Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 72

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 72
/FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Jafnréttisstofa Margrét María Sigurðar- dóttir lögfræðingur Jafn- réttisstofu TIL AÐILA VINNUMARKAÐARINS: Þekkið þið skyldur ykkar samkvæmt jafnréttíslögum? Meö lögum nr. 96/2000 um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla varð töluverð breyting á löggjöfinni um jafnréttismál hvað varð- ar aðila vinnumarkaðarins. Nú eru lagðar enn ríkari skyldur á herðar þeirra en var í tíð eldri laga. Til dæmis kemur fram í 2. mgr. 13. gr. laganna sú skylda að fyrirtæki og stofnanir með fleiri starfsmenn en 25 eigi að setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafn- rétti kynjanna í starfsmannastefnu 4» Sérstaklega skal kveðið á um markmið eða tryggja aðgerðir samkvæmt 14. - 17. grein laga nr. 96/2000 en þar kemur orð- rétt fram: 14. gr. Launajafnrétti Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Með launum í lögum þessum er átt við almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti, sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Með kjörum í lögum þessum er, auk launa, átt við lífeyris-, or- lofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör- eða rétt- indi sem metin verða til fjár. 15. gr. Laus störf, starfsþjálfun og endurmenntun Starf sem laust er skal standa opið jafnt konum og körlum. Atvinnurekendur skulu tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum. 16. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að tekið sé tillit til þarfa atvinnulífs og fjöl- skylduaðstæðna starfsmanna, þar með talið að þeim sé auð- veldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof eða leyfi úr vinnu Vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskyldu- aðstæðna (force majeure). sinni. 17. gr. Kynferðisleg áreitni Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagsstarfs skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða í skólum. Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósann- gjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verð- ur, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkam- leg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt. Ef yfirmaður er kærður vegna meintrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að ákvarða um vinnuskilyrði kær- anda á meðan rannsókn málsins stendur yfir og skal næsti yf- irmaður taka ákvarðanir er varða kæranda. Margt af því sem hér kernur frani eru nýjungar í íslenskri lög- gjöf á sviði jafnréttismála. Einnig varð breyting í lögununt að því leyti að viðurlög við brotum á lögunum geta varðað sekt- um, sbr. 29. gr. laganna. Jafnréttisstofa stendur fyrir námskeiðum til þess að aðstoða fyrirtæki við gerð jafnréttisáætlana. Skorað er á fyrirtæki og stofnanir að kanna hvort jafnréttismálin séu í lagi á þeirra vinnustað. Jafnréttisstofa býður fýrirtækjum aðstoð sína við að koma málum þessum í lag. 72 / jafnrétti / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.