Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Page 38
unum manna; voru pá fáir menn þeim frægri. Allt
öðru máli gegndi um einn mann úr þessari samherja-
sveit, þann sem nú skal farið um nokkurum orðum
hér. Meðan-veröldin stóð á öndinni af eftirvæntingu
eftir árangri rannsókna Darwíns, var hljótt um nafn
hans. Hann vann verk sín í kyrrþey, en með þeirri
trúmennsku og hugviti, að nú eru rannsóknir hans
og rannsóknaraðferðir undirstaða hverjum þeim
manni, sem kynna vill sér þá grein líffræði, sem
þessi maður skapaði fyrstur; þessi fræðigrein hefir
verið kölluð ættgengi og ræðir um arfgengi og arf-
næmi með öllum verum, hvort sem eru dýra- eða
jurtakyns.
Mendel hét að skírnarnafni Jóhann og fæddist í
Heizendorf í Schlesíu, þeim hlutanum, er lá til Aust-
urríkis, í júlímánuði 1822. Var ekki meira haft við
hann en svo, að menn vita ógerla fæðingardag hans,
og leikur á tvennu, 20. eða 22. júlí. Hann var bænda-
ættar. Hann gekk í æsku í skóla og bar þá þegar af
jafnöldrum sínum að námfýsi og iðjusemi; einkum
var honum þó viðbrugðið um þekking á grösum og
jurtum og áhuga á þeim fræðum, er þar að lúta.
Að loknu latínuskólanámi tók hann munkvígslu og
gekk í Königinkloster i Brúnn (árið 1843); síðar tók
hann prestsvígslu. F*á tók hann sér nafnið Gregor.
Lagði hann í fyrstu stund á guðfræði í klaustrinu,
en hélt þó jafnframt tryggð við náttúruvísindin, svo
að yfirmönnum hans í klaustrinu fannst mikið til
um; sendu þeir hann þá á kostnað klaustursins til
háskólans í Vínarborg, og þar dvaldist hann fjögur
ár og gaf sig einungis við náttúruvisindum. En síðan
varð hann skólakennari í Brunn (1854) í náttúruvis-
indum og eðlisfræði og hélt því starfi um 14 ár eða
til 1868; þá varð hann ábóti eða forstöðumaður í
klaustrinu ogvar það til dauðadags (1884). Dróst hann
þá nokkuð frá fræðigreinum sinum sökum deilna
þeirra, er þá hófust um skilnað rikis og kirkju, og
(36)