Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 15

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 15
/ KARLVERAN „Mér er ekkert sérstaklega vel við orðið femínismi af því að mér finnst eins og þá sé verið að tileinka það eingöngu konum. Mér finnst femínismi fyrst og fremst fjalla um það að konur og karlar séu jöfn að öllu leyti, að öll tilvera kvenna og karla sé sú sama. Þau eiga að sinna í sameiningu öllum störfum, uppeldinu, heim- ilinu og afla tekna. Ég vil ekki tengja orðið femínismi kvennabar- áttu eða kvenréttindabaráttu, ég vil frekar tengja það almennu jafnrétti." Þann 17. janúar síðastliðinn hélt Friðbert fyrirlestur á ráð- stefnu sem Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum stóð fyr- ir. Af því tilefni spurði ég Friðbert af hverju það sé nauðsynlegt að hafa jafnan hlut kynja i stjórnmálum. „Mitt álit er það að okkur vantar þessa hugsun sem konur hafa oft. Þær fara varkárar i hlutina en ekki með þeim bægsla- gangi sem stundum einkennir karlana. Ég er alveg viss um að ef stundum væri notuð hugsun kvenna þegar verið er að meta ýmsa hluti í fjárfestingum og annað, færum við ekki út í eitthvað sem hefur skilað okkur litlum eða engum árangri í gegnum tíð- ina. Það er náttúrulega staðreynd að konur hugsa meira um göngu vegna þess að þær eru konur. En þá má kannski hugsa hve stór hluti karla sem núna er í stjórnunarstörfum hefur einmitt fengið embætti sín vegna þess eins að þeir eru karlar. Af því að það voru karlar sem völdu þá til starfa og horfðu aldrei út fyrir þennan karlahóp." Glerþak karlaveldisins Nú halda margir þvi fram að konur sem og menn eigi að komast áfram á eigin verðleikum en ekki í gegnum einhvern kvóta. „Ég er alveg sammála því að þannig eigi það að vera en ég held bara að þetta þak sem konurnar reka sig upp undir sé strax á fyrstu hæð. Það er svo sterkt veldi karla sem lokar leiðinni upp á toppinn og þar af leiðandi geta margar konur, sem hafa meiri verðleika og meiri getu en karlarnir, ekki komið skoðunum sínum á framfæri. En auðvitað á það að vera þannig að við veljum alltaf hæfasta einstaklinginn til þess að vinna tiltekið starf." Um 70% félaga Sambands íslenskra bankamanna eru konur en eins og áður kom fram er Friðbert, sem vitanlega er karlmað- ur, formaður sambandsins. Er ég spurði um þetta kimir Friðbert, ÉG ER ALVEG VISS UM AÐ EF STUNDUM VÆRI NOTUÐ HUGSUN KVENNA ÞEGAR VERIÐ ER AÐ META ÝMSA HLUTI í FJÁRFESTINGUM OG ANNAÐ, FÆRUM VIÐ EKKI ÚT í EITTHVAÐ SEM HEFUR SKILAÐ OKKUR LITLUM EÐA ENGUM ÁRANGRI í GEGNUM TÍÐINA. mýkri málin og mannlegu hliðina meðan karlarnir hugsa ein- 9öngu um hagnað og gróða. Almennt séð held ég að það þurfi líka að blanda aldurshópum og mismunandi landssvæðum. Jafn- tétti á við um allar mögulegar breytur." Löggjöfin er besta leiðin Hvað getur aukið hlut kvenna í stjórnmálum? „Það hefur mikið verið rætt um að hafa einhvers konar fléttulista þar sem stjórnmálaflokkarnir ákveða sjálfir að hafa jafnt kynja- hlutfall. En það eru samt engin ákvæði um að svo skuli vera. Stjórnmálaflokkarnir verða að taka það upp hjá sjálfum sér að hafa fléttulista þar sem annað kynið skipar að minnsta kosti 40% sæta inn á Alþingi. Jafnréttisumræðan virðist ekki ná nema þeim árangri að um 25% kvenna fái sæti á Alþingi og svo förum við aldrei yfir það. Á Norðurlöndunum eru settir fléttulistar og þeim fy'gt betur eftir og þar eru konur 40-50% af fulltrúum í sveitar- stjórnum og á Alþingi. Eftir því sem ég skoða þetta betur þá tel ég að það þurfi meiri og sterkari lög sem kveða á um jafnrétti. Ég er því einn af þeim sem hreinlega held að ef við ætlum að reyna að breyta þessu enn frekar þá þurfum við að taka upp einhvers konar kvóta." Friðbert er í stjórn starfsmanna fjármálafyrirtækja á Norður- 'öndunum og segir að þar sé almennt niðurstaðan að það sé ekki hægt að koma á jafnréttti nema i gegnum lög. Enn fremur segir hann: „Það er staðreynd að karlarnir eru alls staðar í efstu lögum 1 stjórnum allra fyrirtækja, ekki síst á Islandi. Konur eru mjög sjaldséðar í stjórnum hlutafélaga á íslandi." Getur lagasetning um jafnan hlut kynja í stjórnmálum valdið togstreitu? „Ég er alveg viss um að það gæti verið notað gegn konum til að byrja með að þær hafi fengið tiltekna stöðu ein- rétt eins og hann hafi fengið þessa spurningu ótal sinnum. „Fyrst og fremst er þetta félag sem berst fyrir launum. Ég er á því að karlar geti ekkert síður en konur barist fyrir hönd kvenna og ég held að ég hafi sýnt það vegna þess að við höfum komið ýmsu á hér, til að mynda styrktarsjóði og menntunarsjóði. Menntunar- sjóður er mikilvægur vegna þess að stór hluti þeirra sem er með litla menntun, það er minna en stúdentspróf, eru konur sem vinna í þessum almennu þjónustustörfum í útibúum banka. Ég hef verið mikill talsmaður þess að hvetja alla til að fara í nám og sækja sér eins mikla menntun og þeir mögulega geta, með að- stoð fyrirtækisins. Einnig erum við með jafnréttisáætlanir í öllum bönkum og hvetjum mjög til þess að eftir þeim sé gengið. Ég verð að viðurkenna að ég er líka mjög harður talsmaður þess að ekki sé komið illa fram við konur sem eru komnaryfirfimmtugt. Ég tel það lýsa siðferði sem er fyrir neðan allt velsæmi að þetta fólk passi ekki lengur i vinnu vegna hugsanlegra breytinga hjá fyrir- tækinu, einstaklingar sem hafa unnið þar rjómann af sinni starfsævi og nýst fyrirtækinu vel alla tið. Þegar verið er að hugleiða uppsagnir á eldra fólki þá hafa það verið konur í 90% tilvika." Að endingu spurði ég Friðbert hvort það væri jafnrétti á (s- landi. Án mikillar umhugsunar svarar hann blákalt nei. „Þrátt fyrir þessa baráttu undanfarin ár þá finnst mér ekki hafa tekist til sem skyldi. Baráttan hefur of mikið verið rekin sem einhverjir árekstrar milli kynjanna, að það ætti að gera karlinn mýkri og konuna harðari. Ég held að það hafi ekki alveg verið rétt aðferð. Ég tel að mörgu leyti, þó að það sé enn launamunur kynj- anna, að þá sé það samt sá staður sem við höfum náð einna skástum árangri. Það eru þó allavega lög um það að konur og karlar skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu." X vera / karlveran / 1. tbl. / 2003 / 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.