Vera


Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 33

Vera - 01.02.2003, Blaðsíða 33
Strákarnir berir að ofan Það fyrsta sem ég gerði var að spjalla við nokkra af þátttakend- um. Strákar sem taka þátt í svona keppni eru oft settir allir sem einn undir sama hatt. Það er kannski ekki svo skrýtið að fólk fái þá flugu í höfuðið að keppendur séu allir voða svipaðir, hugsi bara um útlitið og séu ekkert allt of klárir, því ekki reyna framkvæmda- aðilar að telja áhorfendum trú um annað. Keppendur eru í tvígang sendir fram á brókunum og minnir slík sýning meira á uppboð heldur en keppni af nokkru tagi. Síðan er tískusýning og loks koma allir fram i smóking. Á milli atriða eru nokkur mynd- bönd sýnd, t.d. strákarnir i innanhússklifri berir að ofan í galla- buxum og strákarnir berir að ofan að borða pizzu. Myndskeiðin þar sem þeir segja frá sjálfum sér eru ekki mjög upplýsandi, enda hvert þeirra varla meira en tiu sekúndur að lengd. Það sem er sýnt á sviðinu og í sjónvarpinu segir lítið um kepp- endur en gefur til kynna furðulegar hugmyndir þeirra sem að keppninni standa um hvernig karlmenn eigi að vera. Af mínu spjalli við nokkra af keppendum virtist sem þeir væru töluvert ó- líkir, strákarnir höfðu misjafnar skoðanir og ólíka sýn á lífið. Einnig ber að hafa í huga að það sem sést í keppninni er afrakst- ur mikillar slípunar á piltunum af hálfu keppnishaldara. Þeir er sendir i Ijós, sendir i líkamsrækt, málaðir, klipptir og smurðir hátt og lágt með olíu. Það sem við sjáum er ekki nauðsynlega hvern- ig þeim þykir eðlilegast að hafa sig til undir venjulegum kring- umstæðum. Þeir fara sennilega ekki allir í Ijós dags daglega, þeir taka líklega ekki allir á sér bringuna og þeir klæða sig líkast til ekki eins. En þetta kemur ekkert sérlega vel fram í keppninni, við sjá- um bara sæta súkkulaðistráka sem virðast ekki eiga sér markmið eða þrár sem ná út fyrir keppnina. ÞETTA ER NOKKUÐ SNIÐÐUG HUGMYND - AÐ FÁ STYRKTARAÐILA TIL AÐ GEFA VÖRUR SEM FYRIR- SÆTUNUM ER GREITT MEÐ, SELJA AUGLÝSINGAR TIL VIÐBÓTAR OG FÁ SVO FÓLK TIL AÐ GREIÐA ÁÐÐGANGSEYRI TIL AÐ FYLGJAST MEÐ „KEPPNI" ( ÞVÍ SEM FÆST OKKAR GETA ÚTSKÝRT HVAÐ ER. Er keppnin bara góðgerðafélag? Þegar fegurðarsamkeppnir hafa verið settar í samhengi við hlut- gervingu kvenna þá finnst sumum lausnin vera fólgin í því að brydda upp á samskonar keppni fyrir karla. I því felst e.t.v. eitt- hvað mótvægi, en engar úrbætur þar sem ástandið er einfald- ^ega gert jafn ömurlegt fyrir okkur öll. Engu að síður fannst nokkrum áhorfendum sem ég talaði við að svona strákakeppni væri í raun skref í átt til jafnréttis. En hvað ætli vaki fyrir þeim sem að svona keppni standa? Á heimasíðu Broadway, sem sér um bæði Herra og Ungfrú island, segir að stúlknakeppnin (ekkert stendur um markmiðið með strákakeppninni, en það er varla mjög ólíkt) sé fyrir „sjálfstæðar ungar konur sem vilja læra og fá þjálfun í að ná markmiðum sín- um", auk þess sem ætlunin er að keppendur láti „gott af sér leiða í þágu líknarmála og góðgerðastarfsemi sem er aðalmarkmið al- þjóðlegra fegurðarsamkeppna". Af þessu mætti ætla að Broad- way væri í raun bara góðgerðafélag, rekið i þeim tilgangi að hjálpa ungu fólki að láta drauma sina rætast, ásamt því að styðja við bakið á öðrum félögum með álíka göfug markmið. Samt læð- ist að mér sá grunur að keppnin gangi fyrst og fremst út á annað en það sem að ofan er talið, nefnilega peninga. Skiptagildi kynþokkans Keppni af þessu tagi getur verið ágætis gróðalind ef rétt er að málum staðið. Auglýsendur hópast að viðburðum sem þessum og koma vel á þriðja tug fyrirtækja að keppninni á einn eða ann- an hátt. Kynningarbæklingur keppninnar er lítið annað en aug- lýsingar og er fyrirsætustarfið eitt af skylduverkum keppenda, enda nauðsynlegt að fyrirtækin sem fjármagna keppnina fái eitt- hvað fyrir sinn snúð. Einnig virðist sem hver keppandi sé í „eigu" eða styrktur af einum eða tveimur auglýsendum. Aðgangshark- an við að koma styrktaraðilum á framfæri er allt að því pínleg og hún er að mestu leyti á kostnað keppenda. Fegurðarsamkeppni er í raun bara afbrigði af módelskrifstofu, nema hvað þessar fyrir- sætur fá ekki laun heldur vöruúttektir. Þetta er nokkuð sniðug hugmynd - að fá styrktaraðila til að gefa vörur sem fyrirsætunum er greitt með, selja auglýsingar til viðbótar og fá svo fólk til að greiða aðgangseyri til að fylgjast með „keppni" í því sem fæst okkar geta útskýrt hvað er. Ekki er fegurð skilgreind í áðurnefndum auglýsingabæklingi, né var drepið á merkingu hugtaksins á úrslitakvöldinu sjálfu. Það á líklega sama við um fegurð og margt annað, hana er erfitt að skilgreina en við berum kennsl á hana þegar henni bregður fyrir. Fegurð er kannski að einhverju leyti að finna í keppnum af þessu tagi en einskorðast engan veginn við þær, auk þess sem hún er svo miklu, miklu meira en finna má á slíkum vettvangi. Það er kannski ekkert slæmt í sjálfu sér að reynt sé að keppa í einhverju sem er eiginlega ekki hægt að keppa i. En ef hægt er um leið að telja fólki trú um að fegurð sé það sem birtist í fegurð- arsamkeppnum, þá erum við í slæmum málum. Ef hægt er að auki að telja fólki trú um að allt sem sé öðruvísi sé síðra, þá erum við virkilega illa stödd. Fríðu Rós Valdimarsdóttur og Kristbjörgu Konu Kristjánsdóttur eru færðar bestu þakkir fyrir sín verk. Helstu upplýsingar um Herra og Ungfrú ísland má finna á: www.missiceland.is/herra www.missiceland.is/ung- fruisland jItt Klæddir til að heilla vera / herra ísland / 1. tbl. / 2003 / 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.