Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Qupperneq 68
Mars 9; Fórst við Stafness-tanga, vélbátur,Ása, fráHafn-
arfirðj, með 6 mönnum; formaðurinn hét Friðrik
Benónýsson, f. 29/» 1892.
— 11. Brann til kaldra kola ibúðarhúsið á prestsetr-
inu Dvergasteini, með einhverju af innanstokks-
munum. — Dó gömul kona í Rvík af bruna
með þeim hætti, að suðuvél sprakk, sem hún var
að sýsla með, og kviknaði í fötum konunnar, og
brendist hún svo, áður en hægt var að slökkva, aö
hún lifði aðeins í nokkrar klukkustundir eftir pað.
— 21. Druknaði maður á Eyrarbakka.
— 23., aðfaranóttina, féll maður út af vélbáti í Vest-
mannaeyjum og druknaði.
— 24., aðfaranóttina, strandaði í afspyrnu norðanroki,
þilskipið Talisman frá Akureyri, í Kleifavik í Súg-
andafirði, og brotnaði í spón. Druknuðu 9 af skips-
höfninni, en 7 komust á öðru siglutrénu í land,
undir morguninn, kól 3 þeirra til bana, en hinir
lifðu af. Meðal þeirra er fórust var skipstjórinn; hét
Mikael Guðmundsson og var frá Hrísey, en búsett-
ur á Akureyri. Var um fertugt. Skipið var á leið
suður til Rvíkur og liafði hrept hrakninga mikla
á Húnaflóa. — Dó af byltu Erlendur Erlendsson
bóndi á Iielgafelli i Mosfellssveit, f. 2í/r 1867. —
Strandaði vélskipið Svalan við Rvík og brotnaði
mjög. Hún lá í vetrarlagi á úlhöfninni og var mann-
laus. Náðist út aftur 28. þ. m.
— 28. Tók út, í ofviðri, skamt vestur af Öndverðar-
nesi, vélstjórann af vélskipinu Express, frá Flatey;
hét Brynjólfur Benedikt Arngrírosson og var frá
Stykkishólmi, f. ’/12 1890. — Kom upp eldur í
húsi Guðmundar landlæknis Björnsonar. Tókst að
slökkva áður en húsið skemdist til muna, en flytja
varð úr því um stundarsakir. ínnanstokksmunir
skemdust nokkuð.
Apríl 4. Varð drengur, 4 ára gamall, undir flutninga-
bíl í Rvík, og beið bana af.
(66)