Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 37

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 37
/ ATHAFNAKONUR múrverk, flísar eða annað slíkt sem gleður augað.“ Kristín varð stúdent úr Verslunar- skólanum 1985, byrjaði að búa og hóf um haustið nám í viðskiptafræði við Háskóla Islands. Því hætti hún eftir tvö ár þegar hún eignaðist drenginn Bjarna Þór. Eftir skilnað eignaðist hún annan strák, Högna Frey, sem er 11 ára og kynntist síðan manninum sínum fyrir níu árum. Þau eignuðust dótturina sem nefnd var og reka saman heimilið, fyrir- tækið og hestabúskapinn. „Allt er þetta stílað á ævarandi hamingju," segir Kristín hlæjandi og við krossum okkur í launri. „Eiginlega var það kallinum mín- um að þakka að ég dreif mig aftur í skóla, svona til að klára það sem byrjað var á einhverntíma og bæta svo við hag- nýtu námi.“ Valtýr fór í Bændaskólann og Kristín í Tækniskólann til að ljúka viðskipta- fræðinni. Hún tók BS-próf í rekstrar- tæknifræði árið 2000. Svo skellti hún sér beint í múraranámið, hagsýn kona og handlagin, vegna þess „að það er allt fullt af viðskiptafræðingum sem sumir fá enga vinnu. En iðnaðarmenn vantar og múrarar bera ábyrgð á býsna mörgu í einu. Þeir koma að byggingum á öllum stigum; úti og inni; grunni, járnalögn- um, flísum og gólfurn. Þetta er fjögurra ára nám í Iðnskólanum og tæpur helm- ingurinn bóklegur. Hitt er verklegt, hjá meistara og ég passaði mig auðvitað á því að fara ekki til mannsins míns. Þá hefðu einhverjir getað sagt, núnú, hún fékk þetta bara á silfurfati." Eftir sveinspróf hélt Kristín áfram í meistaranám í Iðnskólanum og því lýk- ur hún eftir fáeinar vikur. Þetta er kvöldskóli og það mun vera meira en að segja það að mæta snentma í vinnu við múrverk, vera allan daginn og fara svo í skólann fram til níu á kvöldin. Börn, hundur og hestar þurfa einnig athygli og allt gerist þetta í uppmælingu eins og múrara er háttur. „Það er dálítill stimpill á kollegum mínum að þeir séu prímadonnur; mæti á staðinn og ætlist til að allt sé tilbúið til að vaða í verkin. Þau geta verið frá mósaíklögn á sturtuklefa til múrverks á stóru húsi eins og hér á ínóti." Við sátum til að byrja með á kaffihúsi við Hverfisgötu og Kristín benti á Þjóð- menningarhúsið. „Svo hafa múrarar steypt lágmyndir á mörg hús í bænum, lagt stórar myndir úr mósaíkflísum eftir forskrift listamanna og sumir mótað sjálfir form sem gefa húsum karakter." Kristín telur kost hvað múrverkið er fjölbreytt, það þurfi ekki endilega að vera erfitt. Henni þykir flísalagnir henta sér vel, sérstaklega ef hún fær einhverju að ráða. Strákunum sem hún vinni með þyki ekkert skrítið lengur að hafa konu í vinnuskúrnum, karlremban hafi fljótt bráð af þeim og heimskulegir ljósku- brandarar fari inn um annað eyra og út um hitt. „Eiginlega er miklu rneira af stælum í mönnum með hálsbindi á hreinlegum skrifstofum heldur en félög- um mínum í múrverkinu. Þetta eru hag- sýnir og snöggir menn, blátt áfram og vafningalausir. Svolítið eins og ég sjálf.“ X EIGINLEGA ER MIKLU MEIRA AF STÆLUM ( MÖNNUM MEÐ HÁLSBINDI Á HREINLEGUM SKRIFSTOFUM HELDUR EN FÉLÖGUM MÍNUM í múrverkinu. ÞETTA ERU HAGSÝNIR og SNÖGGIR MENN, blátt ÁFRAM OG VAFNINGALAUSIR. SVOLÍTIÐ EINS OG ÉG SJÁLF. Healing Herbs blómadroparnir fást á Græna torginu í Blómavali víð Sigtún. Mikið úrval af heilsu- og sœlkeravörum. Lögð áhersla á lífrœnar afurðir. Opið alla daga til kl. 21.00 UéfMWill Reykjavík. • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is vera / athafnakonur / 1. tbl. / 2003 / 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.