Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 68

Vera - 01.02.2003, Síða 68
/JAFNRÉTTI Aðeins 26% fyrirtækja »með jafnréttisáætlun, samkvæmt könnun nemenda Viðskiptaháskólans á Bifröst María Ágústsdóttir, nemi íviðskiptalögfraeði á Bifröst Lög nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, voru samin upp úr eldri lögum sem báru sama nafn. Var þetta gert í samræmi við þá vakningu sem orðin var í þjóðfélaginu þess efnis að jafnréttismál voru ekki lengur einkamál kvenna. 2. mgr. 13. gr. laganna kom alveg ný inn en hún er: „Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnrétt- isáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni." Þessi grein hefur vakið upp mismunandi skoðanir meðal launþega og fyrirtækja. Má meðal annars benda á að Samtök atvinnulífsins komu sérstaklega inn á þessa grein í umfjöllun sinni um frumvarpið áður en lögin voru samþykkt á Alþingi. Við, nokkrir nemendur við Viðskiptaháskólann Bifröst, höfðum áhuga á að vita hvort fyrirtæki væru byrjuð að fara eftir þessari lagagrein og búin að koma sér upp jafnréttisáætlun eða væru með jafnréttiskafla í starfsmannastefnu sinni. Á vormisseri 2002 gerðum við könnun þar sem athuguð var staðan hjá 100 veltu- stærstu fyrirtækjum landsins og var farið eftir lista þeim sem Frjáls Verslun birtir árlega. Send var út spurningakönnun til fyrir- tækjanna á listanum. Spurningalistinn innihélt spurningar varðandi starfsmanna- fjölda, kynjahlutfall í stjórnunarstöðum og meðal almennra starfsmanna og hvort starfandi væri starfsmannastjóri í fyrirtæk- inu eða ekki. Var síðastnefnda spurningin höfð með þar sem skýrsluhöfundar höfðu mikinn áhuga á að vita hvort starfs- mannastjóri hefði áhrif á hvort jafnréttisáætlun eða jafnréttis- stefna væri í fyrirtækinu. Kom i Ijós að meðal þeirra fyrirtækja sem ekki höfðu sérstakan starfsmannastjóra voru einungis 5% komin með jafnréttisáætlun en hjá 38% fyrirtækja með starfs- mannastjóra var jafnréttisáætlunin orðin virk. Þess ber þó að geta að af þeim 100 fyrirtækjum sem spurningalistinn var sendur til svöruðu 61 % og voru einungis 26% þeirra komin með jafnrétt- isáætlun. 57% fyrirtækjanna sem ekki voru með jafnréttisáætlun sögðu hana vera í bígerð. Starfsmannastjóri skiptir máli Við skoðun á fyrirtækjunum kom í Ijós að meðal flestra þeirra var töluverður kynjamunur á meðal almennra starfsmanna og stjórnenda. Hjá 37,70% fyrirtækja voru karlmenn 2/3 allra starfs- manna en þegar það er borið saman við hlutföll karlmanna í stjómunarstöðum sést að hlutföllin hafa breyst töluvert. Ef ein- göngu kynjahlutfall stjórnenda fyrirtækjanna er skoðað kemur i Ijós að hjá 55.74% þeirra eru karlmenn í stjómendastöðum að 2/3 hlutum. Þetta segir okkur að karlmenn eru líklegri til að vera í stjórnendastöðum heldur en kvenfólk. Á þessari mynd sést munur á milli fyrirtæja án starfsmannastjóra og með starfsmannastjóra og hlutföllin á milli þess að vera með jafnréttisá- ætlun í bígerð eða ekki. Sú niðurstaða sem kom okkur mest á óvart var hversu mikill munur var á milli fyrirtækja sem voru með starfsmannastjóra og voru með jafnréttisáætlun í bígerð og þeirra sem ekki voru með jafnréttisáætlun. Höfundar gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að alhæfa út frá þeim niðurstöðum sem fram koma í skýrslunni en telja að hún gefi samt hugmynd um raunverulega stöðu jafnréttisáætlana hjá fyrirtækjum í landinu. Var hægt að skilja það í samtölum við for- svarsmenn fyrirtækja sem og á forsvarsmönnum Samtaka at- vinnulífsins að mörgum þótti 2. mgr. 13.gr. laganna óþörf. Það er ekki okkar að dæma um hvort svo sé en af niðurstöðum okkar að dæma er mikið verkóunnið í málefnum jafnréttis innan fyrirtækj- anna í landinu. Þessi stutta yfirferð er engan vegin tæmandi um niðurstöður könnunar okkar. Að okkar mati eru jafnréttismál innan fyrirtækja að miklu leyti ókannaður völlur sem þarf að beina athyglinni meira að. Ef áhugi er á að fá eintak af skýrslunni eða fá nánari upplýs- ingar er það hægt með þvi að senda póst á mariaa@bifrost.is X María Ágústsdóttir (lengst t.v.) ásamt hinum skýrsluhöfundunum, Pétri A. Maack, Jóni Svan Sverrissyni, Hermanni Sigurðssyni og Óiöfu Ingu Sigurbjarts- dóttur nemum á 2. ári í viðskiptadeild. 68 / jafnréttisáætlun / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.