Vera


Vera - 01.02.2003, Page 49

Vera - 01.02.2003, Page 49
 Rúna H. Hilmarsdóttir kerfisfræðingur á upplýsingatæknisviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þegar ég heyrði af þessu verkefni í gegn- uni Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar fannst mér hugmyndin einhvern veg- 'nn svo heillandi. Að fá tækifæri til að kynnast heinii stjórnmálanna, sem var mér svo fjarlægur og lokaður, var mér ó- metanleg reynsla. Mig langaði að fylgjast með konu í stjórnarandstöðu og átti því láni að fagna að fá að fylgjast með störf- um Kolbrúnar Halldórsdóttur þennan 'mia. Ég hitti hana nokkrum sinnum meðan á verkefninu stóð, félck að sitja fund hjá menntamálanefiid, fór í heim- sókn á Alþingi auk þess sem Kolbrún var óugleg að kynna okkur störf þingsins og kvatti okkur til að afla okkur upplýsinga a vef Alþingis. Það voru lærdómsrikar stundir sem ég og samnemar mínir átt- um hjá henni, þar sem hún, í hringiðu málanna, lýsti fyrir okkur því sem var að gerast hverju sinni með augum alþingis- mannsins. Stjórnmálastarf er mjög mikil vinna og eftir minn fyrsta fund við Koibrúnu var ég ákveðin í að stjórnmál væru alls ekkert fyrir mig, eiginlega hefði verkefn- ið átt að heita „Fælum konur frá póli- tfk“! Ástæðan var einkum sú hversu fullsetin dagskrá hennar var. 1 raun er stjórnmálastarfið 24 klukkustunda vinna á sólarhring. Ég hugsaði hrein- lega: Er hægt að eiga líf fyrir utan póli- tik? Það er ljóst að þetta er gífurleg vinna ef hana á að vinna vel, konur sem leggja út í þetta starf þurfa að liafa metnað og trú á sjálfum sér. Verkefnið gaf mér góða innsýn í ís- lenskt stjórnmálastarf sem ég mun alltaf búa að. Fram til þessa voru stjórnmál mér fjarlæg, þrátt fyrir að ég hcfði vissu- lega mínar skoðanir á þjóðfélagsmálum. Ég held að gjáin milli Alþingis og þjóð- arinnar sé ansi djúp. Almenningur er allt of duglegur að láta pólitískar ákvarðanir bara yfir sig ganga. Því verð- ur ekki breytt nema að við leggjum okk- ar af mörkum og þetta verkefni gæti svo sannarlega orðið liður í því að auka þátt kvenna í pólitík, hvort sem það er með beinum eða óbeinum hætti. Mér finnst aðdáunarvert það starf sem stjórnmálakonur lögðu á sig til að gera okkur kleift að taka þátt í þessu verkefni og ég er handviss um að það á eftir að skila einhverjum ferskum kon- um inn í stjórnmálin. Hvort ég verð ein af þeim mun tíminn svo leiða í Ijós. Ég er enn að finna hvar hjarta mitt slær. vera / konur (læri / 1. tbl. / 2003 / 49

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.