Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Side 54
á gildi laga um útflutningsgjald. — Um rétt til
fiskveiða í landhelgi. — Hafnarlög fyrir ísafjörð.
— Lög um breytingu á lögum nr. 60, 27. júní 1921,
um útflutningsgjald af síld o. fl. — Um breytingu
á lögum um fræðslu barna, frá 22. nóv. 1907. —
Um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra.
— Fjárlög fyrir árið 1923. — Um lausafjárkaup.
— Um atvinnu við siglingar.
(1921, 28/j2. Breyting á reglugerð 9. okt. 1912, fyrir há-
skóla íslands).
<1. Enibætti og sjslanir.
Jan. 1. Einar Arnórsson prófessor ráðinn skattstjóri
í Rvík.
— 3. Ólafur Jónsson læknir settur bæjarlækniríRvík.
í þ. m. tók við forstöðu vínkaupa landsins, í
Rvík, Mogensen lyfsali frá Seyðisíirði.
Febr. 1. Var Ingimar Jónsson cand. theol. skipaður
sóknarprestur að Mosfelli i Grímsnesi.
— 2. Var Magnúsi Guðmundssyni fjármálaráðherra
falin á hendur forstaða atvinnu- og samgöngu-
málaráðuneytisins, þar til nýr ráðherra yrði skip-
aður í embættið.
— 15. Guðmundur Óskar Einarsson cand. med. settur
héraðslæknir í Grímsnesshéraði, en 80/s var hon-
um veitt embættið
— 17. Var Björn 0. Björnsson cand. theol. skipaður
sóknarprestur i Pykkvabæjarklaustursprestakalli,
frá 1. júní.
— 28. Síra Einar Thorlacius i Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd, skipaður prófastur í Borgarfjarðarprófasts-
dæmi.
Mars 2. Jóni Magnússyni forsætis-, dóms- og kirkju-
málaráðherra og Magnúsi Guðmundssyni fjármála-
ráðherra og settum atvinnu- og samgöngumála-
ráðherra veitt lausn frá embættunum.
— 7. Sigurður Eggerz, fyrrum ráðherra, skipaður for-
(52)