Vera - 01.02.2002, Síða 66

Vera - 01.02.2002, Síða 66
Bára Magnúsdóttir Eg horfi reið um öxl Viðtal við Herdísi Helgadóttur Herdís Helgadóttir mannfræöingur fæddist í Reykjavík 15. maí 1929. Faðir hennar var hús- gagnasmiður og gekk í Kommúnistaflokkinn 1933. Hún ólst því upp við sífellda umræðu um þjóðfélagsmál og fór alltaf í kröfugöngu 1. maí. Hún var á Austurvelli þegar Natóslagurinn var. Hún giftist 1950 og eignaðist sex börn, var úti- vinnandi frá 1960. Gekk í Rauðsokkahreyfing- una, fór sextug í Háskóla íslands haustið 1989 og lauk mastersprófi vorið 2000. BÓKIN „Mastersritgeröin mín Konur i hersetnu landi. (Ísland á ár- unum 1940-1947) er undirstaða bókarinnar Úr fjötrum - is- lenskar konur og erlendur her sem kom út 2001. I bókinni fjalla ég um daglegt líf með heri tveggja stórvelda inni á gafli frá maí 1940 fram í apríl 1947. Ég var barn og unglingur á þessum árum og varð fyrir miklum áhrifum af öllum þeim skyndilegu og ótrúlegu breytingum sem urðu við komu hersins inn í þetta staðnaða, fátæka samfélag þar sem örbirgð hafði veriö hlutskipti margra um áratuga skeið. Hér varð bylting á efnahagslega sviðinu sem verkaði á allt annað. Það varð til ný þjóð sem reis upp úr eymd og fá- tækt kreppunnar og þorði að hafa skoðanir og krefjast mann- sæmandi lífs. í skólanum var okkur uppálagt að tala aldrei við hermenn eða þiggja af þeim sælgæti. Við áttum að forðast þá eins og heitan eldinn. En þaö var hægara sagt en gert því þeir voru í hrönnum í strætó, fylltu allar götur, búðir og bíó og stór kampur var rétt við skólann í Laugarnesinu. Þá bjuggu 38.000 manns í Reykjavík, þar af 10.000 undir 15 ára aldri, og allt að 18-19 þúsund hermenn sem ekkert var hægt aö forðast. Þetta voru í raun fáránleg fyrirmæli. Fljótlega var farið að segja að þær konur sem sáust með hermönnum væru í 'ástandinu' - það orð er skammaryrði í mínum huga. Hið svokallaða ástand var tilbúningur úr ráða- mönnum sem fannst þeir vera að missa sjálfsögö yfirráð sín yfir konum. Þeir sáu fyrir sér útrýmingu þjóðarinnar ef flest- ar ungar konur yrðu ástfangnar af hermönnum og flyttu úr landi. Karlmenn og unglingspiltar gerðu aðsúg að konum sem voru meö hermönnum jafnt um hábjartan dag sem á kvöld- in. Þeir tuskuðu þær til, kölluðu þær mellur og hórur, hrintu þeim á milli sín og hótuðu jafnvel að raka af þeim hárið svo allir sæju hvers konar svikarar þær væru. Ég varð vitni að slíkri árás á götunni heima. Þetta var í hádeginu þegar allir voru á leið heim í mat og stúlkan sem ráðist var á var trúlof- uö breskum liðsforingja. Þá rann upp fyrir mér ellefu ára telpunni að ekki væri allt meö felldu. Mér fannst mjög órétt- látt að karlmenn gátu valsað um allt með hermönnum en ráðist var með ofbeldi á þær konur sem eitthvað komu ná- lægt þeim. Unglingsstrákar voru ráðnir í Bretavinnuna og skólastrákar sem eitthvað kunnu í ensku uröu túlkar hjá 66

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.