Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 48

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 48
Konurílæri »Á haustdögum 2002 stóð Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórn- málum fyrir verkefninu Konur í læri - dagar í lífi stjórnmálakvenna. Það var lokaverkefni Nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum sem skipuð var af félagsmálaráðherra árið 1998. í nefndinni sátu full- trúar allra stjónmálaflokka, auk fulltrúa frá Kvenréttindafélagi Islands og Jafnréttisstofu. Formaður nefndarinnar var Hildur Helga Gísladótt- ir. Þar sem ekki fékkst fjárveiting til áframhaldandi starfa var nefndin formlega lögð niður í janúar 2003. Blaðakona Veru hitti Unu Maríu Óskarsdóttur verkefnisstjóra nefndarinnar til þess að fræðast um framkvæmdina og þá hugmyndafræði sem að baki bjó. Þorgerður Þorvaldsdóttir Verkefninu Konur í læri var ætlað að hvetja konur til auk- innar þátttöku í stjónmálum með því að koma á persónu- legum tengslum á milli stjórnmálakvenna og kvenna sem hefðu áhuga á stjórnmálum. Hugmyndafræðin að baki var einföld. „Við þurfum bæði kynin til þess að byggja upp þetta þjóðfélag og taka þátt í að móta það. Konur og karlar hafa í gegnum tíðina hlotið mismunandi uppeldi, menntun og reynslu, en þegar ákvarðanir eru teknar byggja þær einmitt á því hvaða uppeldi við höfum fengið og hverskonar menntun og reynslu við búum að. Ef ætl- unin er að byggja upp samfélag sem er til hagsbóta fyrir bæði kynin, þurfa bæði kynin að koma að allri ákvarðana- töku." Verkefnið var unnið að erlendri fyrirmynd, þótt endan- leg útfærsla hafi verið ólík. Hjá Evrópusambandinu hafa áhugasamar konur t.d. fengið að fylgja stjórnmálakonum eftir í heilt ár og þar að auki verið á launum. Forsenda þess að af verkefninu gat orðið hér á landi var að alþingis- og sveitarstjónarkonur voru tilbúnar að gefa tíma sinn og vinnu til að geta veitt venjulegum konum úti í þjóðfélag- inu innsýn i störf sín og þar með hinn pólitíska heim. Hug- myndin hlaut strax góðan hljómgrunn og bæði alþingis- og sveitarstjórnarkonur reyndust fúsar til þátttöku. Sam- tals urðu því lærimæðurnar 44. Næst var að ná til kvenna úti f þjóðfélaginu og hvetja þær til þátttöku. í því skyni leitaði nefndin eftir samstarfi við öll stóru stéttarfélögin í landinu og konur innan þeirra vébanda fengu send bréf þar sem þeim var boðið að taka þátt. „Með samstarfinu við stéttarfélögin tókst að ná til hóps kvenna út um allt land sem áður hafði ekki tengst hefðbundnu stjórnmálastarfi á neinn hátt." Einnig komst á samstarf við stjórnmálaskor Háskóla íslands, og gátu námsmeyjar nýtt sér verkefnið til eininga með því að skrifa ritgerð um þátttöku sína í tengslum við námskeið sem Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskólans stóð fyrir um femínisma og lýðræði. I Ijós kom að íslenskar konur höfðu fullan hug á að kynnast því starfi sem kynsystur þeirra á Alþingi og í sveit- arstjórnum inna af hendi daglega. Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum og færri komust að en vildu. Alls sóttu 180 konur um þátttöku en einungis reyndist unnt að koma 115 konum „í læri." Lærimæður höfðu frjálsar hend- ur með það á hvern hátt þær sinntu lærlingum sínum. Ekki var ætlast til að þær skipulegðu sérstaka dagskrá heldur leyfðu áhugasömum konum að fylgjast með hinni daglegu rútínu og þeim viðfangsefnum sem uþþ komu hverju sinni. Flestar höfðu tvo, þrjá og upp í fjóra lærlinga á sinni könnu, og það fór svo eftir áhuga og tíma hvers lærlings hversu vel hún gat nýtt sér þau tækifæri sem í boði voru. Til þess að fregna hvernig til tókst voru fjórar konur, sem allar voru í læri, fengnar til að lýsa reynslu sinni um leið og þær veltu fyrir sér hvort verkefni af þessu tagi gæti orð- ið til þess að skila fleiri konum inn í stjórnmál í framtíðinni. 48 / konur í læri / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.