Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 53

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 53
* Aðeins heldur Guðrún áfram um bækur, segir Nothomb skemmtilegan höfund, á líku reki og okkur stöllur í þessu viðtali. Hún sé tæplega þrítug, belgísk, og skrifi litlar og fallegar sögur. Háfleygar en ekki tilgerðarlegar og þannig megi það gjarnan vera. Kannski er Guðrún svolítið svona sjálf, laus við tilgerð en einhversstaðar og stundum inni i höfðinu háfleyg. Víst er að hún hrifst af því sem er fallegt, hvort heldur orðum eða tónum. Við snúum aftur að leikhúsinu og Guðrún segir stefnu þar að hafa opið allflest kvöld, sem mest í gangi á öllum sviðum. Auk leiksýninga sé boðið upp á tónleika og málþing svo eitthvað sé nefnt. „Þá höfum við haldið úti öflugu barnastarfi árum saman, bjóðum hvern vetur níu og tíu ára nemendum í skólum borgar- innar og nágrannabyggða í heimsókn við vægu gjaldi. Þetta skipuleggjum við en reynum líka alltaf að bregðast við óskum úr skólunum um innlit í leikhúsið, formála að leiksýningum, spjalli á eftir sýningu eða annað sem við höfum að bjóða þeim. Verkefni sem mér er sérlega kært núna er stytt útgáfa á Píkusögum fyrir efstu bekki grunnskóla. Þetta var upphaflega hugmynd Halldóru Geirharðsdóttur, sem þótti leikritið eiga erindi í skólana vegna þess sem það getur sagt ungu fólki. Núna í febrúar var hugmynd- in reynd í Réttarholtsskóla, í samvinnu við kennara þar, V-dags- samtökin og (þrótta- og tómstundaráð. Þaðan kemur Dagbjört Ásbjörnsdóttir og kynnir verkið með frábærri umfjöllun um kyní- myndirog hefursvo umfjöllun í hverjum bekk eftir sýningu. Píku- sögur eiga að minu viti erindi af því þær hjálpa til að skilja þá hyl- dýpisgjá sem er milli tepruleysis og kláms. Sögurnar eru einstakt verkefni, ekki bara góð leiksýning, heldur miðill fyrir tímabæran boðskap. Grasrótarhreyfingin kennd við V-dag ber þetta með sér, en frumkvöðull hennar er Eve Ensler höfundur verksins. Nú er bara óskandi að við finnum leið til að heimsækja sem flesta skóla." Annað mál sem Guðrúnu er hjartfólgið, „kannski meira svona langtímaverkefni, er að búa betur í haginn fyrir íslenska höfunda. Sinna þeim og finna þeim stað inni í leikhúsinu. I fyrra stóð Borgarleikhúsið fyrir samkeppni um hugmyndir að stuttum leikverkum og þrjú ný verk, afrakstur keppninnar, verða sett upp í vor. I febrúar efndum við svo, ásamt (slenska dansflokknum, til samkeppni um dansleikverk og ég er spennt að sjá hvað kemur út úr henni." Meðganga leikverks - margir þræðir Guðrúnu þykir skipta miklu að hvetja fólk, til dæmis með keppni, dl þess að festa hugmyndir á blað, senda frá sér og fá kannski tækifæri til að þróa þær með listamönnum leikhússins. „Vitan- lega viljum við sjá góðar hugmyndir árið um kring, svona keppni eins og þær sem ég minntist á, er meira til að ýta við þeim sem kunna að leyna á sér." Á slðasta ári útbjó Guðrún leikgerð að Kryddlegnum hjörtum úsamt Hilmari Jónssyni leikstjóra og vann með Auði Bjarnadóttur danshöfundi að sýningunni Sölku Völku, sem dansflokkurinn frumsýndi við opnun Listahátíðar. Hún kemur, auk þess sem Þegar er nefnt, að æfingum á mörgum sýningum, kann þá að hafa haft afskipti af verki í upphafi og sjá það síðan mótaðra und- lr lokin. Svolitið eins og fæðingarhjúkka, sem þreifar eftir fóstri snemma á meðgöngu og hjálpar til aftur þegar barnið kemur. »Það er skemmtilegt að koma aftur fersk að leikriti, sjá hvernig sýning hefur orðið til og mega taka þátt í lokasprettinum, þegar ðllt smellur saman. Það var mjög gaman að vinna að söngleikn- um Sól og Mána, sem frumsýndur var i janúar, þar var verið að húa allt til; leikritið nýtt, tónlist Sálarinnar löguð að því, millispil °9 áhrifshljóð unnin, dans og leikur æfður; ótal þræðir sem komu saman í flottri sýningu. Þetta eru iðulega harðir sprettir, fólk vinn- ur náið saman í þann stutta tíma sem æfingar standa. Stundum litlir hópar, það er misjafnt, sem taka höndum saman i nokkrar vikur. Þetta er krefjandi vinna en líka gefandi - ansi hljómar þetta þvælt - en þannig er það bara. Vinna fólksins er fídus eða drif- kraftur hvers leikhúss, sálin býr í fólkinu og samspili þess og sá frægi galdur sem sagt er að felist i leiklistinni." Úr leikritinu Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur Áformin breyttust í bíó Guðrún ætlaði fyrst að lesa listasögu, innblásin af Auði Ólafsdótt- ur sem kenndi greinina við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég hóf þetta nám við Frjálsa háskólann i Brussel en þar voru ekki eins skemmtilegir kennarar og Auður svo ég hætti við þessa tilraun. Áhuginn var líkast til ekki nógur fyrst ég gat ekki án gamla kenn- arans verið. Næst fór ég í sagnfræði við sama skóla, tók nokkur próf og sat málstofur, sem mér þótti svolítið sniðugt því ég var næsta mállaus á frönsku þetta fyrsta ár úti. Fyrir algjöra tilviljun bauðst síðan seta í dómnefnd fjölþjóð- legrar en frönskumælandi kvikmyndahátíðar í belgísku borginni Mons. Og ég slaufaði sagnfræðinni til að horfa á bíó í viku. Var líka með kvíðahnút í maganum yfir því að þurfa að velja haustið eftir, á öðru ári, milli sögu fornaldar, miðalda eða nútíma. Svo hafði verkefni einnar málstofunnar dregið úr mér kjark, ég átti að rannsaka hvaða áherslur einhver obskúr prestur í Ardennafjöll- um hefði lagt í sóknarnefnd, á átján mánaða tímabili 200 árum fyrr. Til að gera eitthvað sem aðrir hefðu ekki áður brotið til mergjar." Á þessu stigi mundi Guðrún eftir því að einu sinni hafði hún aflað sér upplýsinga um leikhúsfræðanám í Frakklandi, upp- tendruð eins og fleiri af leiklist Herranætur í MR. „Fyrsta hug- myndin er líklega best, hugsaði ég og garfaði tvo vetur i þessum fræðum í París. Jafnlangan tíma lagði ég stund á sama nám í Belgíu. Svo bjuggum við þar áfram árið eftir lokapróf." Við, þegar þarna er komið, eru Guðrún og eiginmaður henn- ar, Gunnlaugur Torfi Stefánsson og sonurinn Gylfi, sem var árs- gamall þegar þau fluttu heim til (slands. Síðan hefur frökenin Eyja Sigríður, sem er að verða þriggja ára, bæst í hópinn. Guðrún hefur starfað sem dramatúrg eða listræn ráðskona við Borgarleikhúsið í hálft fjórða ár, hún fékk sitt tækifæri hjá Þór- hildi Þorleifsdóttur þáverandi leikhússtjóra sumarið 1999. „Dá- samlegt tækifæri því það var gaman að vinna með Þórhildi þá og aftur síðasta haust þegar hún setti upp sýninguna Sölumaður deyr, sem ég var mjög hrifin af. Þetta hefur verið sérstaklega skemmtilegur vetur í leikhúsinu, hugmyndir hafa sprottið eins og blóm á vori og, líkt og i kvæðinu, gróið hjá þeim sem geta fundið til. Gestir hafa lika streymt í húsið og flestir held ég farið ánægðir út, líkt og með eitt blómanna í hnappagati. Og svei mér þá, manni finnst bara sitt framlag skipta máli. Það er ekki amaleg tilfinning." X vera / dramatúrg / 1. tbl. / 2003 / 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.