Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 35

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 35
/ATHAFNAKONUR Vera ræddi við Elísabetu og Kristínu, konur tveggja tíma, báðar með munn fyrir neðan nef og þau einkunnarorð að enginn geri upp reikninginn, leggi flísarnar, hlaði vegginn; nema maður sjálfur. „Konur þurfa bara að fatta það," segir Elísabet, „og ganga svo í verkin." Elísabet Finsen fæddist í Danmörku 1920 og ólst þar upp þar til hún var tíu ára. Þá flutti fjölskyldan til íslands, móðirin dönsk og faðinnn íslenskur. Hann var arkitekt, Árni Finsen, sem ein- hver kann að rnuna vegna Siglufjarðar- kirkju, Steinahlíðar eða annarra bygg- inga. Elísabet hafði teikniborð föður síns sem hús þegar hún var lítil, ólst upp undir því að eigin sögn, og var unglings- stelpa þegar hún ákvað að verða arkitekt líka. Fjölskyldan flutti frá Reykjavík til Stykkishólms og þaðan aftur til Dan- rnerkur. Þar lauk Elísabet gagnfræða- prófi og hóf undirbúning draumsins um húsin sín. „Á íslandi var litla vinnu að fá fyrir pabba,“ segir Elísabet, „þetta var 1935 og það var kreppa. Hann frétti einhvernveginn af vinnu í Danmörku, í Ribe þar sem hann gekk í menntaskóla og þangað fórum við mamma til hans þegar ég var fimmtán og yngri systir mín. Skemmst er frá að segja að eftir gagnfræðaskóla þótti staðbest að ég tæki sveinspróf, til að undirbyggja arkitekt- úrnámið. Ég var barasta stelpa og þá þurfti sérstaklega að vanda sig. Ekki láta hanka sig á þvi að kunna lítið til verka eða vita fátt um hvað málin snérust. Þar að auki var hin leiðin í arkitektinn stúd- entspróf, það var og er hin akademíska leið. Hún var dýrari og óhagkvæmari, svo ég réði mig í vinnu hjá múrara í þessum nýja heimabæ og fór í tækni- skóla í Kolding sem tók fjóra vetur. Á sumrin vann ég hjá múraranum, hress- um kalli sem þorði að hugsa og taka stelpu í læri. Ég hafði eiginlega valið þessa iðn vegna þess að hún var léttari líkamlega en trésmíði. I Danmörku lögðu múrarar litla tígulsteina og verka- menn báru hlössin. Trésmiðir hins vegar þurftu að bisa við spýtustafla og gera allt sjálfir. Mér finnst enn að það sé rétt fyr- ir þá sem teikna hús eða hvaðeina að kunna handverkið sem til þarf. Hvort sem þeir sinna því í eigin persónu eða fá aðra til.“ Þekkt eru dæmi um Guðmund frá Miðdal og Ásgrím Jónsson, sem báðir v°ru fýrirtaks handverksmenn. Það nýttist þeim í listinni og sú spurning hvarflar að hvort Elísabet sé listfeng. Hún gerir lítið úr því, praktísk og hóg- vær og ennþá fljót til svars þótt aldurinn hafi vissulega sagt til sín. Nýlega flutti Elísabet af heimili sínu á Þinghólsbraut, við sjóinn í Kópavogi, á hjúkrunarheim- ilið Sunnuhlíð í sama bæ. Hún kveðst lítið vera fyrir föndur, eins og boðið sé á nýja staðnum hennar, og hafi ekki feng- ist rneira við slíkt með strákunum sín- um fimm en gengur og gerist. En vissu- lega hafi hún „i den tid“ unnið á teikni- stofu og mikið gaman haft af því að nota ímyndunaraflið til að rissa upp fyrstu hugmyndir að byggingum. Svo hafi fín- vinnan tekið við, útreikningar og reglu- stikur. Þetta hafi hún auðvitað kunnað. Einn sona hennar, ísleifur Friðriksson járnsmiður, fylgdist með upphafi sam- tals okkar Elísabetar og gat nú ekki stillt sig. Hundtíkin hans, sem fær að koma með í heimsóknir á dvalarheimilið, lá hins vegar prúð við fætur okkar, sáiu- hjálp að sögn Elísabetar. „Þessu nreð listfengið er ég alveg ósammála," segir lsleifur, „mér finnst það hafa verið ótví- rætt hjá mönimu, og pabba raunar líka. Hann gat horft á skip í eina mínútu og teiknað það nákvæmlega tíu vikum seinna. Siglingar voru enda og eru eitt þetta var það sem mig langaði," segir El- ísabet, „samveran við pabba hefur ef- laust valdið mestu um það. Það var ein- hvernveginn alltaf ljóst að ég myndi fara þessa leið og pabbi og mamma sam- þykktu hana - með vissum senringi 1 byrjun. Vildu frekar að ég lærði eitthvað kvenlegra, þó að ég sjái ekki hvað er ókvenlegt við það að sitja við borð og teikna. Líttu bara á allar þessar konur sem nú eru arkitektar. Kannski má segja að handverkið sjálft sé ekki mjög kven- legt en hver fæst um það núorðið? Svo urðu foreldrar mínir auðvitað stolt þeg- ar ég kláraði og fékk réttindin. Pabbi hafði líka unnið nreð konum á teikni- Elísabetu var boðið að vera viðstödd þegar Krist- ín Bjarnadóttir tók við sveinsbréfinu í múraraiðn í desember sl. Hér eru þær ásamt Friðriki Andréssyni, formanni Múrarameistara- félags íslands. HELST VILDI ÉG SKILA TIL UNGRA KVENNA SEM ÞETTA LESA, AÐ ÞÆR SKULI VERA SÍNIR EIGIN HANDLANGARAR, GANGA [ VERKIN OG GERA SÉR LJÓST AÐ ÞAÐ GETUR ENGINN BETUR FYRIR MANN." aðaláhugamál fjölskyldunnar, fyrir utan fjallgöngur. Mamma var mikill göngugarpur og getur eflaust ennþá brugðið fyrir sig betri fæti. Það er helst heyrnin sem er farin að bila. Annað endist ótrúlega; það er ekki langt síðan þú múraðir eitt her- bergið heima, mamma mín, og ég er ekkert að gorta. Svo höfum við bræðurnir fengið eitthvað í arf; ég er járnsmiður og kannski svolítill lista- maður, Hannes er innanhúsarkitekt, Daníel skipatæknifræðingur, Árni báta- smiður og Oddur fjallaleiðsögumaður leggur flísar af stakri list. Svona er þetta bara.“ Fleygði draumi og fékk að lifa annan Það var óvenjulegt á fjórða áratugnum að foreldrar leyfðu dætrum sínum að fara í tækni- og iðnnám, eklci síst múr- verk sem rnargir telja enn að sé aðeins á færi stórra og sterkra karlmanna. „En stofu og allan tímann séð að ég var ekki að bauka neitt út í hött. Þetta var haust- ið 1942 og með sveinsprófið í vasanum hugðist ég fara í arkitektinn. Fyrst ætlaði ég að vinna mér inn peninga og fá meiri reynslu, svo tóku við tvö ár á arkitekta- stofu í Holsterbro. Það stóð líka alitaf til hjá mér að snúa aftur heim til Islands og það gerði ég eftir þjóðhátíðarárið 1944. Pabbi dó í lok vetrar 1945 og ég fór um haustið að vinna hér heima. Líklega hafði ég sent Sigurði Guðmundssyni arkitekt bréf og hjá þeini Eiríki Einars- syni teiknaði ég til 1948. Þá gerðist víst dálítið merkilegt, Ég giftist ungum og laghentum manni, Friðrik Gísla Daníelssyni. Við vorum bæði í Farfuglunum og áttum sameigin- lega vini, en það var systir hans, sem ég hitti af tilviljun við þjóðveginn undir Esju, sem kynnti okkur. Hún sagði hon- um að nú væri kvonfangið komið og það stóð heima.“ Eiginmaður Elísabetar vera / athafnakonur / 1. tbl. / 2003 / 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.