Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 25

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 25
Breytingaárin - ný og betriár »Breytingaskeiðið felur í sér nýja möguleika fyrir konur að finna styrk sinn og vaxa sem manneskjur. Margar konur bókstaflega blómstra á þessu tímabili lífs síns. VERA bað írisi Sigurðardóttur, sem býður upp á blómadropameðferð og hefur aðsetur í Kvennagarði, Laugavegi 59, að gefa nokkur ráð úr sínum sjóði. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna líkaminn rnissir getuna til að fjölga sér á ákveðnum aldri. Kannski er það bara aðferð náttúrunnar til að stjórna fjölgun mannkyns og sjá til þess að ungabörn og mæður þeirra séu líkamlega hraust. En það að vera ung er ekki alltaf það sama og að vera hraust. Margar kon- ur sem komnar eru yfir fertugt eru í mun betra formi en kon- ur sem eru helmingi yngri en þær. En svona er náttúran! Það er algengur misskilningur að breytingaskeiðið byrji þegar eggjastokkarnir hætta að framleiða egg. Þó nokkrar sál- fræðilegar breytingar eiga sér stað og vegna þess að breytingar eru oft tengdar öldrun er breytingaskeiðið í hugum margra endalokin á gagnlegu lífi - kaflaskil, og eftir það liggur leið konunnar hratt niður á við, elli og hruntleiki bíða handan við hornið. Sem betur fer er þetta ekki svona. Vissulega er breyt- mgaskeiðið tímamót en þau marka svo sannarlega ekki enda- lokin. Það eru mörg dugmikil ár framundan hjá konum eftir hreytingaskeið. Er ekki alltaf sagt að lífið byrji um fertugt? Og að allt sé fertugum fært? Þó það séu huggunarklisjur þá er í þeim mikill sannleikur. Árin eftir breytingaskeiðið eru einmitt ar Þar sem móðurhlutverkið, framakapphlaupið og uppbygg- lng heimilis eru komin vel á veg og eru ekki jafn tíma- og orkufrck og áður. Þess vegna ættu þau ár einmitt að vera tím- ,nn til að slaka á og láta sér líða vel. Tími til hvíldar. Oft er það þó ekki jafn auðvelt og það hljómar og rnargar konur geta ver- ið sammála um að tími þeirra fyllisl lljótt af nýjum verkefnum. Sumar konur velta því fyrir sér hvort tími afslöppunar komi nokkurn tíma! Það má því segja að breytingaskeiðið sé byrjun- in á nýju lífi, ekki endalok. Tilfinningarnar þurfa tíma Það er huggun að vita það að tveir þriðju allra kvenna fara í gegnum breytingaskeiðið án nokkurra alvarlegra vandamála, fá aðeins væg einkenni, ef þá nokkur. Hið sígilda einkenni breytingaskeiðsins er hitakóf. Það getur komið annað slagið eða oft á dag. Það getur orðið mjög óþægilegt en sem betur fer kemur það í bylgjum og varir yfirleitt í stuttan tírna. Hitakóf stafa af útþenslu æða í hálsi og andliti. Vegna þess að það kem- ur fram í andlitinu pg er sýnilegt getur það orðið vandræða- legt. Hitakófmu fylgja oft mikil svitaköst, sem eykur enn á sýnileikann, en þó eru hitakófm ekki nærri jafn sýnileg og þau virðast vera. Það getur því reynst ágætt að kíkja í spegil og sjá að allt er í lagi. Hitakóf korna oft í kjölfar andlegs æsings, svo sem kvíða eða taugatitrings. Þau geta átt sér stað á nóttunni og eru einkar óþægileg þar sem þau geta truflað svefn. Ef svefn truflast mikið vegna hitakófa mun þreyta án efa fylgja í kjölfar- ið. Því getur fylgt kvíði og áhyggjur yfir því að kófin komi aft- ur og aftur, pirringur vegna lélegs nætursvefns og þunglyndi vegna þess að þetta er allt svo þreytandi. Olivc er blómadropi sem hjálpar til við þreytuna. Impatiens hjálpar við pirringnum og Gentian hjálpar gegn þunglyndi. vera / hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.