Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 51

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 51
* n í gegnum Eflingu - stéttarfélag, en þar starfa ég í trúnaðarráÖi, gafst mér kostur á að sækja um þátttöku í verkefninu konur í læri. Ég hef alla tíð haft mjög sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og oft gramist framganga stjórnmála- ntanna í þeim efnum. Af hverju eru „einfaldir" hlutir eins og sömu laun fyr- ir söntu vinnu án tillits til kynferðis, eða jafn aðgangur að hcilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags, ekki sjálfsagðir og all- ir þegnar þjóðfélagsins sammála um þessi grundvallaratriði? Á Alþingi er tekist á um þessi mál og að fá tækiferi til að kynnast störfum þar af eigin raun var ómótstæðilegt. Ég var svo heppin að komast að og fylgdi Þórunni Svein- bjarnardóttur þingmanni Samfylkingar- innar. Á santa tíma og verkefnið var í gangi fór fram prófkjör flokksins og fór ég á framboðsfund í fyrsta sinn á ævinni og hat'ði gaman af. Á Alþingi fékk ég örlitla innsýn í nefndarstörf þingmanna í fylgd Þór- unnar og þakka ég öllum nefndarmönn- um í umhverfisnefnd sem veittu leyfi sitt til að ég mætti sitja fundinn. Það var sérstaklcga fróðlegt og lærdómsríkt. Ég fékk upplýsingar um störf þingflokks- formanns, m.a. hvernig hann hefur með höndum verkstjórn, útdeilir verkefnum eða málum til þingmanna o.fl. Við ræddum hvernig mál eru lögð fram á Alþingi og afgreidd eða þæfð eftir atvik- um og hvernig stjórnarmynstur hefur áhrif þar á, burtséð frá eðii máls. Mér finnst ég þó aðeins hafa fengið reykinn af réttunum. Ég veit meira nú en áður um störf þingsins en geri mér grein fyr- ir að það er óralangur vegur frá að ég haft einhverja heildarmynd af störfum þingsins. Hvað mig snertir geri ég ekki ráð fyrir að taka þátt í póiitísku starfi eða sækjast eftir sæti á Alþingi, en þessi reynsla hefur aukið skilning minn á því hvernig kaupin gerast á eyrinni og ég geri ráð fyrir að umburðarlyndi mitt aukist í garð stjórnmálamanna í fram- tíðinni. Mér finnst nauðsynlegt að kon- ur og karlar búi við jafnræði og tel að svo sé ekki í dag. Mér fmnst þess vegna mikilvægt að konum fjölgi á Alþingi og tel þessa leið vel fera til þess. Ég mæli með því að þingkonur allra llokka taki sig saman og móti þetta starf á mark- vissan hátt. Ég hef á tilfinningunni að það gæti skilað umtalsverðum árangri. til að koma að gerð fyrirspurnar sem flutt yrði í fyrirspurnatíma Alþingis. Það hefði verið mjög lærdómsríkt og mér þótti leitt að geta ekki tekið þátt í því. Eg tel hugmyndina að þcssu verkefni góða og vel þess virði að endurtaka, með einhverjum lagfæringum. Ég býst við að þær konur sem tóku þátt hafi fengið ákveðna innsýn í störf þingkvenna en til að verkefni á borð við þetta skili sem bestum árangri tel ég það þurfa að standa yfir í mun lengri tíma og vera ít- arlegra, þannig að þátttakendur séu raunverulegir lærlingar en ekki gestir á einstaka fundum og uppákomum. Ég yeit ekki hvort verkefnið muni stuðla að aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum. hetta er ágæt kynning á starfi þing- kvenna og vonandi virkar þetta sem hvatning á konur. Ég leyfi mér þó að ef- ast um að vcrkcfnið sjálft hafi úrslita- áhrif á það hvort konur ákveði að taka þátt í stjórnmálum. 1 því samhengi þyk- Ir mér vænlegra að líta til stjórnmála- flokkanna. vera / konur í læri / 1. tbl. / 2003 /51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.