Vera - 01.02.2002, Side 19

Vera - 01.02.2002, Side 19
Af spjallrás MR í desember 2001. Það sem karlmenn hafa umfram kven- fólk er því fyrst og fremst þetta tvennt: a) líkamlegur gjörvileiki, en kvenfólk er frá náttúrunnar hendi verr falliö til lík- amlegrar vinnu. b) félagslegt innræti, en piltum er innrætt mun meiri áræðni og sjálfstæði en kvenfólki...... .... eins og staðan er I dag er almennur tekjumunur karlmanna og kvenmanna, að ég best fæ séð, ekki að ástæðulausu: karlmenn eru einfaldlega verðmætari starfskraftar. .... Annars hafa þær stúlkur sem ég þekki sem klófestar hafa verið af Bríeti breyst til muna eftir það. Þær segjast vera farnar að „hugsa sjálfstætt" en það eina sem ég heyri er tal frá svona Olgum sem þola ekki konur sem ganga í brjóstahöldum. Mér finnst þetta nú i hæsta máta óskiljanlegt þetta femínista bull. .... Ég er, eins og mörgum er kunnugt, einarður talsmaður anti-feminisma. Reynsla mín I sumar, sem starfsmaður kjörbúðar, varð enn til að styrkja þessa skoðun mína, og fæ ég ekki betur séð en að t.d. launamismunur kynjanna sé að fullu réttlætanlegur. .... Með komandi kynslóðum verður skrefið vonandi stigið til fulls og kon- um veitt það sama félagslega innræti, áræðni og dugnaður sem karlmönnum hefur verið innrætt frá alda öðli. .... Svo mætti líka bæta við að konur eru náttúrulega miklu líklegri til að taka sér launað frí frá vinnu vegna barneigna. Núna á það víst eitthvað að breytast og karlmenn fái líka barneignafrí sem er algjört bull og vit- leysa að mínu mati.... ...Ég held líka að enginn þoli svona juss- ur sem þola ekki að konur vilji líta vel út... Ef konur vilja ganga í brjóstahöld- urum þá er það vegna þess að aðrir láta þær vilja það... Úr blöðum frá áttunda áratugnum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ræðir jafnrétti „...Jafnrétti er hið versta tískuorð og notað í áróðursskyni", sagði Einar Mathiesen, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði á bæjarstjórnarfundi í Firðinum á þriðjudaginn var. Arni Gunnlaugsson (Félag óháðra, styður Sjálfstæðisflokk- inn) taldi að málefnum barna væri vel sinnt og þar fyrir utan þjónaði það engum tilgangi að konur væru að vinna utan heimilis, nema þá þeim einum að safna sér peningum fyrir luxus, svo sem Mæjorkaferðum. Stefán Jónsson (ihald og forseti bæjarstjórnar) vildi kenna dagheimilum að nokkru leyti um þá upplausn sem hann taldi ríkja í þjóðfélaginu. „Dagheimili er tískufyrirbæri," sagði Stefán og fullyrti að fólk sem hefur sérmenntun í störfum á barnaheimilum vissi ekki meira um barnauppeldi en hann sjálfur, sem hefði lifað í 60-70 ár. Meirihlutinn taldi og að kröfur um dagheimili væru lítil- lækkun á starfi konunnar inni á heimilunum. „Ég þekki margar konur sem eru á móti þessu tali um jafnrétti," sagði Einar kaupmaður Mathiesen. -Þjóöviljinn, 8. nóvember 1974 Hvaö hafa heimspekingar sagt um eðli kvenna? Kenning Aristótelesar um líffræðilegan kynjamismun hefur verið skilgreind sem „eins-kyns kenning". Aristóteles gengur út frá einu kyni. Hið eina og eiginlega kyn er karlkyn og hann leiðir kvenkyn af því •Konan er samkvæmt kenningu Aristótelesar frávik frá hinu eina og upprunalega karlkyni. Hann skrifar: „Okkur ber að líta á konuna sem hún væri vanskapnaður sem kemur þó engu að síður upp við náttúrulegar aðstæður." Þessi „vanskapnaður er náttúrulegur vegna þess að náttúran krefst hans til viöhalds mannkyns. •Eina ástæðan fyrir tilvist konunnar er semsé að hún er „ill nauðsyn" til við- halds mannkyni. • Konan, segir Aristóteles, er „ófrjór karl". Konuna skortir eitthvað sem karlinn hefur, karlinn er heill, konan hálfgildingur. Konur eru I kenningum Rousseaus og Hegels einnig skilgreindar út frá líf- fræði sinni, sínu náttúrulega hlutverki. • Konur eru tilfinningastýrðari og lík- amlega skilyrtari en karlar. Það ber að athuga að tilfinningasemi kvenna er talin mjög neikvæð, beinlínis vara- söm. • Vegna þess að konur eru tilfinninga- verur er þeim ekki treystandi fyrir pólitískum embættum. Rousseau fullyrðir að I Ijósi þess að konur eru náttúrulegri og tilfinninga- legri en karlar séu þær gæddar hag- nýtri skynsemi sem nýtist þeim í búsýs- lu, barnauppeldi, og til að halda karlin- um ánægðum. • Konan á bæði að vera dygöug hús- freyja og tælandi eiginkona. • Konan getur verið fyndin og skemmtileg, klók og jafnvel slóttug. • Ef konan fær að nota skynsemi sína verður hún öðrum byrði og hún gerir sig að karli. Hegel lýsir hinum „náttúrulega" mis- mun kynjanna með eftirfarandi hætti: „Hið raunverulega, eiginlega líf karlsins er á hinum opinbera vettvangi ríkisins, í vísindum og þess háttar , og enn fremur í glímu við og vinnu með um- hverfi sitt og við sjálfan sig." „Hið eig- inlega hlutverk konunnar er aftur á móti innan fjölskyldunnar." Hegel bæt- ir síðan við að konur geti að vísu menntast, en þær eru ekki hæfar til að stunda „æðri vísindi, heimspeki og ákveðnar gerðir Iistsköpunar" sem krefjast færni til að hugsa samkvæmt almennum lögmálum. Hrafnhildur Georgsdóttir vann upp úr Kvennamegin eftir Sigriöi Þorgeirsdóttur.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.