Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Qupperneq 67
des. dó Eggert Bjarnason frá Garpsdal, smiður á Hyrn-
ingsstöðum í Reykhólasveit, f. ‘/7 1833).
f. Slysfarir, brnnar ogr skipskaðar.
Jan. 21. Tók út af e/s. Gullfossi skamt frá Leilh, 2. stýri-
mann; hét Pétur Gíslason og var frá Rvik, f. I9/s 1892.
— 29. Kviknaði í íbúöarhúsinu Exeter í Rvík. Pað
skemdist allmikið og varð fólk að flylja úr því.
Ein fjölskyldan misti alt sitt og fleiri urðu fyrir
miklu tjóni.
í þ. m. druknaði Björn Guðmundsson bóndi á
Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, ofan um ís á Jök-
ulsá á Brú. Björn var liðiega þrítugur að aldri.
— Strandaði þýzkur botnvörpungur við Vestmanna-
eyjar. — 19. eða 20. þ. m. druknaði maður við
bryggju í Rvík.
Febr. 2. Druknaði maður í Pjórsá; hét Guðjón Jóns-
son og var frá Hvammi á Landi. Var um þrítugt.
— 4., aðfaranóttina, brann til kaldra kola hús Magnús-
ar kaupmanns á Biönduósi Stefánssonar. Talsvert
af varningnum brann.
— 11. Fórust frá Sandgerði, í ofviðri, vélbátar, Njáll
þaðan, og Hera frá Akranesi. Með Njáli fórust 5
menn; formaðurinn liét Kristjón Pálsson og var
búsettur í Rvík. Með Heru fórust6menn; formað-
urinn hét Guðmundur Erlendsson. — Vélbátur,
Asa, frá Hafnarfiröi, misti út 2 menn, og vélbátur,
Gunnar Hámundarson, misti út 1 mann.
— 13. Brann stórt íbúðarhús á Norðfirði, Konráð Vil-
hjálmsson átti það.
Mars 3. Féll í ofsaveðri fyrir sunnan land brotsjór
á kútter Seagull frá Rvík. Lá við að skipið færist.
2 menn slösuðust. Skipið kom daginn eftir til
Rvíkur. Þeir voru fluttir á sjúkrahús. Annar lifði
af, en hinn dó, 5. þ. m., af meiðslunum, Jens Pét-
tir Guðmundsson frá Ólafsvík, f. 2I/‘ 1877. — í veðri
þessu urðu skemdir sumstaðar á húsum hér syðra.
(65)