Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 17
4' » í júlí sl. var greint frá niðurstöðum viðamikillar bandarískrar rannsóknar á áhrifum samfelldrar samsettar hormónameðferðará heilsu kvenna þar sem í Ijós kom að hormónar stór- auka hættu á hjarta- og æðasjúkdóm- um, brjóstakrabbameini og heilaáföll- um en það eru einmitt sjúkdómar sem konum hafði verið talin trú um að hormónalyfin gætu unnið gegn. í kjölfar þessara niðurstaðna sendi Landlæknisembættið út viðvörun þar senr konum sem eru á hormónameðferð til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúk- dóma eða beinþynningu er ráðlagt að hætta við það þar sem niðurstaða rann- sóknarinnar bendir til þess að hormóna- meðferð geti haft gagnstæð áhrif. Einnig er bent á að hætta á brjóstakrabbameini og blóðtappa í lungum og fótum geti aukist. Konurn sem notað hafa hormóna til að fyrirbyggja beinþynningu er ráð- lagt að ræða við lækni sinn og bent á aðrar aðferðir til að fyrirbyggja bein- þynningu, eins og hreyfmgu og hollt mataræði. Landlæknisembættið beinir þeim tilmælum einnig til kvenna sem þjást af breytingaskeiðseinkennum, eins og hita- og svitakófum þar sem vitað er að samsett hormónameðferð verkar vel, að ræða við lækni um kosti og galla meðferðar og að miða við skammtíma- notkun hormóna, þ.e. eitt ár eða skemur. Þetta eru mikil og ógnvænleg tíðindi fyrir konur og vitað að margar hrukku við og hættu að taka hormónalyfin sam- stundis. Umræðan hér á landi hefur samt ekki farið hátt, raunar hefur ótrú- lega lítið verið gert úr þessum niður- stöðum og á opinberum vettvangi hafa það aðallega verið karlmenn sem hafa tjáð sig um niðurstöðurnar, þeir hafa fjallað um líkama kvenna sem konur *ttu að vera betur fallnar til að gera. Að vera miðaldra kona er sjúkdómur Sjúkdómsvæðing er hugtak sem æ oftar l>er á góma og nær yfír þá tilhneigingu að gera alla að sjúklingum sem læknis- fiæðin og heilbrigðiskerfið eiga að hafa lausn fyrir. Lyfjaframleiðendur hafa nýtt sér þetta og bjóða lyf við aðskiljanleg- ustu vandamálum nútímafólks. Eitt þeirra eru tíðahvörf kvenna en horm- ónalyf eru talin hafa selst fyrir 100 til 200 milljónir króna á ári undanfarin ár. Yrnsar sögusagnir hafa gengið um óreytingaskeiðið og sú staðreynd að sumar konur finna fyrir slæmum ein- kennum þess hefur verið mögnuð upp. Því er hins vegar ekki mikið haldið á lofti að aðeins lítill hluti kvenna finnur fyrir þessum einkennum, langflestar konur fmna mjög lítið fyrir óþægindum við tíðahvörf. Að vera kona á miðjum aldri er þannig orðið að sjúkdómi sem lyf eru gefin við, jafnvel löngu áður en einkenni gera vart við sig. Og þarna er ekki eingöngu við lækna að sakast. Margar konur virðast trúa goðsögnum um hin hræðilegu áhrif tíðahvarfa og hafa farið fram á það við lækna að fá hormónalyf. Það er t.d. algengt að heyra konur á fimmtugsaldri segja frá því að í saumaklúbbnum þeirra sé mikið rætt um breytingaskeiðið og nauðsyn þess að taka hormóna til að verjast því, allar vinkonurnar séu komnar á slík lyf til að tryggja sig gegn þessum vágesti og því hafi þær ekki þorað annað. Ekki vilji þær verða viðþolslausar af hita- og svitakófum, með þurrk í leggöngum, að skreppa sama af beinþynningu, fá hjarta- og æðasjúkdóma o.s.frv. Til að halda í æskublómann og hægja á öldr- unareinkennunum, sem hljóti að fara að hellast yftr, borgi sig að fá pillur hjá lækninum og það virðist auðvelt mál. Samsett hormón óæskileg Saga hormónalyija nær aftur til milli- stríðsáranna en á sjöunda áratugnum varð sprengja í Bandaríkjunum á notkun östrogena við tíðahvörf. Það gerðist í kjölfar útkomu metsölubókarinnar Feminine forever eftir bandaríska kven- sjúkdómalækninn Robert Wilson sem sagði að tíðahvörf væru skortsjúkdómur sem væri hægt að lækna með hormóna- gjöf. Um áratug seinna, á árunum 1975 til 1976, kom hins vegar í ljós að ös- trogenmeðferð gæti valdið krabbameini í legbol og var hún eftir það einskorðuð við að lækna hita- og svitakóf og ein- kenni um þynningu slímhúðar í leggöngum. Rannsóknir héldu áfram og upp úr 1980 kornust læknar að því að samsett hormónalyf, þar sem pró- gesteróni er bætt við östrogenið, gæti haft fyrirbyggjandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu, ákveðn- um krabbameinum, kransæðastífu og heilablóðfalli. Nú hefur hins vegar kom- ið í ljós að samsett hormónalyf hafa alls ekki þessi fyrirbyggjandi áhrif heldur þveröfugt. Rangar fullyrðingar Bæklingar frá framleiðendum horm- ónalyfja með slíkum upplýsingum lágu til skamms tíma frammi á heilsugæslu- stöðvum hér á landi og eru þar hugsan- lega enn. Þeir voru oft einu upplýsing- arnar sem íslenskum konum stóðu til boða um áhrif hormónalyfja á líkama þeirra. Þar voru m.a. eftirfarandi full- yrðingar sem nú hefur komið í ljós að eru allar rangar. • Hormón hafa engin áhrif á blóðþrýst- inginn en hjarta og æðakerfi geta styrkst. • Að öllum líkindum er utmt að draga úr hœttu á kransæðastíflu og heilablóðfalli með hormónatöku. Hugsanlega má minnka hættuna um helming. • Á þessu æviskeiði konunnar er besta ráðið til að koma i vegfyrir beinþynningu að gefa henni kvenhormónin tvö. Álitið er að meðferðin verði að vara í a.m.k. sex ár og er talið að lengri meðferð, e. t. v. í 10 til 20 ár, hafi betri áhrif. • Áhrifin vara aðeins á meðan konan tek- ur inn horrrión. Ef hormónagjöf er stöðv- uð heldur beinþynningin áfiram með sama hraða og efkonan hefði aldrei tekið hormón. • Hormónataka eykur ekki hættu á blóð- tappa. Þvert á móti hafa rannsóknir leitt í Ijós að hormónataka að loknu breytingaskeiði dregur úr líkum á blóð- tappa. Vonandi hafa þessir bæklingar nú verið innkallaðir. Það er mikilvægt fyrir konur að vita hvernig þær eiga að takast á við eðlilegar breytingar líkamans við tíða- hvörf. Þá hljóta hlutlausari upplýsingar en þær sem lyfjaframleiðendur gefa út að skipta sköpum. vera / hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.