Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Page 44
inni heilbrigði og farsæld mannkynsins, þótt fram
færu í rannsóknastofum. Hér er ekki rúm til þess
að skýra frá hinum mikilvægu rannsóknum Metchni-
kofis. Það skal að eins tekið fram, að af rannsókn-
unum um hvítu blóðkornin spruttu nýjar mjög merk-
ar rannsóknir um sóttnæmi.
Sem vænta mátti, vöktu kenningar MetchnikofFs hina
mestu athygli um heim allan, en heldur tóku menn
þeim þó fálega eða jafnvel fjandsamlega í fyrstu.
Tveir miklir vísindamenn, Virchow og Pasteur, höll-
uðust þó að þeim þegar í stað, og árið 1888 bauð
Pasteur MetchnikofF fasta stöðu við hina heimsfrægu
stofnun í Parísarborg, sem ber nafn hans (Pasteurs-
stofnunin). Metchnikofí þekktist þetta boð, átti síðan
heima í Parísarborg til dauðadags og var lengi annar
aðalforstöðumanna Pasteursstofuunarinnar. Pyrptust
að honum lærisveinar úr öllum áttum; hvataorðum
hans þar og frjóu ímyndunarafli eigna menn margs
konar útsæði, er borið hafl ávöxt í stórmerkum
fundum, athugunum og rannsóknum lærisveina hans.
Laust fyrir aldamótin kom MetchnikofF fram með
ýmsar kenningar um langlífi. Taldi hann flesta menn
deyja fyrir aldur fram og að af því leiddi ýmiss konar
böl og ójafnvægi. Taldi hann ýmis ráð til þess að
kippa þessu í lag, og er enginn kostur að rekja þetta
hér. í aðaldráttunum hefir hann lýst þessari kenn-
ingu sinni svo, að því lengri sem endaþarmur manna
væri, því styttra yrði lífið. Hélt hann þvi fram, að
endaþarmurinn væri hin mesta klakdyngja gerla, og
þvi meiri, sem lengri væri, og leiddi af þessu mest
skemmdir lífíæranna. Bezta ráðið til umbóta á þessu
taldi hann vera mjólkursúr, og réð hann mönnum
mjög til þess að neyta súrmjólkur að þeim hætti
gerða, er tíðkast með Búlgaríumönnum og þeir kalla
yogurth; er hún svipuð islenzku skyri. Um þetta efni
ritaði hann ýmis rit af miklum lærdómi, og er rann-
sóknum hans enn haldið áfram af lærisveinum hans.
(42)