Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Side 55
sætis-, dóms-, o« kirkjumálaráðherra, Iilemens
Jónsson, fyrrum landritari, skipaður atvinnu- og
samgöngumálaráðherra og Magnús Jónsson laga-
prófessor skipaður fjármálaráðherra.
Mars 27. Síra Porsteinn Kristjánsson prestur að Breiða-
bólstað á Skógarströnd skipaður prestur að Sauð-
lauksdal.
— 30. Síra Sigurði Stefánssyni presti til Ögurþinga
veitt lausn frá embætti, frá næstu fardögum. —
Prófessorsembættið í íslenzkri sagnfræði við há-
skólann hér veitt Páli Eggert Ólasyni dr. phil., er
gegnt hafði embættinu í rúmt ár.
í þ. m. sagði síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprest-
ur i Rvík af sér prestsþjónustunni.
April 5. Settur prestur að Kálfholti, síra Sveinn Ög-
mundsson skipaður þar, frá */«■ — Síra Kjartan
Kjartansson, fyrrum prestur að Stað í Grunnavík,
skipaður prestur að Staðastað, frá ’/e.
Maí 1. Skilaði Guðmundur prófessor Hannesson, sem
settur var landlæknir frá því haustið áður, embætti
þessu af sér í hendur Guðmundi Björnsyni.
— 17. Klemens Jónssyni atvinnu- og samgöngumála-
ráðherra falið að veita forstöðu dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, á meðan Sigurður Eggerz for-
sætisráðherra var í embættisferð til Khafnar.
— 31. Bæjarlæknisembættið í Rvík veitt Magnúsi Pét-
urssyni héraðslækni í Hólmavíkurhéraði.
Júní 1. Benedikt Sveinssyni alþm. veittur starfi sá
að semja itarlega sögu alþingis frá stofnun þess,
árið 930, og fram á vora daga. Sögunni á að vera
lokið á 1000 ára afmæli alþingis, árið 1930. Stjórn-
arnefnd útgáfu sögunnar skipa dr. Siguröur Nordal
(formaður), Matthías Pórðarson fornmenjavörður
(ritari og gjaldkeri) og dr. Páll Eggert Ólason.
— 11. (?). Tryggvi Pórhallsson ritstjóri í Rvík skipað-
ur endurskoðari við Landsbankann, í stað Sigurð-
ar Eggerz.
(53)