Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 11

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 11
^Broddi Sigurðarson, upplýsingafiilitrúi Alþjóðahúss Um baráttu gegn hryðjuverkum »Það líður varla sá dagur að ekki heyrist fréttir af hryðjuverkum eða baráttunni gegn þess- um hræðilegu glæpum. Endalausar fréttir af „möndulveldum hins illa", fanatískum ofstækis- mönnum, glæpahyski sem svífst einskis til að skapa ótta og valda sem mestum skaða. í öllu þessu fréttaflóði eru tvö grundvallaratriði sem ekki komast að. Þessi atriði má í raun setja fram í tveimur spurningum; Hvað eru hryðjuverk? (það er nefnilega ekki jafn augljóst og maður gæti haldið í fyrstu). Hvernig er best að vinna gegn hryðjuverkamönnum, að koma í veg fyrir hryðjuverk? 4» Það virðist vera þegjandi samkomulag um að skilgreina hryðju- verk ekki út frá verknaðinum (að beita eða hóta ofbeldi til að skapa ótta í þeim tilgangi að ná fram pólitískum eða efnahags- legum markmiðum), heldur út frá því hver það er sem fremur verknaðinn (aðili eða samtök sem eru ekki ríki). Þess vegna hefur Saddam Hussein, sem beitti efnavopnum gegn Kúrdum til þess eins að skapa ótta og þannig koma í veg fyrir viðleitni þeirra til að ná fram sjálfstæði, verið kallaður öllum illum nöfnum öðrum en hryðjuverkamaður. Af sömu ástæðu voru stjórnvöld í Guatemala aldrei sökuð um hryðjuverk þegar þau stóðu fyrir fjöldamorðum þar sem líkin stóðu til sýnis dögum saman á opnum torgum á 9. áratugnum til þess að sýna almenningi hvernig fer fyrir þeim sem leyfa sér að gagnrýna stjórnvöld. Reyndar er það skiljanlegt hvers vegna vestræn stjórnvöld fylgja þessari skilgreiningu að líta á hryðjuverk eingöngu út frá því hver það er sem fremur glæpinn, en ekki hvers eðlis glæpur- lr>n er. Þá væri einmitt hugsaniegt að þessi sömu stjórnvöld gaatu sjálf verið sökuð um hryðjuverk. Það er hins vegar erfiðara að skilja hvers vegna fjölmiðlar taka þátt í þessum skrípaleik. Hvers vegna eru morð Palestínumanna á ísraelskum borgurum kölluð (með réttu) hryðjuverk, á meðan morð Israela á palestínsk- utn borgurum eru kölluð hernaðaraðgerðir? Ef glæpur er fram- Inn i nafni ríkis, má þá ekki kalla hann sínu rétta nafni? A að ræða við hryðjuverkamenn? Ef við veltum fyrir okkur hvernig er best að koma i veg fyrir ódæðisverk á borð við þau sem framin voru 11. september 2001, er ekki vitlaust að lita til reynslu nágranna okkar, Breta. Bretar eru emmitt helstu stuðningsmenn Bandaríkjamanna i baráttunni 9egn hryðjuverkum og þeir hafa áratuga reynslu af slikri baráttu 9egn írska lýðveldishernum. Árum saman neituðu bresk stjórn- Reyndar er það skiljanlegt hvers VEGNA VESTRÆN STJÓRNVÖLD FYLGJA RESSARI skilgreiningu að líta á hryðju- verk eingöngu út frá því hver það er SEM fremur glæpinn, en ekki hvers eðl- !SGLÆPURINN er. völd alfarið (a.m.k. opinberlega) að ræða við írsku hryðjuverka- mennina fyrr en þeir létu af öllu ofbeldi. Irski lýðveldisherinn lét sér ekki segjast og áratugir af sprengjum og morðum kostuðu yfir 3200 manns lífið og tugir þúsunda særðust. Að lokum hófust viðræður (viðræður höfðu reyndar staðið yfir fyrir luktum dyr- um), vopnahlé komst á og undirritaður var samningur sem kenndur er við föstudaginn langa. Það eykur á kaldhæðnina að sáttasemjarinn í þessum viðræðum var George Mitchell, sendi- fulltrúi Bandaríkjamanna og einn virtasti öldungadeildarþing- maður þeirra. Frá þeim tíma hafa ibúar Norður írlands lifað við til- tölulega friðsamar aðstæður og eygja von um betri framtíð. Ástæða þess er fyrst og fremst að stjórnir Tony Blair og John Major gerðu sér grein fyrir því að friður myndi aldrei nást án við- ræðna og hvorugur aðilinn gæti nokkru sinni unnið hernaðarleg- an sigur. Með þessa reynslu og þekkingu sem Bretar hafa, er erfitt að gera sér grein fyrir þeirri ofurtrú sem þeir leggja á hern- aðarlegan sigur gegn öðrum hryðjuverkahópum viðs vegar um heiminn. Það var ekki fyrr en bresk stjórnvöld viðurkenndu að norður írskir lýðveldissinnar höfðu eitthvað til síns máls (þrátt fyrir ógeðfelldar baráttuaðferðir) og að það yrði að ræða við ó- vininn, að friður varð að möguleika. Snýst baráttan um hryðjuverk - eða olíu? Til samanburðar má líta til Baskahéraðsins á Spáni þar sem ETA hafa staðið fyrir morðum og sprengjuárásum síðustu þrjá áratugi og Joze María Aznar, forsætisráðherra Spánar, neitar alfarið að eiga nokkrar viðræður við aðskilnaðarsinnaða Baska þar til þeir lýsa yfir vopnahléi. Enda er staðan þar sú að Baskar og reyndar flestir Spánverjar sjá litla von á friði í nánustu framtíð. Hvers vegna í ósköpunum virðast Bretar og Bandaríkjamenn halda að hægt sé að vinna hernaðarlegan sigur á hryðjuverka- mönnum annars staðar, þegar þeir virðast sannfærðir um mikil- vægi viðræðna við hryðjuverkamenn á Norður frlandi? Getur það hugsanlega verið að stríðið gegn hryðjuverkum snúist einmitt ekki um hryðjuverk, heldur olíu? Ég skora á Hauk IVlá Helgason nema i Berlín að skrifa næsta pistil. vera / mér finnst / 1. tbl. / 2003 / 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.