Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 9

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 9
Hera Hjartardóttir, söngkona ársins 2002 kannski segja að barnslegur vilji til að teikna og skrifa sögur og Ijóð hafi fengið að dafna óáreittur, enda er físan dóttir tveggja altmúlíg-grúskara sem þó hafa annarsvegar prentun að atvinnu °9 hinsvegar máiaralistina. Það hefur þó ekki gengið þrautalaust að komast hingað; hún hefur túrað Nýja Sjáland fram og aftur, bæði ein sem og með bandinu sem aðstoðar hana á annarri plöt- unni „not so sweet" - sem er raunar miklum mun betri en sú út- gáfa sem hér er í almæli „not your type". Hera þurfti að láta for- e|dra sína fylgja sér í fyrstu þegar hún fór að troða upp, enda undir aldri og þessvegna ekki að spila fyrir jafnaldra sína fyrr en kannski um þessar mundir. Það er ögn sérstakt - en kannski er það vegna þess að enginn hefur nokkurntíma efast um hana að hún er svona góð? when i was young imetaman so blue he told me that fish can't fly, he told me my dreams weren't true... -lá, þetta er ung, heiðarleg og einlæg stelpa sem vill lítið kannast við endaleysur einsog póst-prógressívan femínisma og langar meira að ganga í Ásatrúarfélagið en Lásafrúarkirkjuna; hún hefur sungið „fuck me doctor, fuck me" án þess að skammast sín, þó vitandi vits um að íslenskur markaður þoli mun betur lög eins og Chamelion Girl já og líka Precious girl og Who put this heaven on ny shoulders - i must have done something, really good. Það er Hera, Hera sem elskar fluffy rassa, falleg andlit, Snæfinn snjókarl °9 Snigilinn Karl. Hera sem á tvo kærasta og báðir andvana án hennar, sex strengja og stífir um herðar og háls... Er hún eins og hver önnur unglingsstelpa sem flíkar sinni flyðru fyrir smátt - er samt sem áður aðalspurningin sem athug- ull veltir fyrir sér; ræður þessi stelpuskjáta einhverju um sig og sitt? Hvernig líður henni með að heil borgardrusla sé lögð undir andlitið á henni og hvaða áhrif hefur það að vera fræg á sam- skiptin við ömmu manns? Tekur varla eftir því, segir hún, tekur varla eftir nokkru; það er svo mikið að gera, svo margar áhyggjur hægt að hafa; æ, gætum við sleppt því að taka myndir í dag; veistu ég elska köflótt og amma er að sauma kjól úr... jú, gott ef ekki að húfan sem hún ber sé af kolli einnar formóðurinnar og feimnin, svo pískrandi kittlin, þegar hún viðurkennir að hafa ort Ijóð á íslensku fyrir ömmu og afa sem enginn muni fá að sjá. Jú, hún á leyndarmál og virðist staðráðin í að halda þvi þannig „from face knull" og þá örugg- lega svo það liggi ekki allt í augum úti þegar fólk svo heyrir hana hefja raust sína næst. Hvernig rokklífernið tekur í tásurnar á einni svona einlægri hljómar í það minnsta sakleysislegt; perlar, prjónar og heklar í stað reykinga, drykkju og dópamínstímúlasjóna annarskonar sem æ virðast auðfarnar. Þetta er skiljanlegt og skynsamlegt að taka þetta þaðan og svona frá byrjun og alla leið. Alla leið já - því þangað hlýtur hnátan að hnoða sér, gefandi okkur hún þori að sexast þrátt fyrir afa sinn, sjóast hjá argandi hundum hrunans og brunans og átta sig síðast á þessu eina sanna; að það er um að gera - vera - Hera; Hera sem lýsir gati með orðunum „engar um- búðir" og drepur tímann með hreinum hvítum blöðum og fullum pennum og ætlar aldrei að fá sér tattú; Heru sem teiknar „mókú- ið" sitt sjálf með pensli, samkvæmt inspírasjón, fyrir hverja tón- leika eins og hver annar æðrulaus aumingi sem dýrkar Edgar All- an Poe, Rudyard Kipling og Neil Gaiman. Já, um að gera - vera. X vera / skyndimynd / 1. tbl. / 2003 / 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.