Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 3

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 3
/ LEIÐARI + Hæstiréttur fyrir að staðfesta rétt Reykjavikurborgar til að setja bann við einkadansi í lögreglusamþykkt sína. Nú þarf Alþingi líka að leggja sitt af mörkum til að innflutningi á nektardönsurum verði hætt og breyta lögum um starfsemi næturklúbba. Auglýsingaherferð V-dagsins þar sem athygli er vakin á vinanauðgun. Með sterkum mynd- um er m.a. þessi texti: „Hefur þú rétta mynd af nauðgurum? Þrír af hverjum fjórum nauðgurum eru vinir eða kunningjar.... Ert þú vinur í raun?" Femínistinn Póstlisti sem Rannsóknastofa í kvennafræðum kom af stað og heldur uppi umræðum um málefni út frá femínísku sjónar- horni. Til að skrá sig á póstlistann er hægt að senda nafn sitt á netfangið: fem@hi.is djamm.is Netsíða sem gefur sig út fyrir að upplýsa fólk um það sem er að gerast á „djamminu" en mest áhersla er lögð á myndir sem sýna ungar stúlkur í niðurlægjandi aðstæðum. Myndirnar af biautbolaþvottinum á bónstöðinni Stjörnubóni eru gott dæmi um það, (sjá .... ha? bls. 74). Erótískar nuddstofur sem eru farnar að spretta upp og bjóða svipaða þjónustu og fram fór í einkadansklefunum. Á meðan karlar eru til i að borga fyrir kynlífsþjónustu virðist þeirri eftirspurn vera sinnt °9 nýr markaður opnast þegar annar lokast. Strætó bs. fyrir að hætta akstri næturvagna um helgar. Hugmyndin á bak við næturaksturinn var m.a. að auðvelda ungu fólki að komast heim til sín á ódýran hátt og einnig að reyna að koma 1 veg fyrir þá hættu sem getur skapast þegar ungar konur húkka sér far með mönnum sem hafa annað í huga en að keyra þær heim, eins og dæmin sanna. Konur sem tilraunadýr „Mér finnst að konur á mínum aldri hafi verið notaðar sem tilraunadýr, bæði hvað varðar p-pilluna, horm- ónapillurnar og lyfið tamoxifen sem konum er gefið eftir að þær hafa fengið brjóstakrabbamein. Ég notaði pilluna ekki mikið, hún fór ekki vel í mig svo ég fann aðrar leiðir. Mér er sagt að pillan sem konum var gefin upp úr 1970 myndi ekki vera gefin svínum í dag." Þessi orð eru tekin úr einu af viðtölum okkar við konu sem tók hormónalyf í sjö ár en greindist þá með brjóstakrabbamein sem læknar telja líklegt að hafi or- sakast af neyslu hormónanna. Bandaríska rannsóknin sem birtist í sumar leiddi einmitt í Ijós að við neyslu sam- settra hormóna aukast líkur á því að konur fái brjóstakrabbamein um 26%. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar voru kunngerðar hafði milljónum kvenna ver- ið ráðlagt að neyta hormóna til að verjast einkennum breytingaskeiðsins. Þær áttu að bæta sér upp þann skort sem minnkandi framleiðsla östrógens var talin valda lík- amanum og lyfjaframleiðendur möluðu gull. Nú, þegar þessi tegund lyfja hefur verið rannsökuð vakna margar konur upp við vondan draum. Það er ekki skrýtið þótt viðmælandi okkar líki sér og jafnöldrum sínum við til- raunadýr - hvað annað er hægt að kalla þetta? Það er skrýtin tilhneiging lyfjaframleiðenda og læknastéttarinnar að leggja líkama kvenna aftur og aftur undir tilraunastarfsemi af þessu tagi. Þannig var það með getnaðarvarnapilluna á sjöunda og áttunda áratugnum og síðan hormónapilluna sem konur um allan hinn vest- ræna heim hafa neytt í áraraðir. Oft var það orðað á blómaskeiði kvennahreyfingarinnar að karlmenn ættu að taka á sig hluta af þeirri byrði sem fylgir getnaðarvörnum, t.d. í pilluformi. En sú pilla var aldrei framleidd. Ekki hefur heldur heyrst að framleidd hafi verið pilla til að bæta körlum upp þá breytingu sem verður á líkama þeirra um miðjan aldur, alveg eins og líkama kvenna. Nei, líkami þeirra hefur aldrei verið talinn tilraunadýr - það var ekki fyrr en stinningarlyfið var fundið upp sem þeir voru til í að fórna sér, enda til mikils að vinna að þeirra mati. Hér á landi jókst neysla hormónalyfja úr 13% í 50 % á tíu árum. Það er því mikill fjöldi íslenskra kvenna sem þarf að íhuga vel þær niðurstöður sem vísindamenn hafa komist að varðandi óæskileg áhrif þess lyfs sem þær hafa tekið í góðri trú á hverjum morgni árum saman. En það er aldrei of seint að breyta um lífsstíl og taka málin í sínar hendur. Um það snýst kvennabaráttan. vera / leiðari / 1. tbl. / 2003 / 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.