Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 37

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 37
aldrei nenna... að plokka píkuhór. Það viröist vera að fólk taki miklu frekar eftir því ef við setjum út á konur heldur en aðra. Sem er að vísu skiljanlegt á meðan það eru ekki konur til staðar sem sýna „karlfyrirlitn- ingu" í tónlist eins og algengt er í Bandaríkjunum. um okkur sjálfa. Þetta snýst líka mikið um mont og líkingar. Á einum stað seg- ist ég vera á toppnum eins og kvenna- deild Breiðabliks, enda eina liðið í Breiðablik sem virkilega getur eitthvað í íþróttum. Það er oft mikið sjálfshól í gangi, sérstaklega þegar maður er að skíta út aðra rappara. Það var mjög lít- ið að gerast I íslensku hiphoppi þegar við unnum Músíktilraunir 2000. Við erum bókstaflega búnir að snúa öllu á hvolf, búa til glænýja senu, íslenska senu. Örfáir eru mótfallnir þessum breytingum og eru mjög öfundsjúkir. Að sjálfsögðu svörum við fyrir okk- ur fullum hálsi á plötunni. Það getur oft verið gaman að „battla", hrekkja aðra rappara sem grenja sig í svefn yfir velgengni okkar. Það hefur verið venja lengi i hiphoppi að skiptast á skotum í rappi. En það er svo sem ekki neitt sem kom fyrst fram í rappi, til dæmis sömdu John Lennon og Paul MeCartney þvílíkt níð um hvorn annan á tímabili. Það virðist vera að fólk taki miklu frekar eftir því ef við setjum út á konur held- ur en aðra. Sem er að vísu skiljanlegt á meðan þaö eru ekki konur til staðar sem sýna „karlfyrirlitningu" í tónlist eins og algengt er í Bandaríkjunum. Annaö hvert R'n'B lag er árás á karl- menn fyrir að eiga engan pening eða búa hjá mömmu sinni og hvatning til kvenna að hirða allt af kallinum við skilnað o.s.frv. Þetta eru lög eins og t.d. No Serubs með 7IC, Independent Woman með Destiny's Child og Son of a Gun meö Janet Jackson og Miss Elliott. Margar rapp-gellur eru líka að rífa þvilíkan kjaft, eins og Foxy Brown og Lil Kim. Ef við litum til þess sem er að ger- ast í hip-hopp-heiminum í Bandaríkj- unum, þá eru blökkumenn búnir að gera orðið „nigger" (negri) merkingar- laust og kalla hvern annan það hiklaust án þess að niðrandi merking búi þar að baki. Kvenkyns rapparar eru nú í aukn- urn mæli að setja út á karla, auk þess vinna þær markvisst að því að gera orð eins og „bitch" (tík) jafn merkingarlaus og „nigger", með því að nota það óspart. Lil Kim kallar sig alltaf Queen B sem stendur fyrir Queen Bitch. Miss Elliott er líka algjör snillingur. Hún passar ekki inn í neina fegurðarstaðla en er þungavigtarrmaður í tónlist og textagerð bæði fyrir sig og aðra. Hún kallar sjálfa sig oft bitch / tik. Gerirðu þér grein fyrir áhrifunum sem þú og hljómsveitin þin hafið á ungt fólk í dag? Hverskonar fyrirmyndir eruð þið? Við erum ekkert i þessum fyrirmynda- leik. Enginn af okkur er í eiturlyfjum, reykir eða lemur fólk. Við erum bara venjulegir strákar sem tala opinskátt um hluti sem eru allt í kringum okkur. Ég hef sagt það áður að fólk verður bara að ala börnin sín upp sjálft. Ef það heldur að við séum verri fyrirmynd en til dæmis söguhetjan úr Pocahontas, hann John Smith sem var í alvörunni bæði nauðgari og morðingi, þá er það bara mál foreldranna. Þau geta þá bara keypt handa börnunum einhver Disney Ijón. Við höfum aldrei gert út á börn, þótt að mikið af unglingum hafi gam- an af þvi sem við erum að gera. For- eldrar eiga bara að tala viö börnin sín og benda þeim á hvað er raunverulegt og hvað ekki. En fyrst þú ert svona jafnréttislega þenkjandi, finnst þér þá ekki að það œtti að koma fram í textunum þin- um? Það er aldrei að vita hvað maður gerir. Rímnaflæði er árleg rappkeppni sem ég og bróðir niinn hjálpuðum til við að koma á fót fyrir nokkrum árum. Það eru yfirleitt kringum 20 keppendur, hundruðir áhorfenda og margir koma sér auöveldlega á framfæri í kjölfarið á sigri í þessarri keppni. Núna seinast vann stelpa sem heitir Freydís. Hún er víst helv... góður rappari og þar að auki i einhverjuni feminiskum pælingum. Við erum margir til í að styðja við það sem hún er að gera. Þetta er bara eins og Kvennalistinn, það er enginn sem „presenterar" konur betur en konur. Svo i staðinn fyrir að við gaurarnir séum að rembast eitthvað við það þá látum við bara stelpur um þaö. Þær eru hvort sem er fagmenn í því að vera konur. Eitthvað að lokum? Ég mæli með því að fólk kaupi plötuna okkar og hlusti sjálft á textana, í réttu samhengi. Auk þess er það neikvæða sem kemur fram líka eitthvað sem fólk ætti að vita að er til staðar. Staðreyndin er sú aö kvenfyrirlitning og hommafóbía fyrirfinnast í skoðunum ungs fólks í dag, því miöur... 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.