Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 24

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 24
/ HORMÓNAR - TIL HVERS? Hormónar gefnir hugsunarlaust »Konan sem við ræðum við er 49 ára og fór að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins fyrir fimm árum. Saga hennar sýnir þá flýtimeðferð sem konur á breytingaskeiði fá í heil- brigðiskerfinu. Svo mikla að ekki er sinnt um að kynna þeim hættulegar aukaverkanir lyfjanna. „Ég var 44 ára þegar það fór að líða lengra og lengra á milli blæðinga hjá mér og ég hafði áhyggjur vegna þess að mér datt ekki í hug að ég væri konrin á breytingaskeiðið svona ung,“ segir hún. „Ég fór til kvensjúkdómalæknis sem skoðaði mig og sagði að ég væri að byrja á breytingaskeiðinu og þyrfti á hormón- um að halda. Ég spurði ekki hvers vegna heldur hvort það væri í lagi þar sem ég hefði lengi þjáðst af æðabólgu í fótum og hefði tjl að mynda aldrei mátt taka inn getnaðarvarnartöflur af þeim sök- um. Læknirinn fullyrti að það væri alit í lagi og skrifaði upp á hvort tveggja; hormónatöflur og plástur. f góðri trú tók ég töflurnar í nokkra daga en lét plásturinn eiga sig. Eitthvað angraði mig þó svo ég fór að lesa leið- beiningar sem fylgdu töflunum og rak þá strax augun í aðvörun til þeirra sem ættu við æðabólgu að stríða! Mér brá svo mikið við þetta að ég tók þessar rándýru töflur og fleygði þeim í ruslið!“ Ekki áræddi konan að tala við lækn- inn til þess að reka ofan í hann mistökin heldur ákvað að sætta sig við breytinga- skeiðið. „Blæðingarnar héldu áfram að minnka, uns þær hættu alveg en tæpum tveimur árum eftir ævintýrið með hormónana fór ég að finna fyrir óþæg- indum af völdum svitakófa á nóttunum. Ég átti mjög erfitt með að sofa og þetta olli mér miklum svefntruflunum og leiðindum. Ég þóttist vita að nú væri breytingaskeiðið komið á fullt og sótti í örvæntingu minni plásturinn uppí skáp og setti hann á mig. Mér fannst plásturinn ekkert duga en ég kláraði samt pakkann og ætlaði að prófa annan og hafði í því skyni sam- band við heimilislækni. Hann sagði að ef ég væri með slíkan plástur þyrfti ég að hafa blæðingar á milli, annars gæti plásturinn valdið krabbameini. Ég var alveg hætt á blæðingunr og krabbamein hljómaði heldur illa í mínum eyrum þannig að ég lagði plástrinum líka og ákvað að hætta allri lyfjatilraunastarf- semi. Svitakófm hættu ekki strax en stundum varð hlé á þeim og þau minnk- uðu smám saman. Ég varð meðvitaðri urn að kostirnir sem mér stóðu til boða voru slæmir og ákvað að láta þetta yfir mig ganga og vona það besta.“ Konan segist ekki vera frá því að áhrif breytingaskeiðsins liggi í fjölskyldum. Hún telur sig vera heppna að hafa þó ekki orðið fyrir meiri óþægindum því ýmislegt hafi hún heyrt af konum sem lenda í and- legum erfiðleikum á þessum aldri. „Mamma breyttist ekki neitt andlega og hún segir núna að hún hafi ekkert fundið fyrir þessu. Ég man samt eftir því þegar hún var að opna gluggana og pabbi lokaði þeim jafnóðum," segir hún og hlær. „Umræðan um breytingaskeið- ið hefur þó skilað árangri að því leyti að meiri skilningur ríkir á þessurn málum. Maðurinn minn fór tildæmis ekki var- hluta af svitakófunum vegna þess að hann þurfti að sofa í fimbulkulda mán- uðurn saman. Aldrei lokaði hann samt glugganum karlgreyið og við gengunt saman í gegnum þetta, það er óhætt að segja það.“ Nú hefur konan ekki fengið svitakóf í hálft ár en þorir ekki að vona að breyt- ingaskeiðið hafi þegar gengið yfir og bankar 7-9-13 í öryggisskyni. „Kona sem ég vinn með staðhæfir tildæmis að hún hafi verið á breytinga- skeiðinu í fimmtán ár og tekur því fjarri að ég hafi fengið minn skerf af óþæg- indum sem því fylgir! Auðvitað er þetta misjafnt eftir konurn en mér finnst samt eins og konur séu hræddar of rnikið á breytingaskeiðinu. Mér datt ekki í hug annað en að trúa lækninum þegar hann sagði mér að ég þyrfti á hormónum að halda þó að hann færði ekki nein rök fyrir því. Ég væri sjálfsagt enn að taka þá hefði hræðsla mín vegna æðabólgunnar ekki komið til.“ Upplýsingar um sölustaði hjá framleiðanda. Urtasmiðjan Svalbarðsströnd sími: 462 47 69 fax: 462 70 40 netf: gigja@urtasmidjan v__________________________I______________________________________y 24 / hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.