Vera


Vera - 01.02.2003, Page 21

Vera - 01.02.2003, Page 21
/ HORMÓNAR - TIL HVERS? Komin á náttúrulyf »Hún hefur tekið hormónalyf í um fimm ár og hefur einu sinni reynt að hætta. „Það var eins og að hætta á heróíni," segir hún, fráhvarfseinkennin voru svo mikil. «En nú hef ég fundið aðra lausn og vona að hún dugi. Það er náttúrulyf úr sojaafurð. Mér er sagt að kínverskar konur finni nánast ekkert fyrir tíða- hvörfum því þær borða svo mikið soja." >.Þegar ég var 47 ára fór ég að fá hitakóf. Það var svona eins og sunnanþeyr, mér fannst það ekkert óþægilegt, jafnvel bara þægilegt og ætlaði að láta þetta yfir mig ganga. Þetta gat komið svona fimm sinnurn á dag en eftir um hálft ár var mér einn daginn alveg nóg boðið. Ég fann að ég gæti ekki lifað svona, og fann fyrir djúpri óeirð inni í nrér, eins og raf- mögnun. Mér leið eiginlega best undir sturtunni. Þá fór ég til læknis sem mældi hormónamagnið og í ljós kom að ég var eiginlega alveg orðin hormónalaus, sem Þýðir að breytingaskeiðið var að verða gengið yfir. Hann sendi nrig til kvensjúk- dómalæknis sem ég veit að er mjög hlynntur hormónameðferð og sá taldi engan vafa að ég ætti að fara á hormóna- lyf. Hans skoðun var að helst ættu allar konur frá 40 ára til 90 ára að taka horm- °na. Hann sagði að þeir smyrðu öll líf- feri, sem mér skildist að væru að þorna upp, og lýsti þessu eiginlega sem ynging- arlyfi. Honurn þótti verst að ekki væru til sambærilegir hormónar fyrir karlmenn. En af hverju skyldi það vera?“ Hún segist hafa fengið hormóna þar sem hún tók östrógen í hálfan mánuð og prógesterón í hálfan mánuð, þess á milli hafði hún tíðir. Hitakófm hættu, svo og önnur einkenni en henni fannst tíðirnar erfiðar og þær urðu æ átaka- meiri. „Mér fannst ég vera á tíðum eða að undirbúa mig undir þær í þrjár vik- ur og fékk svo eina viku fría. Þessa teg- und hormóna tók ég í tæp tvö ár en vildi síðan hætta tíðunum. Þá var mér ráðlagt að fá samsettu hormónalyfm og losnaði þar með við tíðirnar. Ég man hvað það var góð tilfmning að ganga um dömu- bindadeildina í stórmarkaðinum og þurfa ekki lengur á þeim að halda,“ segir hún. Nú eru um þrjú ár liðin frá því að hún byrjaði á samsettu hormónunum. Eftir að niðurstöður bandarísku rannsóknar- innar birtust í sumar og Landlæknisemb- ættið ráðlagði konum að vera ekki á hormónalyfjum lengur en eitt ár, reyndi hún að hætta. En það var þrautin þyngri. „Ég fékk svo rosaleg svitakóf, varð al- veg ómöguleg þegar ég hætti að taka lyf- in. Ég var í erfiðri vinnu og gat bara ekki boðið sjálfri mér né öðrum upp á að ég væri í þessu ástandi. Mér fannst þetta vera líkt því sem rnaður hefur heyrt að heróínsjúklingar gangi í gegnurn þegar þeir reyna að losa sig við fíknina. Ég hélt því bara áfram að taka lyfin þangað til fyrir nokkrum dögunr að ég frétti af náttúrulyfi sem unnið er úr sojaafurð- um. Ég tek tvær töflur á kvöldin og eina á morgnana og enn sem komið er hef ég ekki fundið fyrir þessum hræðilegu frá- hvarfseinkennum. Kínverjar borða mik- ið af soja, það er þeirra mjólk og kjöt, og mér er sagt að kínverskar konur finni mjög lítið fyrir breytingaskeiðinu. Þetta efni er líka í íslenskum jurturn, t.d. Mar- íustakki. Það er örugglega gott að fá sér seyði af því til að minnka einkenni tíða- hvarfanna," segir hún að lokum. LÆKNIRINN SAGÐI AÐ HORMÓNARNIR SMYRÐU ÖLL LÍF FÆRI, SEM MÉR SKILDIST AÐ VÆRU AÐ ÞORNA UPP, OG LÝSTI ÞESSU EIGINLEGA SEM YNGINGARLYFI. Við höfum verið tilraunadýr »Viðmælandi okkar er kona á miðjum aldri sem byrjaði að taka hormóna um 45 ára aldur. Hún tók lyfin í sjö ár en þá var hún komin með brjóstakrabbamein sem læknar segjast nú ekki vera í vafa um að sé afleiðing af hormónameðferðinni. Til marks um það nefnir hún að þeir hafi beðið hana að ráðleggja systrum sínum sem voru á hormónum að hætta á þeim þar sem þær væru i nhættuhópi vegna brjóstakrabba. »Mér finnst að konur á mínum aldri hafi verið notaðar sem tilraunadýr, bæði hvað varðar p-pilluna, hormónapillurn- ar og lyfið tamoxifen sem konum er gef- ið eftir að þær hafa fengið brjósta- krabbamein. Ég notaði pilluna ekki mikið, hún fór ekki vel í mig svo ég fann aðrar leiðir. Mér er sagt að pillan sem konum var gefin upp úr 1970 nryndi ekki vera gefin svínum í dag. Á fimm- tugsaldrinum fór ég að finna fyrir dep- urð og fékk geðdeyfðarlyf en var síðan ráðlagt af kvensjúkdómalækni að taka hormóna, það rnyndi vera allsherjar- lausn á mínum vanda. Það var ekki minnst á að hormónapillur gsetu verið vafasamar á nokkurn hátt og mér var aldrei sagt að langtímanotkun væri ekki æskileg. Mér skildist að best væri fyrir mig að taka þess lyf til æviloka.“ Hún segist hafa haft svefntruflanir vera / hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.