Vera - 01.02.2002, Qupperneq 56

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 56
ROSARIO ROBLES konan sem breytti Mexíkóborg Á strætum Mexíkóborgar segir fólk að Rosario Robles sé tiene muchos casones, sem í beinni þýðingu kann að virðast fremur dónalegt, eða að hún sé „í stórum nærbuxum." En lýsingin á sannarlega við fyrstu kon- una sem gegnt hefur embætti borgarstjóra í þessari níu milljón manna borg. Þegar litið er á afrekalista hennar kemur glögglega í Ijós hvers vegna þetta orðtak, sem yfirleitt er notað um dugmikla karla, á við þessa einstöku konu. Robles tók við borgarstjóraembættinu af Cuaut- hémoc Cárdenas árið 1999, þegar hann sagði af sér á miðju kjörtíma- bili til að bjóða sig fram til forseta. Á fimmtán mánaða setu í embætti (vegna kosningalaga í Mexíkó varð hún að láta af störfum þegar kjör- tímabil Cárdenas var útrunnið) setti hún jafnréttismál efst á pólitísk- an forgangslista og tók ótrauð á umdeildum málum svo sem fóstureyð- ingum, heilsugæslu fyrir konur, kynferðislegri mismunun og ofbeldi. I bandaríska tímaritinu Ms í febrú- ar/mars árið 2001, aðeins tveimur mánuðum áður en Robles lét af emb- ætti, kemur fram að heima fyrir naut hún stöðugt vinsælda 60% kjósenda, eða 11% fleiri en Cárdenas þegar vin- sældir hans voru mestar, og skiptist það nokkuð jafnt milii kynja. Konur dáðu hana vegna þess að hún gætti velferð- ar þeirra og karlar vegna þess að hún tókst óhrædd á við þá og stóð þeim fyllilega á sporði. Á embættisferli sín- um gerði Robles róttækar breytingar til hins betra á lögum er snerta málefni kvenna og virti aö vettugi gamalgróið karlaveldi stjórnmálanna. Fyrsta emb- ættisverk hennar var að undirrita lög sem heimiluöu að sekta fyrirtæki sem kröfðust þungunarprófs af konum sem komu í viðtal vegna ráðningar. Flún stóð fyrir gagngerri endurskoðun á iöngu úreltum lögum um borgararétt- indi, þannig að mismunun á grundvelli kyns, kynhneigðar, aldurs, kynþáttar og trúarbragða er nú með öllu ólögleg. „Fyrir okkur,” segir hún í viðtali við Ms, „var þetta stórt framfaraskref þar sem slík mismunun, sem var svo algeng í samfélaginu, er nú refsiverð." Hún kom líka á launajafnrétti meðal borgar- starfsmanna - nokkuö sem jafnvel hef- ur mætt harkalegum mótmælum í þró- aðri samfélögum. Kvenlögregluþjónar fengu til dæmis mun lægri laun en karlkyns kollegar þeirra, en það er nú liðin tíö. Heilbrigðismál kvenna voru sömuleiöis í brennidepli á embættis- tíma Robles. í Mexíkóborg er krabba- mein í legi og leghálsi ótrúlega algengt og í samvinnu við ýmis hlutlaus félaga- samtök kom Robles upp færanlegum stöðvum þar sem konum, aðallega í fá- tækari borgarhverfum, var boöið upp á ókeypis leghálsskoðun. Vegna þess, eins og hún sagði, að „þær deyja vegna þess að þær hafa ekki efni á að fara til kven- sjúkdómalæknis." Hún kom líka á strætisvagnaferðum úr miðborginni út í úthverfin um helgar, en þá hætta lestir aö ganga kl. eitt. Á meðan Robles sat í embætti kom hún á laggirnar vinnumarkaði til að aðstoða konur í at- vinnuleit, svo og Kvennastofnuninni (The Womens Institute), sem sam- anstendur af 22 miðstöðvum sem ann- ast heilsugæslu og þjónustu við konur og börn víðsvegar um borgina. Og vita- skuld hafa þessi afrek aflaö Robles margra aðdáenda. „Hún er fyrirmynd," segir stjórnmálafræðingurinn Denise Dresser, sem hefur sérhæft sig í málum er snerta Mexikó. „Sem kona hefur hún ákveðinn sveigjanleika og hún er víð- sýn, auk þess að vera föst fyrir og afar áræðin." Robles er fædd i Mexíkóborg, elsta dóttirin í sex barna hópi miðstéttarforeldra og tók á unga aldri að hafa áhuga á stjórnmálum. í grunnskóla tók hún þátt í ritgerðarsamkeppni þar sem spurt var: Langar þig að verða foreseti og ef svo er, hvers vegna? Svar hennar var: Að sjálfsögðu og ég myndi leiðrétta rang- lætiö í þjóðfélaginu og tryggja öllum jöfn réttindi. Robles fékk fyrstu verð- laun í samkeppninni og nú, nokkrum áratugum síðar, er þess kannski ekki langt að bíða að þessi draumur verði að veruleika. Dresser telur að Robles verði næsti forseti Mexíkó. „Hún er snjöll og afar sjóuð í stjórnmálum og hún er líka heiðarleg kona. Þetta gerir hana ósigr- andi." Og Dresser er ekki ein um þetta álit. „Fólk talar um Rosario sem næsta forseta," segir Maria Fernandez Ortega, 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.