Vera - 01.02.2002, Síða 36

Vera - 01.02.2002, Síða 36
son nasisti á Akureyri, formaöur félags íslenskra þjóðernissinna og gaur frá blaðinu á Húsavík sem birti stuðnings- yfirlýsingu við nauðgarann þarna... og náttúrulega einn prestur líka. Hver er hugmyndafrœöin á bak viö tónlistina í hljómsveitinni þinni? XXX-Rottweiler hundar eru fyrstu rappararnir til að gefa út breiöskífu á íslensku en Sesar A kom reyndar fram um svipað leyti. En kjarni málsins er að ég hef rappað á íslensku í meira en tíu ár og er komin með hundleið á öllu svona Bronx-macho-keep-it-real kjaft- æði. Þaö sleppur kannski ef maður er frá New York en ég heillaðist alltaf af mun dýpri hlutum í amerísku rappi, svo sem Krs One, Public Enemy, Paris, o.s.frv. liði sem talaði um vandamálin og benti á leiðir út úr þeim. Mín stærstu „idol" voru líka rapparar á borð við /ce T og Beastie Boys sem réðust opinberlega gegn hommafóbíu. Rottweiler er ekkert hápólitískt heim- speki-rapp. Við erum íslendingar og endurspeglum íslenskan veruleika. Meira að segja óraunveruleikinn á plöt- unni okkar er íslenskur. Svo auðvitað skína okkar skoðanir i gegn. Liö sem hefur ekkert hlustað á plötuna okkar en langar að vera gáfaö hefur stundum vitnað í textana okkar sem dæmi um kvenfyrirlitningu og hommafóbíu. Við erum ekki með neina sérstaka kven- eða hommafyrirlitningu, við erum bara með fyrirlitningu á flestu. Konur og hommar sleppa nú bara alveg ágætlega miðað við aðra. Við förum meira að segja í hlutverk homma á nokkrum stöðum, textarnir í lögum eins og „Sönn íslensk sakamál" og „Við erum topp" eru dæmi um það. Þegar einhver reynir að rökstyðja homma- og kven- fyrirlitningu hjá okkur þá nefna þeir alltaf textabrot frá einhverjum gesta- röppurum, sérstaklega frá Seppa og öðrum sem gerast kannski sekir um þetta. Það eru hátt í tuttugu gesta- rapparar á plötunni og ef þeir hafa ein- hverja þörf fyrir að semja slíka texta þá er það ekki í mínum verkahring að rit- skoða það. Auk þess er það neikvæða sem kemur fram líka eitthvað sem fólk ætti að vita að er til staðar. Staðreynd- in er sú að kvenfyrirlitning og homma- fóbía fyrirfinnast í skoðunum ungs fólks í dag, því miður og með því að gefa út plötu sem inniheldur slíka texta þá erum við á engan hátt að afsaka eða ýta undir þær skoðanir. Textarnir okkar ganga mikið út á að gefa skít í það hvernig við eigum aö hegða okkur og sem hluta af því gerum við óspart grín af hinum svokölluðu „kip-it-ríl-röppur- um" sem virkilega sýna kven- og hommafyrirlitningu til að upphefja sjálfa sig. Textarnir okkar bera oft vott um fyrirlitningu en hún gengur jafnt yfir alla og þannig verður þetta fyndið, ekki meiðandi. Til dæmis er orðið hóra stundum notað en aldrei um kven- menn. Við notum það meira að segja Ef þaö heldur aö viö séum verri fyrirmynd en til dæmis sögu- hetjan úr Pocahontas, hann John Smith, sem var í aivörunni bæöi nauögari og moröingi, þá er þaö bara mál foreldranna. 36

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.