Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 68

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 68
/JAFNRÉTTI Aðeins 26% fyrirtækja »með jafnréttisáætlun, samkvæmt könnun nemenda Viðskiptaháskólans á Bifröst María Ágústsdóttir, nemi íviðskiptalögfraeði á Bifröst Lög nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, voru samin upp úr eldri lögum sem báru sama nafn. Var þetta gert í samræmi við þá vakningu sem orðin var í þjóðfélaginu þess efnis að jafnréttismál voru ekki lengur einkamál kvenna. 2. mgr. 13. gr. laganna kom alveg ný inn en hún er: „Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnrétt- isáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni." Þessi grein hefur vakið upp mismunandi skoðanir meðal launþega og fyrirtækja. Má meðal annars benda á að Samtök atvinnulífsins komu sérstaklega inn á þessa grein í umfjöllun sinni um frumvarpið áður en lögin voru samþykkt á Alþingi. Við, nokkrir nemendur við Viðskiptaháskólann Bifröst, höfðum áhuga á að vita hvort fyrirtæki væru byrjuð að fara eftir þessari lagagrein og búin að koma sér upp jafnréttisáætlun eða væru með jafnréttiskafla í starfsmannastefnu sinni. Á vormisseri 2002 gerðum við könnun þar sem athuguð var staðan hjá 100 veltu- stærstu fyrirtækjum landsins og var farið eftir lista þeim sem Frjáls Verslun birtir árlega. Send var út spurningakönnun til fyrir- tækjanna á listanum. Spurningalistinn innihélt spurningar varðandi starfsmanna- fjölda, kynjahlutfall í stjórnunarstöðum og meðal almennra starfsmanna og hvort starfandi væri starfsmannastjóri í fyrirtæk- inu eða ekki. Var síðastnefnda spurningin höfð með þar sem skýrsluhöfundar höfðu mikinn áhuga á að vita hvort starfs- mannastjóri hefði áhrif á hvort jafnréttisáætlun eða jafnréttis- stefna væri í fyrirtækinu. Kom i Ijós að meðal þeirra fyrirtækja sem ekki höfðu sérstakan starfsmannastjóra voru einungis 5% komin með jafnréttisáætlun en hjá 38% fyrirtækja með starfs- mannastjóra var jafnréttisáætlunin orðin virk. Þess ber þó að geta að af þeim 100 fyrirtækjum sem spurningalistinn var sendur til svöruðu 61 % og voru einungis 26% þeirra komin með jafnrétt- isáætlun. 57% fyrirtækjanna sem ekki voru með jafnréttisáætlun sögðu hana vera í bígerð. Starfsmannastjóri skiptir máli Við skoðun á fyrirtækjunum kom í Ijós að meðal flestra þeirra var töluverður kynjamunur á meðal almennra starfsmanna og stjórnenda. Hjá 37,70% fyrirtækja voru karlmenn 2/3 allra starfs- manna en þegar það er borið saman við hlutföll karlmanna í stjómunarstöðum sést að hlutföllin hafa breyst töluvert. Ef ein- göngu kynjahlutfall stjórnenda fyrirtækjanna er skoðað kemur i Ijós að hjá 55.74% þeirra eru karlmenn í stjómendastöðum að 2/3 hlutum. Þetta segir okkur að karlmenn eru líklegri til að vera í stjórnendastöðum heldur en kvenfólk. Á þessari mynd sést munur á milli fyrirtæja án starfsmannastjóra og með starfsmannastjóra og hlutföllin á milli þess að vera með jafnréttisá- ætlun í bígerð eða ekki. Sú niðurstaða sem kom okkur mest á óvart var hversu mikill munur var á milli fyrirtækja sem voru með starfsmannastjóra og voru með jafnréttisáætlun í bígerð og þeirra sem ekki voru með jafnréttisáætlun. Höfundar gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að alhæfa út frá þeim niðurstöðum sem fram koma í skýrslunni en telja að hún gefi samt hugmynd um raunverulega stöðu jafnréttisáætlana hjá fyrirtækjum í landinu. Var hægt að skilja það í samtölum við for- svarsmenn fyrirtækja sem og á forsvarsmönnum Samtaka at- vinnulífsins að mörgum þótti 2. mgr. 13.gr. laganna óþörf. Það er ekki okkar að dæma um hvort svo sé en af niðurstöðum okkar að dæma er mikið verkóunnið í málefnum jafnréttis innan fyrirtækj- anna í landinu. Þessi stutta yfirferð er engan vegin tæmandi um niðurstöður könnunar okkar. Að okkar mati eru jafnréttismál innan fyrirtækja að miklu leyti ókannaður völlur sem þarf að beina athyglinni meira að. Ef áhugi er á að fá eintak af skýrslunni eða fá nánari upplýs- ingar er það hægt með þvi að senda póst á mariaa@bifrost.is X María Ágústsdóttir (lengst t.v.) ásamt hinum skýrsluhöfundunum, Pétri A. Maack, Jóni Svan Sverrissyni, Hermanni Sigurðssyni og Óiöfu Ingu Sigurbjarts- dóttur nemum á 2. ári í viðskiptadeild. 68 / jafnréttisáætlun / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.