Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Síða 23
uppkomu þaun 8. mai ber hann enn þá við sólarhvelið, en kl. 4,89
f, m. er hann genginn ylir hvelið og hverfur þá sýnum.
Venns er í ársbyrjun kvöldstjarna og er 22. apríl iengst i aust-
urátt frá sólu. Frá 19. april til 25. maí gengur hún ekki undir sjón-
deildarhring í Beykjavík. 1. júlí gengur hún fyrir framan sólu yfir á
morgunhimininn og er lengst i vesturátt frá sólu 10. september og
kemur þá upp 5 stundum fyrir sólarupprás. Venus skín skærast 25.
mai og 7. ágúst.
Mctrs er i ársbyrjun i metaskálamerkinu og reikar austur á bóg-
inn gegnum sporðdrekamerki, liöggormshaldarann, bogmannsmerki,
steingeitarmerki og inn í vatnsberamerki; þar snýr hann við seint i
júli og reikar vestur á við um tima, en seint i september snýr liann
við aftur og reikar nú austur á bóginn og inn i fiskamerkið; þar er
hanu við árslok. 23. ágúst er mars gegnt sólu. Hann er i hádegisstað
(suðri): i ársbyrjun kl. 9 f. m., i byrjun april kl. 7 f. m., i byrjun
september um miðnætti ;kl. 12), i byrjun nóvember kl. 8'/* o. m., og
við árslok ki. 6‘/* e. m.
■lúpíter er í ársbyrjun í höggormslialdaranum og færist austur
á við, en snýr við í byrjun apríl og reikar vestur á bóginn. Snemma
i ágúst snýr hann við aftur og færist austur á við og er við árslok i
bogmannsmerki. 6. júni er júpiter gegnt sólu. Hann er i hádegisstað
. (suðri); i ársbyrjun kl. rúmlega 10 f. m., i marsbyrjun kl. 7 f. m., i
byrjun maí kl. 3 f. m., i lok ágúst kl. 6*/j e. m., i byrjun nóvember
kl. 3 e. m. Við árslok er hann nálægt sólu að sjá.
Satfirnus er í meyjarmerki í ársbyrjun og reikar fyrst austur
á við, en snýr við um miðjan febrúar og heldur vestur á bóginn, en
i júnílok snýr hann við aftur og reikar úr þvi austur á við og er
við árslok i metaskálamerkinu, 19. april er Satúrnus gegnt sólu. Hann
er i hádegisstað (suðri); i ársbyrjun kl. tæplega 8 f. m., i lok febrúar
kl. 4 f. m„ i lok apríl um miðnætti, i ágústlok kl. 4 e. m„ i septem-
berlok kl. 2 e. m. og við árslok kl. 8'/» f. m.
úranus og Neptfinus sjást ekki með berum augum. Úranus
heldur sig allt árið i vatnsberamerki. 12. september er hann gegnt
sólu, og er þá um miðnæturskeið i hásuðri, 21 stig fyrir ofan sjón-
deildarhring. Neptúnus heldur sig i ljónsmerki þetta árið, og er 9.
febrúar gegnt sólu; þá er hann um miðnæturskeið i hásuðri rúmlega
41 stigi fyrir ofan sjóndeildarhring.
(21)