Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 32

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 32
»Vegna vaxandi áhuga míns á fegurðarsamkeppnum, m.a. vegna heimildamyndarinnar „í skóm drekans", ákvað ég að kynna mér óskilgetið hálfsystkini hennar, Herra ísland. Fegurð- arsamkeppni karla hefur ekki fylgt þjóðinni sérlega lengi, 15 ár eru síðan sú fyrsta var haldin hér á landi f þeirri mynd sem við þekkjum. Áhuga eða fjármagn hefur líklega skort til að hægt væri að halda henni gangandi ár eftir ár því sú keppni entist ekki mjög lengi. Árið 1996 var svo haldið áfram þar sem frá var horfið og hefur keppnin gengið nokkuð áfallalaust fyrir sig í sjö ár í röð. Má því ætla að hún sé komin til að vera. Ég brá mér á úrslitakvöldið til að reyna að átta mig á um hvað þetta snérist allt saman og jafnvel öðlast betri skilning á hugtak- inu fegurð. Fegurðarbransinn og fyrirmyndirnar »Herra ísland 2002 Texti og myndir: Arnar Gíslason 4» Hugmyndir um fegurð eru aldrei óháðar tíðaranda og því gaman að bera keppnina nú saman við eldri keppnir. Eflaust muna ein- hverjir lesendur eftir Arnóri Diego sem þótti bera af öðrum kepp- endum í Herra íslandi 1988. Ekki hefur fegurðin verið orðin jafn mikill bissness þá og nú, því ríflega þrefalt fleiri fyrirtæki tengdust keppninni árið 2002 en 1988. Skemmtilega umfjöllun um keppn- ina 1988 er að finna í hinu sérstaka en skammlífa tlmariti Við karl- menn. Þar má m.a. lesa að keppendum þótti erfiðast að koma fram á sundskýlu. Sigurvegarinn hafði á orði að á sundskýlunni einni fata hefði sér liðið eins og berrassaðri hænu. Engu að síður taldi Við karlmenn að keppendur hefðu staðið sig með stakri prýði og von- aði að framhald yrði á. Nú er búið að leggja sundskýlunum en í staðinn gengu herrarnir um á boxer-nærbuxum og gærum (eins og hellisbúa er jafnan siður). Árið 1988, eins og í fyrra, þótti vel við hæfi að fegurðardrottningar sinntu dómnefndarstörfum, því hver er hæfari til að dæma um fegurð en sú fegursta? 32 / herra ísland / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.