Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 60

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 60
Jóhanna Helga Halldórsdóttir / ÚR DAGBÓK KÚABÓNDA Tíminn og mamman »Mér finnst vera örskotsstund síðan voru áramót. 2002 að hverfa af skjánum og 2003 nýtt og ferskt tók sér bólfestu um leið og hitt hvarf. Breiddi sig yfir Island, þéttbýlið og sveitirnar, þrengdi sér inn í húsin og vitundina, bara nokkuð velkomið víðast hvar. 4» Það eru samt blendnar tilfinningar sem láta á sér kræla við áramótin. Ósjálfrátt förum við að hugsa til baka og rifja upp. Hvað gerðist? Hvað var minnisstæðast? Hvað ætlum við að gera öðruvísi á nýja árinu? Eða vorum við ánægð með allt á gamla árinu og viljum engu breyta? Myndirnar koma í hugann, misáþreifanlegar. Þegar búið er að dúndra flugeldunum í loftið, úða í sig tertunum og horfa á Stellu í orlofi sem er enn jafn fyndin og í gamla daga, er ég búin að rifja upp árið 2002. Það tók ekki lengri tíma, bara eins og að skreppa á milli ára í forritinu Búbót og skoða! Og hvort sem ég er sátt við árið sem leið eða ekki, verð ég strax að byrja á þessu nýja. Skipta um dagbók, gera áramótaheit, segja „í fyrra". Finnst eins og venjulega tíminn vera afstæður og skrýtin upp- finning og ekkert að marka hann. Ef það er eitthvað að marka tímann, hvers vegna er þá aldrei TÍMI til neins? Upprifjunin byrjar á gleðistundunum, það er alltaf þannig, við byrjum á því góða og geymum það erfiða. Afmæli, vinafund- ir, ferðalög og svoleiðis. Hugurinn reikar og sterkasta og áþreif- Haraldur Teitsson KRYDDBOKIN Upplýsingar um kryddjurtir og náttúruleg bragðefni í þessari auknu og endurbættu útgáfu eru einnig upplýsingar um lækningamátt kryddjurta Kryddbókin fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum. anlegasta myndin frá árinu eraf lítilli fimm ára stúlku með skóla- tösku og íþróttapoka og við litli bróðir hennar að fylgja henni fyrsta skóladaginn. Hún rosa spennt, við eins og asnar þar sem við göngum inn í skólann á eftir henni hlaupandi. Fráþært veður, svolítil rigning í logni. Kennarinn hennar tekur vel á móti henni og öllum hinum í tilvonandi fyrsta bekk, leyfir þeim að lita á með- an hún talar við okkur foreldrana. Við bróðir hennar heyrum ekki neitt, og ég hugsa bara um það hvað hún sé lítil og ósjálfbjarga miðað við hina krakkana, hún verður ekki sex fyrr en seint í des- ember. Yngsti nemandinn í skólanum... svona eru hugsanir min- ar og ég spyr ekki um neitt nema hvort sé gæsla og hvort sé ekki líka gæsla og aðstoð í sundi og íþróttum. Veit þetta samt allt því ég á þrjú önnur börn í skólanum, en mér leið örugglega ekki ENDALAUSAR ÁHYGGJUR HVERNIG HÚN PLUMAR SIG í ÖLLU, SKÓLABÍLNUM, KOMA SÉR í ÚTIFÖTIN, FÁ SÉR AÐ BORÐA í MÖTUNEYTINU, ÉG HUGSA VARLA UM ANNAÐ DÖGUM SAMAN. svona þegar þau voru að byrja! Svo förum við, hún á að koma heim með skólabílnum, ég viss um að hún fer að skæla þegar við förum en hún vinkar bara, niðursokkin í hópinn. Endalausar áhyggjur hvernig hún plumar sig í öllu, skólabílnum, koma sér í útifötin, fá sér að borða í mötuneytinu, ég hugsa varla um annað dögum saman. Allir segja mér að þetta verði í fína lagi! Er klár á því að ég er móðursjúk en ekki hún. Bílstjórinn hjálpar henni inn og útúr bílnum og setur hana í beltið líka, kennarinn hjálpar þeim í mötuneytinu, brytjar ofan í þau ef þarf og gæslufólkið stjanar við þau út og inn. Veit það er ekki hægt að hugsa betur um hana en hef samt áhyggjur. Veit ekki hvað hinum foreldrun- um fannst þarna fyrsta daginn, þorði ekki að spyrja. Það hvarflar að mér þegar á líður haustið og veturinn og hún eignast fimm nýjar vinkonur og finnst gjörsamlega allt skemmti- legt í skólanum, hvort við höfum f rauninni nokkrar stærri áhyggjur í lífinu en af fólkinu okkar og hvort því líði vel og hvort ekki sé allt í lagi hjá því? Það er sjálfsagt sterkt í eðli okkar mann- fólks að hafa áhyggjur af öllu mögulegu, en mér virðist sem flest- ir hlutir hljóti að vera í lagi eða úrleysanlegir einhvern veginn, bara ef við sjálf, börnin okkar og þau sem okkur þykir vænt um eru í lagi og ef þeim líður vel við það sem þau eru að gera. Ég loka dagbókinni á eftir Stellu í orlofi þegar ég er búin að skrifa stórt TAKK á öftustu síðu. Hlakka til að sjá Stellu í framboði einhvern tíma, opna nýju óskrifuðu dagbókina og skrifa efst á 1. janúar: Velkomið nýja ár. 60 / úr dagbók kúabónda / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.