Vera


Vera - 01.02.2003, Page 56

Vera - 01.02.2003, Page 56
Karlmennska innan Lögreglunnar AmarGíslason »Fyrir skömmu skilaði Guðjón Hauksson BA ritgerð sinni „Karlmennska, það er ég: Hugmyndir lögreglumanna um lögreglustarfið, sjálfa sig og kynferði", í félagsfræði við Háskóla íslands undir leiðsögn Þorgerðar Einarsdóttur lektors í kynjafræði. Ritgerðin er byggð á viðtölum sem tekin voru við sjö lögreglu- þjóna (tvær konur og fimm karla) og fjóra lögreglunema (þrjá karlkyns og einn kvenkyns) og hún fjallar um lögregluna útfrá femínísku sjónarmiði. Helstu umfjöllunarefni Guðjóns eru karlmennska í starfinu og staða kvenna innan lögreglunnar. VERA settist niður með Guðjóni, sem nú stundar MA nám í félagsfræði við HÍ, yfir djúsglasi og ræddi við hann um ritgerðina. 4, Guðjón segist hafa dottið niður á að rannsaka viðhorf löggæslufólks eftir að hafa sjálfur starfað sem sumarafleys- ingamaður í lögreglunni. Sem áhuga- maður um kynjafræði og femínisma þótti honum upplagt að rýna aðeins í þennan heim sem, enn sem komið er, er að miklu leyti stjórnað af körlum. „Mig langaði til að skoða kynjavídd- ina í lögreglunni, sérstaklega hvers kon- ar hugmyndir ríkja þar um karl- mennsku. Lögreglan hefur alltaf verið karlastofnun og stærstur hluti lögreglu- fólks eru karlar. Meðal þess sem mig langaði að kanna var hvers konar andi ríkti innan þessa karlahóps og hvernig konum sem ganga í lögregluna væri tek- ið áf félögum sínum.“ Upphaflega hugmyndin Fyrst stefndi hugur Guðjóns að því að kanna kynmenningu innan Víkinga- sveitarinnar. „Sérsveit lögreglunnar, Víkingasveitin, þótti mér nokkuð heill- andi vettvangur, lokaður hópur sem I hefur afar sérstaka ímynd. Grímuklædd- ir karlar, vopnaðir og mystískir, sérstak- lega þar sem nokkur leynd hvílir yfir sveitinni, þjálfun hennar og meðlimum. Lítið hefur verið fjallað um Víkinga- sveitina, ef undanskilin er umfjöllun fjölmiðla þegar sveitin er kölluð á vett- vang, og ekki er neina fræðilega umfjöll- 56 / karlmennska í lögreglunni / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.