Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Page 45
Enn er ótalið, að Metchnikoff ritaði talsvert um
hcimspeki; leggur hann mönnum í þeim ritum sínum
ýmis heilræði, er leiði af aukna sálarró og jafnvægi
í háttsemi innri og ytri. Hefir hann og pokað drúg-
um til í hugmyndum manna um dauöa og sálarkviða
af þeim efnum. Eru þau rit fræg mjög og hafa birzt
á flestum tungum siðaðra þjóða.
Metchnikoff hlaut margvíslegan frama í lífinu, t.
d. Nóbelsverðlaun árið 1908. Arið 1916 andaðist liann*
Árbók ísland* 1922.
a. Ýms tiðiudi.
Arferði. Veturinn var yfirleitt góður; frostmildur
og oftast snjóléttur; en heldur voru tíð veðra-um-
skifti og stórviðri og rigningar. Vorið var oftast góð-
viðrasamt, en víða mjög kalt, einkum norðanlands, og
grasspretta því nokkuð rýr og sumstaðar mjög slæm.
Sumarið var oftast fremur hlýtt og gott og hey nýtt-
ust þvi mjög víða vel, en óþurkar gengu þó um hríð
sumstaðar, svo sem í Eyjafjarðarsýslu og í Pingeyjar-
sýslu, svo að hey tóku þar að skemmast; og hey-
skaðar urðu allmiklir í Fljótshlíð, vegna ofviðra.
Haustið var mjög gott, en nokkuð stormasamt. Síð-
an út árið öndvegistíð.
Verzlun í líku horfi og árið áður.
Uppskera úr görðum í meðallagi.
Fiskveiðar: Laxveiði fremur rýr. Silungsveiði við
Mývatn með mesta móti. Hákarlaveiði á Siglufirði
mjög mikil. Síldveiði og aðrar fiskveiðar ágætar.
Hrefnudráp allmikið í Eyjafirði um vorið og einn-
ig nokkuð um haustið.
Svartfuglaveiði við Drangey afbragðsmikil.
(43)