Ritmennt - 01.01.2005, Side 30
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
Uppruni himnabréfsins
Þegar ég tók loks fram himnabréf ömmu
minnar, datt mér sízt í hug, að það drægi
þann slóða á eftir sér, sem nú er orðin raun-
in.
Við lestur bréfsins völcnuðu hjá mér
margs konar spurningar, því að ljóst var af
efni þess og orðalagi, að þau hlytu að vera til
fleiri himnabréfin, bæði hér á landi og eins í
öðrum löndum. Varð það til þess, að ég tók
að leita uppi heimildir um þetta merkilega
bréf og fá sem gleggstar hugmyndir um það
og útbreiðslu þess. Vænti ég þess, að lesend-
ur þessa greinarkorns verði nokkru fróðari
um þetta mjög svo dularfulla bréf eftir en
áður.
Þessu næst var að athuga, hvar væri
fjallað um svonefnd himnabréf í erlendum
heimildum. Þar leitaði ég fyrst vitneskju í
ritið Kulturhistorisk leksikon for nordisk
middelalder fra vikingetid til reformations-
tid. í VI. hindi þess, 563.-566. dálki, segir
frá HIMMELSBREV. Þar má fá margvíslega
fræðslu um himnabréfið og útbreiðslu þess
um Norðurlönd, en auk þess ágætar heim-
ildir frá öðrum Norðurlöndum úr margs
konar ritum og ritgerðum, sem fræðimenn
hafa samið um téð bréf. Þær hafa verið not-
aðar hér eftir þörfum og til samanburðar við
íslenzk himnabréf. Margt hefur verið ritað
um himnabréfin í erlendum ritum, allt frá
18. öld. Af sjálfu sér leiðir, að hér verður
einungis stuðzt við það, sem telja verður,
að skipti verulegu máli til skýringar á upp-
runa þeirra og dreifingu milli landa. Ég hygg
þó, að seint komi öll kurl til grafar. - Nefni
ég alveg sérstaklega mikla ritgerð í danska
tímaritinu Dania, Tidsskrift for Folkemál
ogFolkeminder, 3. b., Khavn 1895-96. Nefn-
ist hún Himmelbreve. Er hún eftir Kristian
Sandfeld Jensen. í öðru lagi er svo norsk
ritgerð eftir Knut Hermundstad, sem hann
kallar Himmelbrev, Soga til himmelbrevi.
Birtist ritgerðin í Tidskrift for Valdres Histo-
rielag árið 1947. Báðar eru ritgerðir þessar
stórfróðlegar, og verður í því, sem hér segir
um sögu himnabréfsins, stuðzt mjög við
þann fróðleik, sem þar er sarnan kominn.
Knut Hermundstad segir í grein sinni, að
himnabréf eigi að balci sér langa og merki-
lega sögu. Heiðindómurinn fyrir Krist hafi
notfært sér þau. í hinni egypzku dauða-
bók stendur þetta um slíkt bréf frá guðin-
um Thoti „fundið undir fótum guðsins á
hagsældartímum Menkarosar lconungs (um
3500 árum f. Kr.)." Þá hefur fundizt orðalag,
sem bendir til þess, að himnabréf hafi í
fornöld verið í umferð á grísk-rómverskum
tíma. Hins vegar er ekki öruggt, að þessi
bréf hafi haft nokkur áhrif á kristin trúar-
brögð.
Himnabréfin eru grein af sam-evrópsk-
um alþýðubókmenntum. Þau dreifðust um
mestalla Evrópu og voru mikið lesin í öllum
stéttum þjóðfélagsins og höfðu örugglega á
sínum tíma siðfræðileg og trúarleg áhrif. Á
fyrstu öldum tímatals olclcar voru óróatímar
innan kirkjunnar og mikil harátta um hið
rétta form kristindómsins. Þess vegna voru
samdar fjölmargar tilbúnar sögur (apokrýf-
iskar) til viðbótar við heilaga ritningu.
Margir óskuðu þess að fá nánari skýringar
og fyllri á biblíuritunum. Þannig urðu til
margar sögur um Krist. Ymsar stéttir skáld-
uðu upp ný evangelium, postulasögur og
opinberunarbækur. Þá urðu enn fremur til
mörg bréf, sem ákveðnir menn áttu að hafa
26