Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 22
/ HORMÓNAR - TIL HVERS? ÉG VARÐ ÞUNGLYND, ÞJÁÐIST AF SVEFNLEYSI, FÉKK HRIKALEG SVITAKÓF, OFSAKLÁÐA OG GIGT. ÉG STÓÐ VARLA UNDIR SJÁLFRI MÉR, FANNST ÉG BARA AÐ VERÐA ÖRYRKI. og svolítil hitakóf og læknuðu hormón- arnir þau einkenni. Hún segist þó ekki vita hvort svefntruflanirnar hafi stafað af tíðahvörfunum eða þunglyndinu, allavega svaf hún betur eftir að neysla hormónalyíjanna hófst. En á móti fannst henni hún verða tilfinningalaus, var hætt að finna fyrir djúpri gleði eða sorg, eins og hún væri alltaf í sama skap- inu. Það þótti henni fremur tilbreyt- ingalaust. Fékk brjóstakrabbamein „Eftir að hafa neytt lyíjanna í sjö ár upp- götvaði ég ber í brjóstinu og fór í brjóstamyndatöku. Þegar ég talaði við lækninn sem skoðaði myndirnar bað hann mig að hitta sig daginn eftir og bætti við: „Mér er svo sem andskotalaust þótt þú hafir einhvern með þér.“ Þá vissi ég auðvitað að berið hlaut að vera ill- kynja, enda kom það í ljós. Ég ákvað að láta taka allt brjóstið og losnaði því við að fara í geisla. Þá var ég sett á lyf sem heitir tamoxifen og öllum konum sem hafa fengið brjóstakrabbamein er ráð- lagt að taka í fimm ár. Mér var sagt að af þessu lyfi væru litlar aukaverkanir, kannski svolítil svitakóf en ekki var mikið gert úr því. En það var öðru nær hvað mig varðaði og það sama gilti um konur sem ég hafði samband við og voru að ganga í gegnum það sama og ég. Við vorum varla húsum hæfar vegna aukaverkana. Allur líkaminn var undir- lagður. Ég varð þunglynd, þjáðist af svefnleysi, fékk hrikaleg svitakóf, ofsa- kláða og gigt. Ég stóð varla undir sjálfri mér, fannst ég bara að verða öryrki. Þeg- ar ég hafði samband við krabbameins- lækninn gaf hann mér gigtarpillur og ég fékk líka ofnæmispillur við kláðanum. Ég lét reyndar kanna hvort ég væri ekki bara með kláðamaur, en svo var ekki. Kláðinn stafaði einfaldlega af þessu lyfi. Það var ótrúlegt að læknirinn skyldi ekki sjá heildarmyndina og hversu lítil lífsgæði mér var boðið upp á með því að taka þetta lyf. Það var ekki á mig leggjandi.“ Hætti sjálf á lyfinu Þegar hér var komið sögu sá hún þátt- inn 60 mínútur á Stöð 2 þar sem verið var að fjalla um brjóstakrabbamein og um tamoxifen. 1 þættinum kom fram að læknar telja sig vita að tamoxifen geti hjálpað konum sem voru ekki komnar á breytingaskeið þegar þær fengu brjósta- krabbamein en geti ekkert fullyrt um áhrifin á hinar. „Ég fór svo að lesa mig til um þetta á netinu og þar kom það sama fram. Læknar vita ekkert hvort þetta lyf gerir það gagn sem það á að gera, þ.e. að minnka líkurnar á því að brjóstakrabba- mein taki sig upp aftur. Ég sló bara inn leitarorðin breast cancer og tamoxifen og fékk þá upp alls kyns síður með gagnleg- um upplýsingum. Þessi vitneskja gaf mér kjark til að ákveða upp á mitt eindæmi að hætta á lyfinu. Ég var þá búin að taka það í um tvö ár. Um leið hættu þessar hræðilegu aukaverkanir, ég fór að geta sofið og leið betur á allan hátt. Það hefur aldrei verið vafi í mínum huga að ég gerði rétt. Mér finnst mikilvægara að líða vel, kannski þessi síðustu góðu ár mín. Ég vil frekar deyja 65 ára en að leggja þetta helvíti á mig í þrjú ár í viðbót. Þegar ég sagði lækninum að ég væri hætt á tamoxifeninu brosti hann bara og sagðist hafa átt von á því að ég myndi ekki halda þetta út. Mér finnst læknar hafa ótrúlega litla hæfileika til að horfa á manneskjuna í heild. Þeir horfa á ein- hvern bút á líkamanum og telja sig vera að lækna hann en skeyta ekki um aðra parta. Ég hef t.d. komist að því að tamox- ifen getur aukið líkur á legkrabba," segir hún að lokum og hristir hausinn. Mér hefur aldrei liðið betur »Hún segist lítið hafa fundið fyrir einkennum breytingaskeiðsins en þegar vinkonur hennar þrýstu á hana að byrja að taka hormóna eins og þær, fór hún til heimilislæknisins, sem er kona, og leitaði álits. Læknirinn spurði hvort hún fyndi fyrir einkennum tíðahvarfa en fyrst svo væri ekki sæi hún enga ástæðu til að gefa henni hormóna. „Ég fann mjög lítið íyrir óþægindum sem talað er um, fékk örlítl hitakóf en fannst það allt í lagi. Mér fannst bara gott að vera laus við blæðingarnar, upp- lifði þetta eins og frelsun og nýja byrjun. Kannski kemur þetta öðru vísi út fyrir okkur sem erum ekki með mikið jafnað- argeð. Við tökum á móti ýmsum tilfinn- ingum og látum þær í ljós, það var ekk- ert öðru vísi á breytingaskeiðinu.“ Vinkonur hennar og jafnöldrur ræddu mikið um nauðsyn þess að taka inn hormóna þegar þær komust á tíða- hvörf, samt var það fyrir 1990 þegar sprengingin mikla varð. „Þær lögðu hart að mér að slást í hópinn því þær töldu sig vera að gera sjálfum sér svo gott. Þetta aftraði beinþynningu og væri hollt fyrir líkamann. Við yrðum að taka inn þau efni sem væru að hverfa úr okkur. Ég var ekki trúuð á þetta en fór samt til heimilislæknisins. Hún spurði mig hvort konurnar í fjölskyldu minni hefðu orðið mjög litlar. Þegar ég sagði að þær hefðu alltaf verið litlar, sagði hún að það væri engin ástæða fyrir mig að taka inn hormóna, sérstaklega þar sem ég full- vissaði hana um að það væri ekkert að mér. Ég hef mælst með svolilta bein- þynningu en tek lýsi og kalk til að vinna gegn því og svo geng ég mikið. Það held ég reyndar að sé allra meina bót. f mín- um huga eru árin eftir tíðahvörf sterk og kraftmikil ár, mér hefur í raun aldrei liðið betur.“ 22 / hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.