Vera - 01.02.2002, Qupperneq 29

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 29
Díana Dúa Hildur Fjóla Elín Anna Hildur Fjóla: Þaö er auðvitað frelsis- sviptandi fyrir konur sem hóp að þurfa að passa inni þessa stöðluðu hugmynd um feg- urð. Það er alltaf talað um að femínistar séu á móti stelpum sem taka þátt í fegurð- arsamkeppnum og svona en það er alveg kolrangt. Vandamálið er fyrirbæriö sjálft og það sem það stendur fyrir. Ekki einstakling- arnir. Við höfum einfaldlega gefið peninga- fólki vald til þess aö ákveða hvaö er fallegt og hvaö ekki. Ásthildur Já, með því aö taka þátt í þessu og finnast bara æðislegt þegar okkur er sagt hverjir eru fallegastir á íslandi og gleypa það hrátt og vilja svo helst líkjast þeim. En hvað um lýtaaðgerðir? Díana Dúa: Ég er mjög hlynnt þeim að vissu leyti. Mér finnst allt í lagi fyrir konur sem líður illa með sjálfar sig eftir barneign- ir og finnst þær hafa misst það sem þær höfðu þegar þær voru yngri, orðnar slapp- ari á hinum og þessum stöðum og svona, að fara í aögerðir. Aftur á móti finnst mér al- gjört rugl þegar ungar stelpur eru að fara í brjóstaaðgerðir og þessháttar. Ásthildur: En af hverju ætti konum að líða illa með sjálfar sig? Eru þær þá ekki einmitt að sækjast eftir að líkjast þessari fyrirmynd sem búin hefur verið til? Hildur Fjóla: Æskudýrkunin er orðin svolítið geggjuö. Ég skil ekki hvers vegna kvenlíkaminn má ekki líta út eins og eftir þrjú börn þegar hann hefur átt þrjú börn. Af hverju þarf aö fela það og reyna stans- laust að líta út fyrir að vera tvítugar? Hvað- an koma þessi skilaboð sem láta konum líða illa yfir því að líta út fyrir að vera fimmtug- ar þegar þær eru fimmtugar? Ásthildur Hvað er að því að eldast? Elín Anna: Mann langar bara alltaf til að líta vel út... Díana Dúa: Ég held að konur sem fara í svona aðgerðir séu bara að halda í það sem þær höfðu. Aö sjálfsögðu liður manni illa þegar allt er farið og brjóstin komin niöur á maga. Ef hægt er að laga vanliðanina er það bara frábært. En svo er aftur frábært ef einhverjum finnst allt í lagi að eldast. Hildur Fjóla: Þetta er allt menningar- lega tilbúin vanliðan. Ásthildur: Sama gamla pressan... Kvennabaráttan og femínisminn hafa verið að fjalla um þessa földu þætti sem enn við- halda ójafnvægi og mér finnst það vera mjög þörf umræða svo að fólk sé meðvitað um svona hluti. Hildur Fjóla: Breytingar gerast nefnilega ekki af sjálfu sér. Það eru margir sem vilja meina að jafnréttisbaráttan hafi einhvern- veginn bara gert sig sjálf og að hún muni bara halda áfram og að eftir 40 ár muni vera komið jafnrétti. Þaö er hinsvegar ekk- ert talað um fólkið sem vinnur höröum höndum við að koma þessu jafnrétti á. Díana Dúa: Mér finnst mjög jákvætt að ræða svona hluti. Fyrst þegar við settumst hérna og María spurði var ég svolítiö á þeirri skoðun að þetta væri ekkert mál. I rauninni væri allt í lagi og jafnrétti væri komið. En núna, eftir að ræða saman, sjáum við að við eigum heilmikið í land. Það er fullt af göll- um í samfélaginu sem þarf að laga. Hildur Fjóla: Feminisminn reynir aö gera fólk meövitað um þessa menningarlegu mótun sem við erum föst í og höfum verið að tala um. Máliö er að vera líka meðvituð um það hversu mikið þú kýst að taka þátt í henni, ef þú kýst það á annað borð, og hafa frelsi til þess að velja. Umhverfið veröur nefnilega svo sterílt ef fólk þarf allt að vera eins og þykir ekki fallegt vegna samfélags- lega ósamþykktra einkenna. Ásthildur: Staölaðar fegurðarímyndir útiloka alltof mikið af fallegum konum og körlum. Við eigum auðvitað að fíla fjöl- breytileikann. Þessi lokaorð Asthildar lýsa niðurstöðum umræðnanna vel. Við áttum skemmtilegan og fræðandi eftirmiðdag í hópi sem í upp- hafi hefði getað orðið mjög ósamstæður en varð athyglisverður, skemmtilegur og oftar en ekki sammála um þýðingu þess og tak- markanir að vera kona. o
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.