Vera


Vera - 01.02.2003, Page 70

Vera - 01.02.2003, Page 70
/BRÍET FÉLAG UNGRA FEMÍNISTA Betri helmingur Bríetanna Það kemur mörgum á óvart að sumir strákar leggja það á sig að vera í föstu sambandi við femínista. í ógleymdu sjónvarpsviðtali þegar Dóra Takefusa komst að því að við í Bríet ættum kærasta og værum jafnvel í sambúð með þeim, leit hún stórum augum á okkur og spurði: „Hvernig er það eiginlega?!!!" Við vissum ekki alveg hvernig ætti að svara þessu en eftir á að hyggja er þetta spurning sem við höfum fengið beint og óbeint síðan við gengum í Bríet. Til að svala forvitni þessa fólks ákváðum við einfaldlega að beina spjótunum að nokkrum af þessum fórnfúsu strákum Myndiruremkasöfnum og spyrja þá spjörunum úr. Hver er eiginlega betri helmingur Bríetanna? 4» Peter Clark Hjúskaparstaða: í föstu sambandi. Menntun: Engin. Starf: Lager starfsmaður. Drekkur þú bjór og horfir á íþróttir samtímis? Auðvitað. Rakar þú á þér bringuhárin? Nei, þau eru bæði ánægð þar sem þau eru. Uppáhalds kvenskörungur: Mér finnst í raun erfitt að finna einhverjar þjóðþekktar manneskjur. Ég dáist frekar að fólki sem ég hef þekkt, fólki sem berst eigin bar- áttu í einrúmi og nær því ekki augum al- mennings. Ég kann við það vegna þess að það berst á eigin forsendum og er ekki að leita eftir viðurkenningu ann- arra eða viðbrögðum. Það eru samt nokkrar frægar sem ég kann að nefna. Það er grínisti í Bretlandi sem heitir Jo Brand, hún er fyrrverandi geðhjúkrun- arkona (eins og ég), femínisti (eins og ég), vinstrisinnuð (eins og ég) og mjög fyndin (ehmm..). Kannski líka Virginia Woolf fyrir A Room of Ones Own. Hvað erjafnrétti? Er það ekki skrítið að við Iifum í veröld sem leyfir okkur ekki að kalla svart fólk niggara, Inúíta eskimóa, en við megum opinberlega kalla konur Bitch (þ.a.l. hund)? Ég get farið á bar og barið aðra manneskju og lent í fangelsi en ef ég sit heima og ber konuna mína mun lögreglan ekki vilja skipta sér af, því það er inni á heimilinu! Ég get feng- ið mér nýtt starf og verið nokkuð viss um að fá hærri laun en kona sem gerir nákvæmlega það sama. Janfrétti kynj- anna er að hafa sömu réttindi, ekki meiri og ekki rninni, heldur þau sömu. Það eru grundvallarmannréttindi. Finnur þú fyrir fordómum gagnvart femínisma? Eiginlega. Fólk er kannski frekar hissa. Á Islandi höfum við farið aðeins lengra en að halda að allir femínistar séu flat- brjósta/feitar/lesbíur eða bara ljótar. Það er gaman að sjá viðbrögð fólks þegar það heyrir að ég, sem karlmaður, er líka femínisti. Það er næstum eins og það megi ekki. Það sem mér finnst samt á- hugavert er að flestir karlmenn vita ekki hvað það er, það er eins og þeir haldi að konur séu að reyna að taka yfir heiminn. I-IIuti af fordómunum er misskilningur á þeim málefnum sem femínismi er að reyna að koma til skila, af því við tölum ekki með einni rödd. Það er ekki einn femínistahópur sem segir sama hlutinn, það eru margar raddir fyrir mörg vandamál. Hvervaskarupp? Enginn, íbúðin er í rusli. Pl Freyr Eyjólfsson Hjúskaparstaða: Einkvænisvera Menntun: BA í mannfræði og nám í kennsluréttindum við Háskóla íslands. Starf: Tónlistarmaður og dagskrárgerð- armaður á Rás 2 . Hvað er jafnrétti? Þetta er nú svo borð- liggjandi orð að það hlýtur að útskýra sig sjálft! Drekkur þú bjór og horfir á íþróttir samtímis? Já! Uppáhalds kvenskörungur ? Mamma. Rakar þú á þér bringuhárin? Hefur gerst þeg- ar ég fór einu sinni fullur í bað. Finnur þú fyrir fordómum gagnvart femínisma? Ekkert í samanburði við það hvað for- dómar rnínir verða fyrir barðinu á femínisma. Hvervaskarupp? Sá sem eldar ekki - það er viðmiðunarreglan. 70 / bríet/ 1. tbl./2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.