Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Qupperneq 39
tók mikinn þátt i þeim. Að öðru leyti má kalla, að
allt líf hans haíi verið helgað náttúruvísindum, eink-
um líffræði og veðurfræði, þótt nafn hans sé einkann-
lega bundið við hina fyrri grein.
Pess er enginn kostur hér að skýra frá rannsóknum
Mendels til hlítar né áhrifum þeim, sem hann hefir
haft á náttúruvísindin. Til þess veitti ekki af heilli
bók. Eins og fyrr var sagt, lutu rannsóknir hans eink-
um að ættgengi. Merkastar tilrauna hans voru þær,
er hann gerði á baunajurtum, en þær reyndust flest-
urn öðrum jurtum hentugri til athugana i þessa átt.
Rannsóknir náttúrufræðinga hafa kennt mönnum
það, að engin vera, dýr eða jurtir, haldist óbreytt
um aldur og ævi. En breytingarnar gerast að jafnaði
á geysilöngum tíma, svo að þúsundum ára saman
getur sama veran eða verutegund staðið í stað eða
því sem næst. En innan sömu tegundar eru engir
einstaklingar eins. Með foreldrum og börnum og með
systkinum er jafnan einhver munur, þótt margt sé
líkt, Hvernig víkur þessu við? Hvaðan stafar mun-
urinn og af hverju kemur svipurinn og líkingin?
Ættgengislögmálin hafa í aðaldráttum sinum almennt
giidi, bæði um jurta- og dýralíf, þar með talið mann-
kynið, með öðrum orðum hvarvetna þar sem æxlun
fer fram. Æxlun er bæði kynbundin og kynlaus, og
er hið fyrra kallað það, er nýr einstakiingur skapast
við það, að sameinast tvær frumlur, karlkyns og
kvenkyns. Að þessari tegund æxlunar lutu einkum
rannsóknir Mendels, þar með og kynblöndun og
arfgengi einkenna og tilhneiginga, andlegra og líkam-
legra, og varðveizla þeirra. Pað þykir einkenna rann-
sóknir Mendeis, hve skýringarnar eru augljósar og
einfaldar, tilraunir óbrotnar og rök óyggjandi. Vænt-
anlega gefst íslendingum innan skamms kostur á að
kynnast bæði þessum kenningum og ættgengisrann-
sóknum síðari tíma með nánari greinargerð í bók
«ftir sérfróðan höfund.
(37)