Vera


Vera - 01.02.2003, Page 44

Vera - 01.02.2003, Page 44
MEÐAN KONUR ALMENNT ÓTTAST KARLA SEM HÓP ÞÁ ER TÓMT MÁL AÐ TALA UM JAFNRÉTTI." Karlar til ábyrgðar Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir »Árið 1998 var sett á laggirnar námskeið fyrir ofbeldismenn sem bar yfir- skriftina Karlar til ábyrgðar. Þetta var tveggja ára tilraunaverkefni sem var hrundið af stað af sérstakri karlanefnd sem Jafnréttisráð skipaði 1994 en meginverkefnið var að veita körlum sem beittu ofbeldi á heimili sálfræðimeð ferð. Að sögn Ingólfs V. Gíslasonar hjá Jafnréttisstofu var nefndin sammála um að meðan konur almennt óttuðust karla sem hóp þá væri tómt mál að tala um jafnrétti. Áður hafði Kvennaathvarfið séð um að hlúa að þeim konum sem urðu fyrir ofbeldi á heimilum en karlarnir, sem ofbeldinu beittu, héldu því áfram innan sömu fjölskyldu eða tengdust nýjum fjölskyldum sem ekki leysti neinn vanda. Markmið karlanefndarinnar var að kynna vandann, koma á fót meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi og fá þá til þess að taka ábyrgð á vandanum. 44 / karlar til ábyrgðar / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.