísur, oft gamlir húsgangar, sem hafðar
voru í stað sálmversa, þegar verið var að
æfa sálmalögin fyrir húslesturinn í fyrri
daga, því eltki þótti hæfa að nota sálmana
í því skyni. En ein af þessum druslum,
sem Kristleifur nefnir í grein sinni, var
einmitt þessi vísa: Framandi kom ég fyrst
að Grund, og hefur hún trúlega hlotið þessa
meðferð hér í Eyjafirði ekki síður en suður
í Borgarfirði.
í vísunni er fjallað um Þórarin Jónsson
(1719-67), sýslumann á Grund í Eyjafirði
1747 til æviloka. Frá honum er komin
T horarensenætt. Kona hans var Sigrí ður yngri
Stefánsdóttir, prests á Höskuldsstöðum.
Synir þeirra voru: Stefán amtmaður, Vig-
fús sýslumaður á Hlíðarenda, séra Gísli
í Odda, séra Friðrik á Breiðabólsstað í
Vesturhópi og Magnús klausturhaldari
á Munkaþverá. Laundóttir Þórarins (með
Guðnýju Gunnlaugsdóttur, Þorvaldssonar)
var Ragnheiður, kona Jóns aðstoðarland-
fógeta Skúlasonar. - Eftir andlát Þórarins
Jónssonar giftist Sigríður Stefánsdóttir Jóni
Jakobssyni sýslumanni á Espihóli, og var
meðal barna þeirra Jón Espólín sýslumaður
og sagnaritari.
6. í Miklagarði er misjöfn tíð;
man eg piltinn hann Steina.
Högni kvað um mig hróp og níð;
hirði eg því síst að leyna.
Uti lét eg þar á;
öllu skal segja frá:
Slcensaði eg prúðan prest,
sem prédika yfir mér lést
kenningar kornið hreina.
Þorsteinn (Steini) Benedilctsson (1717-
1805) bjó í Miklagarði 1750-51, sonur Bene-
dikts lögmanns Þorsteinssonar í Rauðu-
skriðu og konu hans Þórunnar Björnsdótt-
ur. Þorsteinn bjó síðan á Baklca í Öxnadal, en
lengst á Laxamýri í Þingeyjarsýslu, og fékk
hann þar verðlaun frá konungi fyrir góðan
árangur með æðarvarp. Kona Þorsteins var
Hólmfríður Jónsdóttir Ketilssonar, prests á
Myrká. Meðal barna þeirra var séra Jón
43 Kristleifur Þorsteinsson: Rökkursöngvar. Helgafell
I. ár, bls. 384.
106