Vera - 01.02.2002, Page 26

Vera - 01.02.2002, Page 26
María Hjálmtýsdóttir Femínistar og fyrirsætur ræða um f ö bre til ika n Nýlega átti ég stefnumót viö fjórar ungar konur á litlu kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur. Ég þekkti þær ekki persónulega en haföi beöiö þær um aö hitta mig til þess aö spjalla um þýðingu þess aö vera konur. Þær eiga þaö allar sameiginlegt aö vera ungar, kraftmiklar og skemmtilegar. Ásthildur Valtýsdóttir er 22 ára námskona og meðlimur í Bríeti, félagi ungra femínista, Díana Dúa Helgadóttir er 22 ára sölukona og fyrir- sæta, Elín Anna Steinarsdóttir er 18 ára nemi, fót- boltahetja og fyrirsæta og Hildur Fjóla Antonsdóttir er 26 ára námskona og Bríetarkona. Mér þótti hópurinn áhugaveröur þar sem fólk hefur oft myndaö sér fyrir- framgefnar skoðanir á femínistum og fyrirsætum en leitast ekki viö aö kynna sér hvað einstaklingarnir á bak við merkimiðana hafa um málið að segja. Þessar stúlkur höfðu ekki allar hist áöur en eftir nokkrar mín- útur og kakóbolla komust samræöurnar á fullt skrið. Myndir: Ernesto Ortiz Alvarez

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.