Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 72

Vera - 01.02.2003, Síða 72
/FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU Jafnréttisstofa Margrét María Sigurðar- dóttir lögfræðingur Jafn- réttisstofu TIL AÐILA VINNUMARKAÐARINS: Þekkið þið skyldur ykkar samkvæmt jafnréttíslögum? Meö lögum nr. 96/2000 um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla varð töluverð breyting á löggjöfinni um jafnréttismál hvað varð- ar aðila vinnumarkaðarins. Nú eru lagðar enn ríkari skyldur á herðar þeirra en var í tíð eldri laga. Til dæmis kemur fram í 2. mgr. 13. gr. laganna sú skylda að fyrirtæki og stofnanir með fleiri starfsmenn en 25 eigi að setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafn- rétti kynjanna í starfsmannastefnu 4» Sérstaklega skal kveðið á um markmið eða tryggja aðgerðir samkvæmt 14. - 17. grein laga nr. 96/2000 en þar kemur orð- rétt fram: 14. gr. Launajafnrétti Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Með launum í lögum þessum er átt við almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti, sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Með kjörum í lögum þessum er, auk launa, átt við lífeyris-, or- lofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör- eða rétt- indi sem metin verða til fjár. 15. gr. Laus störf, starfsþjálfun og endurmenntun Starf sem laust er skal standa opið jafnt konum og körlum. Atvinnurekendur skulu tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum. 16. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að tekið sé tillit til þarfa atvinnulífs og fjöl- skylduaðstæðna starfsmanna, þar með talið að þeim sé auð- veldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof eða leyfi úr vinnu Vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskyldu- aðstæðna (force majeure). sinni. 17. gr. Kynferðisleg áreitni Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagsstarfs skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða í skólum. Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósann- gjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verð- ur, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkam- leg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt. Ef yfirmaður er kærður vegna meintrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að ákvarða um vinnuskilyrði kær- anda á meðan rannsókn málsins stendur yfir og skal næsti yf- irmaður taka ákvarðanir er varða kæranda. Margt af því sem hér kernur frani eru nýjungar í íslenskri lög- gjöf á sviði jafnréttismála. Einnig varð breyting í lögununt að því leyti að viðurlög við brotum á lögunum geta varðað sekt- um, sbr. 29. gr. laganna. Jafnréttisstofa stendur fyrir námskeiðum til þess að aðstoða fyrirtæki við gerð jafnréttisáætlana. Skorað er á fyrirtæki og stofnanir að kanna hvort jafnréttismálin séu í lagi á þeirra vinnustað. Jafnréttisstofa býður fýrirtækjum aðstoð sína við að koma málum þessum í lag. 72 / jafnrétti / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.