Vera


Vera - 01.02.2003, Side 26

Vera - 01.02.2003, Side 26
/ HORMÓNAR - TIL HVERS? EF SVEFN TRUFLAST MIKIÐ VEGNA HITAKÓFA MUN ÞREYTA ÁN EFA FYLGJA í KJÖLFARIÐ. ÞVÍ GETUR FYLGT KVÍÐI OG ÁHYGGJUR YFIR ÞVÍ AÐ KÓFIN KOMI AFTUR OG AFTUR, PIRRINGUR VEGNA LÉLEGS NÆTURSVEFNS OG ÞUNGLYNDI VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA ER ALLT SVO ÞREYTANDI. Hitakóf eru samt ekki ekki eina orsök eða afleiðing tilfinn- ingalegs uppnáms. Breytingaskeiðið felur í sér sálfræðilegt umrót jafnt og líkamlegt svo tilfmningarnar þurfa tíma til að aðlagast, rétt eins og líkaminn. Tilfinningaleg einkenni eru fjöldamörg og jafn mismunandi og konurnar eru margar. Yfirleitt verða konur viðkvæmari á breytingaskeiðinu og taka hluti auðveldlega nærri sér, hluti sem þær myndu annars hrista af sér. Þetta getur orsakað ákveðnar geðsveiflur t.d. sjálfsvorkunn, svo konan getur orðið grátgjörn. Blómadroparnir Hægt er að vinna á ýmsum tilfmningum sem fylgja breytinga- skeiðinu með blómadropum. Breytingar eru lykilorðið enda krefst þetta tímabili í lífi hverrar konur mikillar aðlögunar. Sá blómadropi sem hjálpar einna best við aðlögun breytinga er Walnut, ég mæli með honum í allar blöndur fyrir konur á breytingaskeiðinu. Fyrir konur sem eru slæmar á taugum og hræddar við daglega atburði er Mimulus blómadropi. Hann getur hjálpað til við að draga úr taugaspennu og óþægindum þangað til hitakófíð gengur hjá. Konur sem eru ógiftar eða frá- skildar fyllast oft örvæntingu vegna þess að þær fá þá hug- mynd að öll þeirra tækifæri séu nú burtu gengin. Þetta er hægt Pleasure Créme™ Fyrir konur y(.áliúru(eyt Árem iiíaÚ aula unaú / Áyníiji. Pleasure Créme frá Dermaláge er af nýrri kynslóð örvunar- og unaðskrema. Kremið nýtist öllum konum, hvort sem þær eru að leita eftir nýrri kynferðislegri upplifun, auknum líkum á fullnægingu og raðfullnægingu eða til að skerpa á kynhvötinni. Pleasure Créme inniheldur 15 náttúruleg efni og er í hæsta gæðaflokki. I hverri krukku eru 10 ml sem duga í 20-30 skipti. Fœst í flestum apótekum www.pleasurecreme.is að laga með Willow sem hjálpar líka þeim sem dvelja um of í neikvæðum hugsunum. Fyrir konur sem finna fyrir mikilli sorg og finnst þær hafa misst af tækifærum lífs síns, eða finna fyrir kvíða þegar þær horfa til framtíðar og sjá ekkert nema tómleika er Sweet chestnut yndislegur blómadropi sem getur veitt hjarta þeirra huggun. Sumar konur finna fyrir sorg og finnst sem hluta af þeim vanti, fyrir þær getur Star ofBetlehem hjálpað mikið. Sumar konur fara að efast um getu sína og vantar öryggi, finnst þær vera berskjaldaðar og ófærar um að takast á við verkefni sem þær tókust auðveldlega á við áður. Larch er blómadropi sem byggir upp sjálfstraust og Elm hjálpar til að takast á við tilfinningu um of mikla ábyrgð. Kannast ekki flestar okkar við hugsanir eins og: „Ég ræð ekki við þetta lengur“? Við þunglyndi eru til margir góðir blómadropar, t.d. er Willow góður við sjálfsskyggnu þunglyndi, Sweet Chestnut hjálpar þeim senr finna fyrir djúpri örvæntingu þegar þær líta til framtíðar og Mustard er hjálplegur blómadropi sem tekst á við þunglyndi sem birtist af engri sjáanlegri ástæðu, kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og svipar til fyrirtíðaspennuþunglynd- is og fæðingarþunglyndis. Ef neikvæðni og hjálparleysi er við- varandi getur Gorse blómadropi endurvakið jákvæðni og trú á lífinu. Gegn áhugaleysi og uppgjöf er Wils Rose rnjög góður. Kynorkan meiri með aldrinum Tilfinningalegar sveiflur kvenna hafa áhrif á fólkið í kringum þær. Þetta getur valdið álagi á sambönd og fjölskyldur. Konu sem finnst hún ekki lengur aðlaðandi getur orðið pirruð og þrasgjörn við maka sinn og fundist sem liann laðist ekki leng- ur að henni. Makinn reynir oft að komast hjá slíkum samtöl- um og lætur lítið á sér bera. Konan getur þá túlkað það sem hann sé í raun að forðast hana og það veldur enn verri tilfinn- ingum. Blómadropinn Holly hjálpar til við að forðast órök- studdar grunsemdir í neikvæða átt og Beech vinnur gegn til- hneigingu til rifrilda. Willow hjálpar til við að losa um niður- bælda reiði og Cherry plum kemur í veg fyrir neikvæðar luigs- anir sem geta oft tekið yfir og konrið í veg fyrir jákvæðar hugs- anir og einbeitingu. Eins og áður sagði krefst breytingaskeiðið aðlögunar fyrir alla fjölskyldumeðlimi, ekki bara konuna sjálfa. Vegna þess að tilfinningar konunnar geta orðið ofsa- fengnar þurfa hinir meðlimir fjölskyldunnar oft að sýna mikla þolinmæði. Þetta er ekki auðveldur tími en til þess að komast í gegnum hann þarf auðmýkt, þolinmæði og umburðalyndi. Á tímum breytingaskeiðsins fara margar konur að efast urn sjálfa sig sem kynverur. Útlitið breytist og því halda sumar konur að þær séu ekki jafn kynferðislega aðlaðandi og þær voru áður. Það er algengur misskilningur að kynlífslöngun tengist frjósemi. Það er ekki rétt. Ánægja og áhugi tengdur kynlífi heldur áfram langt fram í ellina. Kynorka eykst oft á tímum breytingaskeiðsins og margar konur njóta kynlífs betur en þær gerðu þegar þær voru yngri. Ekki bara kynlífs heldur annarra atlota sem tákna ást og hlýju. Margir halda því líka fram að fátt sé kynþokkafyllra en kona sem er komin af breyt- ingaskeiði. Eins og sagt er um góð vín verður kynorka kvenna bara betri nreð aldrinum! X pERMA#j. DERMALAGE 26 / hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.