Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 55

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 55
/KVIKMYNDIR Innrás kvennamyndanna »f grein í tímaritinu Movieline (des./jan. 2003) erfjallað um endurkomu hins bandaríska melódrama sem naut gífurlegra vinsælda á sjötta áratugnum en hvarf svo í hít íróníunnar. Þessar myndir voru aðallega hugsaðar fyrir kvenkyns áhorfendur og lýstu dramatískum aðstæðum ungra kvenna, ástar- sorgum og erfiðleikum, óvæntum tilviljunum, ástum í leynum, vand- ræðalegum leyndarmálum og banvænum sjúkdómum. 'i' Þarna var spilað hiklaust með tilfinningar áhorfenda með sam- spili tónlistar, leiks og myndatöku; þessar myndir virtust koma beint frá hjartanu. Tvær þeirra mynda sem teknar eru sem dæmi um þessa endurkomu unnu til verðlauna á Golden Globe hátíð- inni nú íjanúar 2003, Hableœn ella, eða Ræddu málin, í leikstjórn Pedro Almodovars og Adaptation í leikstjórn Spike Jonze. Þær voru ekki einu kvennamyndirnar sem slógu í gegn á hátíðinni en dansleikurinn Chicago (Robert Marshall) og gáfumannadramað TheHours(Stephen Daldry) mokuðu inn verðlaunum, meðalann- ars sem bestu myndir ársins í flokkunum gamanmyndir / söngva- myndir og drama. Og nú velta menn fyrir sér hvort kvennamynd- ir séu málið þvi þessi verðlaun eru iðulega einskonar forsmekkur að Óskarsverðlaunaafhendingunni. Hvað eru kvennamyndir? En hvað eru kvennamyndir? Kvennamyndir eru lauslega skil- greindur flokkur mynda með konur í aðalhlutverkum sem fjalla um konur og er almennt gert ráð fyrir að höfði til kvenna en síð- ur, eða jafnvel alls ekki, til karla. Erlendis er til dæmis mjög al- gengt að þegar stórir íþróttaviðburðir eru í gangi - eins og til dæmis heimsmeistaramót - fyllast kvikmyndahúsin af þessum kvennamyndum. Stundum er hugtakið teygt dálítið svo það nær yfir allar dramatískar gáfumannamyndir og þá sérstaklega tíðar- andamyndir, sem einnig eru álitnar höfða sérstaklega til kvenna. Vandamálið við þessa skilgreiningu er að myndir fyrir karla eru ekki sérflokkaðar á sama hátt því almennt er gert ráð fyrir að Earlamyndir - hasarmyndir, stríðsmyndir, hrollvekjur, vísinda- skáldsögur - höfði til beggja kynja, eða að það þurfi allavega ekki að setja á þær einhvern sérstakan kynjaðan stimpil: þetta eru bara kvikmyndir, meðan hinar eru kvennamyndir. (Annað vanda- mál er að ef ég samþykki þessa skilgreiningu á kvennamyndum, Þá er ég ekki kona, því mér finnast svona kvennamyndir yfirleitt óbaerilega leiðinlegar.) Þfjárverðlaunamyndir Mynd Almodovars, sem var valin besta erlenda mynd ársins á ^olden Globe, er eina myndin sem ég hef séð af þessum og ég verð að viðurkenna að ekki hvarflaði að mér að þetta væri kvennamynd, þrátt fyrir að tilvísanirnar til bandarísks melódrama seu Ijósar. Myndin segir frá tveimur ólíkum mönnum sem eiga Það sameiginlegt að konurnar sem þeir elska liggja í dái og ekki er vitað hvort þær muni vakna upp úr því aftur. Almodovar hefur 'bulega sterkar kvenpersónur í myndum sínum, sem kemur ekki í veg fyrir að þær höfði til beggja kynja. Hable con ella Adaptation segir annarsvegar frá handritshöfundi (Nicholas Cage) sem á í brösum með að skrifa kvikmyndahandrit upp úr skáldsögu og hinsvegar frá höfundi skáldsögunnar (Meryl Streep) og samskiptum hennar við lúðann sem er innblástur að bókinni. Og svo fléttast þræðirnir saman á óvæntan hátt eins og vera ber. Slík flétta er einnig aðalatriðið í The Hours sem lýsir þremur ólíkum konum á þremur ólíkum tímabilum sem allar eiga eitt- hvað sameiginlegt. Ber þar fyrsta að nefna skáldkonuna Virginiu Woolf (Nichole Kidman með gerfinef) sem á í basli við að skrifa skáldsögu sína Frú Dalloway. Um miðja tuttugustu öldina hittum við fyrir unga barnshafandi konu (Julianne Moore) sem leiðist sitt innantóma hjónaband en er að lesa Frú Dalloway. I upphafi þeirrar tuttugustu og fyrstu kynnumst við svo ritstýru (Meryl Streep) sem er að halda veislu, í anda Frú Dalloway. Þessir þrír söguþræðir fléttast saman og meginþemað er samkynhneigð. Samkynhneigð er algengt þema í kvennafangelsismyndum en söngleikurinn Chigaco gerist einmitt í fangelsi þar sem tvær konur sitja inni fyrir morð. Þær ráða báðar frægan en vafasaman lögfræðing og verða frægar því sögur þeirra eru gerðar að gífur- legum fjölmiðladrömum, og myndin lýsir svo samkeppni kvenn- anna tveggja um frægð í fyrirsögnum. Þess má geta hér að kvennafangelsismyndir eru illræmdar sem 'exploitation' myndir, eða myndir sem færa sér í nyt til dæm- is þá karllegu ánægju að horfa á (misvelklæddar) konur bakvið rimla. Tengingin við þessa kvikmyndategund, sem er almennt talin til hreinnar lágkúrumenningar, virðist þó ekki hafa skaðað Chicago. Lesendur Internet Movie Database (imdb.com) halda vart vatni yfir myndinni en eru hinsvegar mun krítískari á The Ho- urs, sem mörgum finnst of gáfuleg. Það er vandlifað. Chicago vera / kvikmyndir / 1. tbl. / 2003 / 55 Úlfhildur Dagsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.